Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 3

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 3
[Konan og nútíminn] íslenzkar konur og fasisminn Eftir Þórunni Kvaran. Það má leiða að því ýmsar getur, hvað sagnfræð- ingum síðari tíma muni verða tíðræddast um, er þeir fara að skrifa ýtarlega sögu Islendinga fyrstu áratugi þessarar aldar. Þeir munu áreiðan- lega dvelja mikið við þá breytingu, sem hefir oi’ðið á atvinnuháttum á þessum árum. Þeir munu vafa- laust einnig rekja þá fróðlegu sögu, hvernig hefir verið leyst úr vandamálinu um samband okkar við Dani. Og það er ekki óhugsandi, að þeir kunni að velja frásögur um kvenréttindamál hér á landi til þess að skýra með því ýmislegt í menningu þjóðar- innar. Dæmi þetta mun þykja sérstaklega til þess fallið vegna þess, hve lítið hefir verið um það rætt. Eg hygg að kosningaréttur kvenna og jafnrétt- ur við karla að lögum til þess að stunda hverskon- ar störf hafi mætt mjög miklu minni mótspyrnu hér, en í þeim öðrum löndum, þar sem konum hafa verið veitt slík réttindi. Þetta stafaði aðallega af þeim tveim ástæðum, að annarsvegar var — þegar þetta var á döfinni — naumast til nokkur stétt, sem samsvaraði þeim íhaldsstéttum í öðrum lönd- um, sem verja sérréttindi sín og aldar eru upp í ótrú og hræðslu við frelsi annara, og hinsvegar voru svo að segja allir áhrifamiklir menntamenn hérlendis aldir upp við frjálslyndar hugsanir, sem uppi voru á æskuárum þeirra. Að vísu er mjög langt frá því, að allar þær hugs- sjónir, sem fólgnar eru í kvenréttindahreyfingunni, hafi orðið að veruleika á íslandi. Þar vantar enn mikið á, þótt ekki sé unnt að rekja það í þessu stutta máli. En það er mjög athyglisvert fyrir ís- lenzkar konur, að nú fer sterk og voldug hreyfing um mörg lönd, sem miðar að því að keyra kven- manninn til þeirrar niðurlægingar, sem engin nú- lifandi íslenzk kona hefir reynt. Það er langt frá því, að það sé líklegt, að hver sæmilega mannaður karlmaður muni telja sér vanvirðu að því að halda rétti fyuir kvenmönnum. Ótrúlega margir hafa smitast af gerli fasismans, þótt sóttin hafi ekki gripið alla jafn geyst, sem smitaðir eru. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að fasisminn er ekki fyrst og fremst mótstaða gegn réttindum kvenna. En þó er sú mótstaða óhjá- kvæmileg afleiðihg af öllu því hugarfari, sem er uppistaða fasismans. Fasisminn er fyrst og fremst uppreisn gegn því, sem heita má framfarir í mann- legu félagslífi frá því á dögum stjórnarbyltingar- innar frönsku. Þegar frá eru dregnar tekniskar framfarir athafnalífsins, er ekki hægt að sjá ann- að, en að fasisminn vilji losa menn við svo að segja allar breytingar. Fasisminn afneitar innsta eðli vís- inda, hatast við lýðræði, gerir gys að frelsi og telur mannréttindi fásinnu. En það eru þessar hugsjónir, sem hafa borið kvenréttindin áfram. En konunum verður þrýst niður í eldhúsgólfið og þaðan eiga þær ekki afturkvæmt, ef þessi miðalda-hugsunar- háttur fasismans verður ofan á. Ekki er annað sýnilegt, en að fasisminn eigi þess engan kost að keyra hlutina í gamalt form nema með því að gera bæði hugsanir og fólk að ambátt- um og þrælum. Það þarf að fara meiri krókaleiðir til þess að gera karlþjóðina að þrælum en kven- þjóðina að ambáttum, því almenningur karla hefir lengur notið almennra réttinda. Enda hafa engar sveiflur verið hafðar á því með kvenþjóðina. Þær hafa að mestu verið sviftar réttinum til þess að vinna í verksmiðjum og við opinber störf. Þær hafa verið sviftar réttinum til þess að vinna að nokkurum sameiginlegum áhugamálum, að þeim kvenmönnum undanskildum, sem hafa verið svo undarlega skapi farnar að vilja vinna fyrir fasism- ann sjálfan. Giftar konur fá alls ekki að starfa utan heimilis, en ógiftum stúlkum eru veitt þau fríðindi að fá að vinna kauplaust hjá stórlandeigendum. Allar vonir kvenna um ríkara líf og fjölbreytt- ara hljóta að vera í órjúfanlegu sambandi við sjálfa lýðræðishugsjónina. Sjálf undirstaða þeirrar hugsjónar er sá skilningur á þjóðfélaginu, að verk- efni þess sé það fyrst og fremst, að haga svo til og skipa þannig háttum, að hver einstaklingur eigi þess kost að ná því út úr lífi sínu, sem sálarlíf hans býr yfir. Nú er um allan heim hafin barátta fyrir því, að gera þessa hugsjón sem allra tortryggileg- asta. Lýðræðinu er kennt um þá örðugleika, sem af því stafa, að það hefir ekki verið reynt! En ís- lenzkar konur ættu að gera sér það ljóst, að hvar sem þær heyra hrópyrði að þessari hugsjón, þar er 3

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.