Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 8

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 8
[Konan og nútíminn] BaráHan gegn stríði og fasisma. Dagana 4.—7. ágúst 1934, réttum tuttugu ár- um eftir að styrjöldin mikla brauzt út, komu 1200 konur frá öllum löndum heims saman í Par- ís á alþjóðlogt kvennaþing gegn stríði og fas- isma. Þessar 1200 konur voru kosnar af milljón- um kvenna. Þær voru af öllum stéttum, ýmsum pólitískum flokkum og skoðunum. Litarháttur, tunga og klæðnaður var mjög frábrugðið, en eitt áhugamál áttu þær allar, hatur á stríði og fas- isma. í þinglok var samþykkt ávarp til allra kvenna heimsins um að sameina krafta sína í baráttu gegn stríði og fasisma. Þar er skorað á konur í öllum löndum að stofna baráttunefndir kvenna, sem vinni í þessu augnamiði. Auk þess ákváðu konurnar að gefa út tímarit, sem kemur út reglu- lega á fjórum tungumálum. Ein þeirra kvenna, sem sat þing þetta fyrir hönd danskra kvenna, var frú Hörup, nafnkunn menntakona og friðarvinur. Frú Hörup hefir að- alaðsetur sitt í Genf og gefur þar út tímarit, sem einkum er helgað baráttunni fyrir frelsi Indlands. En annars er þessi merkilega gáfukona og mikli mannvinur á stöðugu ferðalagi um heiminn, held- ur fyrirlestra og skrifar um mannúðarmál. Síðastliðið sumar kom frú Hörup hingað til lands. Meðan hún dvaldist hér, hélt hún nokkra fyrirlestra um ógnir stríðsins, frelsismál Ind- verja og fánýti Þjóðabandalagsins. í einum þess- um fyrirlestri sínum kom frú Hörup inn á heims- þing kvenna gegn stríði og fasisma og þá bar- áttu, sem konur víða um lönd hafa tekið upp til þess að reyna að hindra þessar ógnir, og hvatti konur hér á íslandi til að vera með í þeirri bar- áttu. Á þessum sama fundi gáfu sig þá fram nokkrar konur, sem töldu sig fúsar að starfa að því, að slík nefnd yrði stofnuð, og komu síðan saman ásamt frú Hörup til að ræða málið. Þessi undirbúnir.gsnefnd, sem aðeins voru sjálf- boðaliðar, var nú fremur fálát framan af vetri, og fyrst þegar alþjóðabaráttudagur kvenna 8. marz nálgaðist, fór hún að finna til þeirrar á- byrgðar, sem hún hafði á sig tekið um að safna konum til baráttu um þessi mál, Hún ákvað þá Frú Ellen Hörup. að reyna að koma út blaði og boða til almenns kvennafundar, sem yrði helgaður baráttunni fyr- ir þessum málum, og yrði jafnframt kall til allra frjálslyndra kvenna um að koma með í slíka bar- áttu, útskýrði fyrir þeim fasismahættuna og skor- aði á þær til samstarfs. í því tilefni sendi hún út bréf til allra kvenfélaga um samstarf. Að undir- búningi blaðsins og dagsins í heild hafa starfað tugir kvenna með mismunandi stjórnmálaskoð- anir. Fjögur félög kvenna hafa kosið fulltrúa, sem starfa einnig að þessum undirbúningi. Það eru Verkakvennafél. ,,Framsókn“, sem telur um 800 meðlimi, Starfsstúlknafélagið ,,Sókn“, með ca. 150 meðlimi, Þvottakvennafél. ,,Freyja“, með ca. 100 meðlimi, og kvenstúdentafél. með ca. 50 meðlimi, auk fjölda kvenna úr ýmsum félögum. Við erum sannfærðar um, að þau réttindi, sem íslenzkar konur njóta nú hér á íslandi, eru í voða, ef sérhver kona er ekki á varðbergi til að hindra, að þau verði ekki af henni tekin. Við höfum trú á, að um allt land megi koma upp baráttunefnd- um kvenna með ákveðinni stefnuskrá til verndar réttindum kvenna, aukningu þeirra og gegn á- sælni íhalds og fasisma á lífskjör konunnar. Við væntum, að upp úr þessari fyrstu byrjun okk- ar megi vaxa vel skiplögð baráttunefnd kvenna hér í Reykjavík, sem styður sig við full- trúa allra kvenfélaga og frjálslyndra félaga, að þessi nefnd geti unnið að því að koma upp stefnuskrá fyrir samtökin og standi í stöðugu sambandi við miðstöð þessarar hreyfingar í París. Við skorum á allar konur að vinna með okkur að þessu marki, 8

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.