Þjóðmál - 01.12.2012, Side 93

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 93
92 Þjóðmál VETUR 2012 miðalda . Þar verður að vísu að gera ráð fyrir því að flestir þeirra sem hlutu leg á Skriðu hafi verið úr Austfirðingafjórðungi, en engin ástæða er til að gera því skóna að heilsufar fólks þar hafi verið ýkja frábrugðið því sem gerðist og gekk í öðrum landshlutum . Ég hef lesið allmargar skýrslur um fornleifaupp grefti um dagana . Þær voru flestar fróðlegar og gagn legar en gátu fæstar talist skemmti lestur . Með þessari bók er farið inn á nýjar brautir og í inngangi lýsir Steinunn tildrögum þess þannig: Við Gísli [þ .e . Gísli Kristjánsson, bróðir Steinunnar] vorum raunar í fyrstu ekki sammála um það hvaða form ætti að vera á bókinni . Hann vildi að allir gætu lesið hana, ekki bara fornleifafræðingar . Ég þrjósk aðist lengi vel við og skrifaði fyrstu kaflana í eins konar fornleifaskýrslustíl með nákvæmum lýsingum á jarðlögum og samhengi þeirra . Gísli bað mig vin- samlegast að henda þessu í ruslið, enginn nennti að lesa svona upptalningu . Hún væri beinlínis hundleiðinleg! Bókin þyrfti að vera skrifuð í frásagnarstíl, eins og um sögu væri að ræða . Það væri vel hægt án þess að slá af fræðilegum kröfum . Góðu heilli fór Steinunn að ráðum bróður síns og hún lætur sér ekki nægja að lýsa uppgreftinum og niðurstöðum hans, heldur setur sögu Skriðuklausturs einnig í víðara samhengi, innanlands og utan . Árangurinn er einkar fróðleg og vel skrifuð bók sem unun er að lesa . Allur frágangur hennar er mjög góður, myndefni mikið og vel valið og útlitið fallegt . Sagan af klaustrinu á Skriðu birtir okkur nýja mynd af íslensku samfélagi á ofanverðum miðöldum, mynd sem máluð er fleiri litum en algengt hefur verið í sögubókum . Hún veitir miklar upplýsingar en vekur einnig margar spurningar, ekki síst varðandi önnur klaustur á Íslandi . Þeim verður varla svarað til hlítar nema með frekari fornleifarannsóknum . Tvöfaldan Nietzsche í kók, takk! Ayn Rand: Undirstaðan . Elín Guðmunds dótt ir þýddi . Almenna bókafélagið, Reykjavík 2012, 1146 bls . Eftir Þórdísi Bachmann Ég kynntist Atlas Shrugged um 1980, á námsárum mínum í New York . Féll svo kyrfilega fyrir henni, að ég hef lesið hana margsinnis síðan, eins og sjá má á fyrsta eintakinu sem ég keypti . En hvers vegna að skrifa ritdóm um bók sem var skrifuð fyrir rúmlega hálfri öld? Er svo gömul bók á einhvern hátt mikil- væg okkur nútímafólki á Íslandi í dag? Já, því miður, liggur mér við að segja . Því hálfri öld síðar hafa skilaboðin alveg jafn mikið vægi (ef ekki meira) og þeim er hafnað alveg jafn harkalega af þeim sem sitja með ránsfenginn . Atlas Shrugged, eða Undirstaðan, er sið- ferði leg og vitræn spennusaga . Átökin eru á milli einstaklings og ríkis, sérgæsku og náunga kærleiks, hugsana og skoðana . Sam- yrkjan er búin að rústa Evrópu, sem lifir nú af matarbirgðum sem siglt er yfir á veg- um neyðarhjálpar Bandaríkjanna (BNA), en þar á fram vindan sér stað . Í BNA eru helztu frum kvöðlar hins vegar um það bil að draga sig út úr samfélaginu . Reyndar var vinnut itill bókar innar Verkfallið, vegna þess að Ayn Rand vildi skoða hvað gerðist ef allir skap andi menn færu í verkfall . Ayn var andvíg þeirri útbreiddu hug mynd, að iðnjöfrar hafi auðgast á verð mæta sköpun

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.