Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 56

Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 56
 Þjóðmál VETUR 2012 55 Guðmundur Edgarsson Af hverju er heilbrigðis- kerfið í Bandaríkjunum svona dýrt? Að mati þeirra sem til þekkja er lítill ágreiningur um eftirfarandi atriði: Banda ríska heilbrigðiskerfið er það dýrasta í heimi . Um það er ekki deilt . Jafnframt er mat viðurkenndra matsaðila, svo sem eins og alþjóðlega matsfyrirtækisins McKinsey, að gæði og aðgengi heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum fyrir þá sem njóta heilsutryggingar eru til fyrirmyndar . Gildir þá einu hvort menn eru tryggðir hjá sjálf- stæðum tryggingafélögum (oftast fyrir milli göngu vinnuveitanda) eða í gegnum ríkis rekin stuðningskerfi eins og Medicare (heilsu trygging fyrir eldri borgara og fatl- aða) og Medicaid (heilsutrygging fyrir fá- tæka) . Þá hafa flestir áhyggjur af vaxandi fjölda þeirra sem hafa ekki heilsutryggingu og teljast hvorki aldraðir né fátækir . Þessi hópur telur nú um 45 milljónir manna eða um 16% af Bandaríkjamönnum . Og þótt þessi hópur fái heilbrigðisþjónstu eins og aðrir þá er aðgangur þeirra að henni oft ekki eins greiður og skilvirkur og annarra . Það sem menn greinir hins vegar á um er hvers vegna heilbrigðiskerfið í Banda - ríkjunum hefur orðið æ dýrara á undan - förnum árum og áratugum . Hér heima heyr um við fullyrðingar eins og að græðgi trygg ingafélaga ráði þar mestu sem sýni að ekki gangi að reka heilbrigðisþjónustu á frjálsum markaði . Best sé að ríkið sjái alfarið um slíkt . En er málið svona einfalt? Ef svo er, liggur þá ekki beinast við að ríkisvæða matvöru- og fataverslanir til að ná niður kostnaði á þeim sviðum? Eða flugfélög og bílaumboð þannig að ódýrara verði að komast leiðar sinnar innan lands og utan? Hvað með húsatryggingar og bílatrygg ing ar? Á ríkið ekki bara að taka þær yfir? Ekki þarf annað en að spyrja sig spurninga sem þessara til að sjá að skýringarnar á því hvers vegna heilbrigðisþjónusta kostar meðal-Banda- ríkjamanninn mun meira en íbúa ann arra ríkja eru flóknari en svo að hægt sé að afgreiða málið í einni eða tveimur setningum . Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á nokkra mikil- væga þætti í því sam hengi . Þjóðarframleiðsla meiri í Bandaríkjunum Þegar borinn er saman kostnaður við rekst-ur grunnþjónustu eins og heilbrigðis- þjónustu á milli landa þykir rétt að taka tillit til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.