Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 4

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 4
[Konan og nútíminn] Fyrirheifna landið. Eftir Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Ameríski uppeldisfræðingurinn Dewey, segir á einum stað eitthvað á þessa leið: Það er vel hægt að sætta sig við það, að reika um eyðimörkina í 40 ár, í von og leit eftir fyrirheitna landinu, en hitt fer að verða ískyggilegt, þegar menn fara að ímynda sér, að eyðimörkin sé fyrirheitna landið. Dewey segir nú þetta auðvitað um uppeldis- stefnur, sem á tímabilum hafa oft verið taldar líklegar til að verða allra meina bætur, en það má með engu minna rétti heimfæra þessi orð hans upp á ýmislegt annað. Líklega eru þó ekki skiftar skoðanir um það, að ástand heimsins nú á dögum er harla fjarri því, að vera nokkuð nálægt því, sem mannkyn:ð í heild, eða einstakir hlutar gætu talið svo sæmilegt, að gagngerðra breytinga væri ekki þörf. Þjóð stendur á móti þjóð, ríki gegn ríki, stétt gegn stétt. Miljónum og aftur miljónum króna er árlega varið til þess að halda uppi hinum vopn- aða friði heimsins, og þó er öryggið ekki meira en það, að það er eins og öll jörðin sé ein púðurtunna, sem sprungið getur í loft upp, þegar minnst varir. Og jafnvel þó sprengingin dragist, þá eru þó nú í dag miljónir manna, sem ekki geta fengið að vinna fyrir daglegu viðurværi sínu, af því að ekk- ert er til handa þeim að gera; sem verða að sjá verið að vinna að því að gera líf kvenna aumara og vesælla. Og þar sem hrópin eru hæst, þar er hættan mest. Og hæst eru þau í löndum fasismans. Þess var getið í upphafi, að þau lagaleg réttindi, sem konur hafa fengið á íslandi, hafi verið auð- fengnari hér en víðast hvar annras staðar. Þó er það auðvitað, að þetta hefði ekki fengist svona fljótt, ef konurnar sjálfar hefðu ekki fylgt því eftir, undir hinni ágætu forystu frú Bríetar Bjarn- héðinsdóttur, og ef ekki hefði notið skilnings og drengskapar frjálslyndra karlmanna í ábyrgðar- miklum stöðum. Nú virðist sá tími í aðsigi, að íslenzkar konur verði að fara að gæta þess með athygli, að þær glati ekki því, sem þær hafa fengið. Og verður þá fyrst og fremst að hafa vakandi auga á því, sem er hættulegast — þeim hugsunum, sem berast hing- að frá hinum svarna óvini almennra framfara, af- neitara mannréttinda og frelsis, fasismanum. Þórunn Kvaran. börnin sín veslast upp og deyja af hungri og klæð- leysi. Slíkt ástand, ásamt meðfylgjandi grimmd, gjörræði og pyndingum, sem sumstaðar eiga sér stað, hlýtur að vera sannkallað eyðimerkurlíf, um það getur engum blandast hugur. Eitt er þó það svið lífsins, þar sem mennirnir hafa talið sér trú um, að allt væri í lagi. Það er í sambandinu á milli kynjanna, eða sá grundvöllur, sem það samband byggist á. Kynslóð eftir kyn- slóð hefir því verið haldið fram og trúað, að guð og náttúran hefðu frá upphafi ákveðið, að konan skyldi vera manninum undirgefin, að hún ætti að vinna á heimilinu, en sjálfstæð atvinna utan heim- ilis væri ekki við hennar hæfi, og að allt aðrar siðferðiskröfur yrði að gera til hennar, en karl- mannsins. Konan sjálf hefir trúað þessu, engu síð- ur en maðurinn, fram undir síðustu tíma. Hún hefir talið þjáningar sínar sjálfsagðar, lagðar á sig af drottni forðum daga, þegar hún beit í eplið í Paradísargarðinum, og hún hefir borið þær mögl- unarlaust. Hennar eyðimörk hefir jafnframt verið hennar fyrirheitna land, og því hefir hún horft svo lítið fram á við. Nú er þó svo komið, að fjöldi manna og kvenna um allan heim gerir sér ljóst, að við ekkert af þessu er unandi. Þeir gera sér það líka ljóst, að hið sameiginlega böl, sem allur heimurinn stynur und- ir, og kemur í veg fyrir að mannkynið geti lifað því lífi, sem sannarlega megi mannlegt kallast, er kúgun hins sterkara á þeim, sem minni máttar er. Sterkari þjóðir kúga hinar varnarminni, og gera þær að ánauðugum nýlendum, til þess að geta sogið þær út til síðasta blóðdropa. Þeir, sem völdin hafa og peningana í hverju ríki, standa í vegi fyrir þeirri sjálfsögðu kröfu, að hver einasti maður, sem í heiminn er borinn, fái þó að minnsta kosti fullnægt frumstæðum þörfum lífsins. Og annað kynið kúgar hitt, býr til ein lög fyrir mann- inn og önnur fyrir konuna, launar sömu vinnu margfalt betur, þegar hún er unnin af karli, held- ur en ef kona leysir hana af hendi, og reynir að útiloka konuna frá sem flestu öðru en heimilis- störfum. En allt ranglæti hefir sína eigin hegningu í för með sér. Sá, sem kúgar og beitir aðra rangsleitni, fær sjálfur sömu meðferð fyrr eða s’ðar, og þannig gengur það koll af kolli. í hinu fyrirheitna landi mannkynsins hlýtur því kúgunarstefnan að vera úr sögunni. Skal nú þetta athugað nokkru nánar í þeim þremur samböndum, sem hér hefir verið rætt um. 4

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.