Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 17

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 17
[Konan og nútíminn] og sérnám þeirra. En — nú var svo komið högum ísl. kvenna, að þær áttu engin blöð, en öll þessi mál þurftu vandlega að ræðast í blöðunum á milli Landsfundanna. En nú stendur konum ekkert af öllum hinum mörgu blöðum karlmanna opið fyr- ir blaðagreinar milli Landsfundanna, sem þó er nauðsynlegt skilyrði til að fá áhugamál þeirra rædd og undirbúin, bæði undir Landsfundina og til þess að allar konur víðsvegar um landið geti fylgst með og myndað sér sjálfstæðar skoðanir um þau. Pólitísku blöðin þykjast ekki hafa rúm fyrir aðrar greinar en þær, sem eru í samræmi og sambandi við stefnu flokksins og blaðsins. En flestar konur vilja halda málum sínum utan við flokkapólitíkina. En skrifi þær í flokksblöð, þá eiga þær á hættu, að mótflokkarnir telji sér skylt að snúast á móti málum þeirra og stimpla þær sem tilheyrandi f jandmannaliðinu, þótt málið hvorki sé né þurfi að vera nokkrum einum póli- tískum flokki nákomnara en öðrum, og menn úr öllum flokkum gætu og ættu þessvegna að geta tekið þau að sér og borið þau fram. Nei, sá eini milliliður, sem gat og átti að sameina okkur kon- urnar til nauðsynlegrar samvinnu og fram- kvæmda, er fallinn í valinn. Það eru kvennablöð- in okkar. Án þeirra erum við eins og vopnlaus maður í hættulegum bardaga. Okkur vantar aoal- samvinnutækið: fullkomið, frjálslynt og ákveðið nútíðar kvennaþlað, til þess að ræða saméiginlega ýms nauðsynja og framfaramál okkar. Blað, sem flytji okkur fróðleik og þekkingu, þroski hugs- unarhátt okkar og geri okkur frjálslyndari og víð- sýnni. Blað, sem við ættum sjálfar og rituðum sjálfar, sem væri samtengingarbandið milli okk- ar allra í þessu strjálbyggða landi, vekti okkur úr áhugaleysismollunni, sem fjarlægð og einangi'- un skapa, sem væri laust við allar pólitískar flokkadeilur, sem væri okkar einarði og fram- sækni merkisberi, sem kenndi okkur, hverju skipulagsbundinn félagsskapur milli okkar kvennanna fengi áorkað, þegar við lærðum að beita honum til framkvæmdar ýmsum nauðsynia- málum þjóðfélagsins, sem karlmennirnir aldrei virðast hafa komið auga á vegna þoku flokka- pólitíkurinnar. Allir verða að játa, að það er ekki vansalaust fyrir íslenzkar konur, að láta hvert árið líða svo, að þær séu algerlega blaðlausar, og það því frem- ur, sem vér munum í því efni vera einstakasta Norðurálfuþjóðin, að undanteknum máske Græn- lendingum, sem engin sérstök kvennablöð á. K. R. F. í. sendi út áskorun til íslenzkra kvenna um að koma sér upp blaði í marz 1933. Var sú áskorun aðallega send kvenfélögum lands- ins, bæði í sveitum og kaupstöðum, og -ætlast til, að þau gengjust fyrir samskotum til reksturs- kostnaðar vikublaðs í eitt ár. Blaðið var hugsað sér á stærð við gömlu Lögréttu og skyldi það vera vikublað. Kostnaðurinn var reiknaður eftir útgáfukostnaði Lögréttu, að viðbættum launum tveggja starfsmanna: ritstjóra og reikningshald- ara, sem einnig væri útsendari blaðsins og aðal- innheimtumaður. Ef nú kvenfélögin gengjust fyr- ir fjársöfnun til blaðsins, þá þyrftu þau ekki að fá meira en tæpa krónu af fjórðu hverri konu í landinu, til þess að söfnunin borgaði allan rekst- urskostnaðinn fyrsta árið, og væri blaðið þá skuldlaust og ætti í sjóði til næsta árs, allt sem inn hefði komið fyrir andvirði blaðsins, og aug- lýsingar fyrsta árið. Ætti því þá með góðri stjórn og auknum kaupendum að vera borgið fyrst um sinn. Samskotin 'væru ekki tilfinnanleg, ef þau gætu orðið svona almenn. Þegar athugað er hvað öll kvenfjelög landsins hafa verið dugleg að afla sér tekna og hvað mikil útgjöld þau hafa haft til ýmsra fyrirtækja og bygginga, þá er auðséð að þeim er í lófa lagið að bera allan kostnað af einu kvennablaði, ásamt þeim konum, sem í engum kvenfélögum eru, ef þau hafa góðan vilja á því og finna nauðsyn þess að hafa sérstakt kvennablað. K. R. F. í. sendi okkur frú Aðalbjörgu Sigurð- ardóttur haustið 1932 með skipi í kringum land til að tala við kvenfélögin um þetta mál, svo víða sem unt var að komast vegna vetrartálmana. Hver- vetna tóku kvenfélögin vel í málið. Alls staðar voru konur óánægðar með blaðleysið og sáu eftir gömlu blöðunum. Á öllum fundum, sem við héld- um var svolátandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Fundurinn lýsir eindregið yfir þeirri skoðun sinni, að það ástand, að íslenzkar konur eigi ekk- ert blað til að ræða í opinberlega ýms áhugamál kvenna sé mjög skaðlegt fyrir oss og að bráð nauðsyn krefjist þess, að samtök verði gerð hið fyrsta af kvenna hendi til að bæta úr því. Teljum vér íslenzku kvenfélögin standa bezt að vígi að koma þessu máli á réttan rekspöl og skorum á þau að hefjast handa með fjársöfnun og allan undirbúning þess í samráði og sambandi við K. R. F. í.“ Þessa tillögu gerði K. R. F. í. einnig að sinni tillögu og sendi ýtarlega áskorun til allra kven- félaga landsins, sem því voru kunn 22. marz 1933, 17

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.