Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 2

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 2
[Konan og nútíminn] þessu er ekki sagt að öll menning hljóti að líða undir lok, en hitt er augljóst, að framtíð menn- ingarinnar hlýtur að mótast mjög af ófriði og fylsta ástæða er til þess að ætla, að sú mótun verði til mikillar ófarsældar. Hjer skal aðeins bent á örfá rök, er að þessu lúta. Svo að segja allt félagslegt líf veraldarinnar hefir breyzt fyrir áhrif síðasta ófriðar. Hér er ekki fyrst og fremst átt við það hyldýpi þjáning- anna, sem miljónir manna hafa orðið að kafa sök- um viðurstygðar eyðingarinnar, limlestir menn, örkumla menn, hungraðir menn og konur — held- ur eigi síður þau óbeinu áhrif, sem fylgt hafa í kjölfar ófriðarins, þar sem er öngþveiti atvinnu- veganna, atvinnuleysi og örvænting. Einkenni ör- væntingarinnar og uppgjafarinnar við að leitast við að lifa sæmilegu lífi kemur fram sem harð- stjórn og afnám mannréttinda og frelsis. Nú er engin ástæða til að ætla annað, en að þéssi einkenni og áhrif ófriðar verði enn magn- meiri og fyllri af geigvænlegriandstygð þegar næst verður gripið til vopna heldur en þau voru í og á eftir síðasta ófriði. Sífeldar sögur berast til manna um ný morðtæki, sem sjerstaklega er fyrirhugað að beita gegn borgurum og vopnlausu fólki. Fyrir því vita allar þjóðir Norðurálfunnar að þær munu ekki eiga þess nokkurn kost að verja borgir sínar fyrir flugárás. Gæti því farið svo, að eftir næsta Norðurálfu- ófrið væru allar mikilvægustu borgir álfunnar í rústum — íbúðarhús, hallir, bókasöfn, listasöfn, vöruhús og verzlanir hefðu hrunið saman yfir höfuð íbúanna eða orðið eldsneytið að bálför þeirra. Menn geta velt því fyrir sér hvort slíkir viðburðir sem þessir muni ekki verða þá um leið bálför alls þess sem heitir menning. En hver sem niðurstaðan verður af þeirri umhugsun, þá væri það óneitan- lega mjög furðulegt, ef íslenzkir menn og konur átta sig ekki á því, að þetta er málefni, sem þeim kemur við. Hver er sjálfum sér næstur, og það er ekki nema eðlilegt, að hugurinn beinist að því, hver áhrif það hafi á íslendinga sjálfa, ef kveikt verði í tundri Evrópu. Og er þá vert að gera sér ljóst, að engin líkindi eru til þess, að við sleppum eins hæg- lega fram hjá hörmungunum eins og 1914—’18. Fyrst og fremst mundum vér missa með öllu yfir- ráðin yfir landinu. Landið gæti vel haft hernaðar- lega þýðingu ef til ófriðar kæmi, og hér yrði þá sett upp fiughöfn og flotastöð ásamt olíu og bensín- birgðum. — Matvælaframleiðslumöguleikar lands vors og Vinnukraftur yrði tekinn í þágu þeii’ra að- ila, sem fyrstir yrðu til þess að ná hér fótfestu. íslendingar yrðu í fyrsta sinn í sögunni að tölu- verðu leyti sjálfir komnir inn í ófriðinn. Má þá nærri geta hversu mikils yrðu metnar óskir okkar um að fá sjálfir að ráða hér lögum. En færi svo að um verulega upplausn yrði að ræða í Norður- álfunni, þá er ekkert líklegra en því fylgdi hungur og mannfellir á Islandi. Engin þjóð er háðari öðrum en vér og skilyrðin á landinu til þess að þjóðin á ófriðartímum geti búið að sínu, þegar ekki væri vélar að fá frá útlöndum eða nein tæki til framkvæmda, eru á þá lund, að eftir nokkur ár yrði litið með sérstökum söknuði til þess tíma, er óþekkt var að menn létust úr hungri. Þær konur, sem standa að útgáfu þessa blaðs, til þess að vekja athygli íslenzkra kvenna á hætt- unni við ófrið og fasisma, hafa ekki allsjaldan heyrt á það minnst í kunningjahópum, að hlægi- legt væri að vera að skrifa um þessi efni á ís- landi — íslenzkar konur fengju aldrei neinu um það ráðið, hvort efnt yrði til heimsófriðar eða hvort fasisminn færi sigurför um veröldina. En varði íslenzkar konur ekki um þau efni, þá kynni að verða leit að því málefni, er þær varða. Eng- inn einstakur hópur á stærð við fjölda íslenzkra kvenna —- hvar sem er í heiminum — fær út af fyrir sig ráðið afdrifum slíkra mála. En sambýli heimsins er svo náið, að oss skifta þau mál nærri því eins mikið og ófriðaraðilana sjálfa. Gæfa þeirra er vor gæfa og ólán þeirra er vort. íslenzkar kon- ur eiga að finna til sín sem lifandi þáttur þeirrar viðleitni beztu kvenna heimsins að spyrna við og vekja andstygð á ófriðarhættunni, þeim höfuð- óvætti, sem nú svífur gínandi að öllu því, sem verð- mætast er í lífi þessarar kynslóðar mannkynsins. Matthildur M.atthíasson. Þörfin á frjálslyndu kvennablaði á að vera áhuga- mál allra íslenzkra kvenna. Ritstjórn blaðsins vill vekja eftirtekt lesenda á hinni ágætu grein frú Bríetar Bjarnhéðinsdóttur hér í blaðinu um þörfina á kvennablaði. Væntum við þess, að sem flest kvenfélög og einstakar kon- ur sjái sér fært að styðja frú Bríeti og Kvenrétt- indafélag íslands í þe.ssu, sem er eitt hið allra þýðingarmesta mál íslenzkra kvenna. Ritstj. Konur- Verzlum allar við þá, sem auglýsa í blaðinu. 2

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.