Þjóðmál - 01.12.2012, Side 70

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 70
 Þjóðmál VETUR 2012 69 Drukknar maður ekki að lokum í óhreinindum ef maður hættir að þurrka af og ryksuga eða að baðast og bursta tennurnar? Eða fellur ekki bletturinn úti í garði í órækt ef maður hættir að slá hann? Og fyllast ekki beðin af illgresi ef maður hættir að reita það upp? Gildir ekki nákvæmlega það sama um réttarríkið? Siðmenninguna? Og lýðræðið? jafnvel sjálf fela í sér andlegt of beldi . Því hún ein kenn ist svo oft af for dómum, póli- tísk um rétt trúnaði, þöggun og röklausu lýð skrumi sem strokar út helming verul eik - ans . Með þeim afleiðingum að sömu klisj- urn ar eru endur teknar ár eftir ár og aðeins krafsað á yfir borðinu . Í stað þess að nýta eigin leika upp lýs ingarinnar og mennt un ar - inn ar í menn ingu okkar til að skilja allar or sak ir og afleiðingar í samhengi til að leysa vandann . Því til að skilja ofbeldi og orsakir þess, þarf ekki aðeins að skilja mannlegt eðli, náttúrulögmál heimsins og á hve miklu ofbeldi siðmenning okkar er byggð þrátt fyrir allt — gagnvart t .d . menningarsvæðum sem eru á vanþróaðra stigi en okkar eigin menning . Heldur þarf líka að finna og skilja alla þá ólíku þætti í menningu okkar og lífsstíl sem skapa ofbeldið . Eins og t .d . samspil andlegs og líkamlegs ofbeldis . Eins og t .d . hverjar eru orsakir vaxandi áfengisneyslu, eiturlyfjaneyslu og annarrar fíknar, sem elur á ofbeldi . Þ .e . að taka allt með . En ekki aðeins sumt . Úrkynjuð forgangrsöðun? Annað dæmi: Hver ber ábyrgð á því — og hverjar eru ástæður þess að drengir eru að jafnaði 83% þeirra sem eiga í hegð- unar vanda í skólanum? Að um þrefalt fleiri drengir en stúlkur geta ekki lesið sér til gagns? Að 76% barna sem fá úthlutað lyfjum vegna athyglisbrests og ofvirkni (ADHD) eru drengir? Að 15% barna í 5–7 bekk grunnskóla hafa upplifað að kennari gerir oft eða stundum lítið úr einhverjum nemanda? Að 70% færri stúdenta eru karl- kyns? Og að um 10% barna upplifa einelti í skólanum sínum? Hver skyldu viðbrögðin verða ef 70% færri stúdenda væru kvenkyns? Ef stúlkur væru 83% þeirra sem ættu í hegðunarvanda í skólanum? Ef um þrefalt fleiri stúlkur en drengir gætu ekki lesið sér til gagns? Ef 76% barna, sem fá úthlutað lyfjum vegna ADHD, væru stúlkur? Ef 15% fólks upplifði að yfirmaður þeirra gerði oft eða stundum lítið úr konum í vinnunni? Eða ef um 10% kvenna upplifðu einelti á sínum vinnustað? Skyldi þjóðfélagið vera farið á hliðina ef veruleikinn liti svona út? Skyldu birtast um það flennifyrirsagnir á hverjum degi? Skyldi Alþingi loga? Skyldi vera hrópað um það á torgum? Á meðan lítil sem engin umræða fer fram um skelfilega stöðu barnanna? Er þetta vegna þess að þeir sem bera ábyrgðina eru konur sem vilja ekki bera hana? Og eru þær e .t .v . þær sömu og sækja hvað harðast í sviðsljós fórnarlambsins og ýta börnunum til hliðar? Og þá mætti spyrja: Eru karlkyns skólabörn minna virði en fullorðnar menntakonur? Því ef dæma má af umræðunni og forgangsröðuninni í þjóðfélaginu mætti ætla að svo sé . Sem felur í sér sterkar vísbendingar um vissa úrkynjun .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.