Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 11

Konan og nútíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 11
[Konan og nútíminn] Einnig hér á íslandi er fasismahættan yfirvof- andi. Þið segið kannske: „Það er óhugsanlegt, að slíkt geti komið fyrir á íslandi". En því ekki á íslandi? Höfum við ekki þegar einkar ljós dæmi um byrjandi fasisma í íslenzku þjóðlífi? Hver hefði trúað, að þetta mikla menningar- land,Þýzkaland, land Goethe og Schillers, ætti eft- ir að sökkva í það andlega volæði,sem það er kom- ið í. Hver hefði trúað því að listaverk snillinganna yrðu brend á báli á tuttugustu öld, mestu andans og vísindamenn, nóbelsverðlaunamennirnir yrðu að flýja Þýzkaland unnvörpum. Hver hefði trúað að hin volduga verklýðshreyfing Þýzkalands hefði ekki átt magn til að sýna glæpahyski Hitlers í tvo heimana, að hinn mentaði og duglegi verkalýður Þýzkalands hefði ekki ennþá afl til að rísa gegn blóðugri martröð fasismans, sem legið hefir á brjósti hans í þrjú ár? Nei, konur; lærum af reynslu þýzku alþýðunn- ar, af hinu þjáningafulla lífi þýzkra kvenna. Lát- um ekki fleka okkur í snörur fasismans, en verum viðbúnar að hrinda af höndum okkar öllu fasist- isku ofbeldi, hvar sem það birtist. í þeirri baráttu getum við bezt lært af reynslu spönsku og frönsku alþýðunnar og millistéttanna, sem í órjúfandi fylk- ingu hefir tekist að brjóta á bak aftur árásir fas- ismans. Höldumst í hendur allar — hvaða pólitískum flokki, sem við tilheyrum — allar íslenzkar konur, látum ekki ræna hinu allra minnsta af réttindum vorum, heimtum fullkomið jafnrétti við karlmann- inn, betri lífskjör. Eg hugsa að við óskum þess allar að næsta kyn- slóð megi lifa við betri lífsskilyrði, meira frelsi og hamingju en við höfum sjálfar notið, og séum við ekki megnugar að veita henni þetta, þá höld- um þó að minnsta kosti bölvun fasismans frá höfði hennar — það er alvarleg skylda hverrar einustu íslenzkrar móður. Dýrl. Árnadóttir. Anna Pauker, verkakona í Rúmeníu, einhver hugdjarfasta frelsishetja kvenna þar í landi, bíð- ur dauðadóms vegna friðarbaráttu sinnar, takist ekki konum um allan heim, með öflugum mót- mælum, að frelsa hana. Lydia Rey á Ítalíu var dæmd í 18 ára fangelsi. Anna Peuke, starfsstúlka í Graz, var dæmd í 5 ára fangelsi vegna þess, að hún dreifði út flug- miðum gegn stríðinu. Rfkssneska konan. Eftir Þóru Vigfúsdóttur. Fyrir 19 árum voru kjör rússnesku konunnar einhver hin ömurlegustu, er sögur fara af. Hún var kúguð og fyrirlitin, barin af mönnum sínum, sem beittu henni jafnvel fyrir plóginn, hvað þá annað. Byltingin 1918 4om eins og stormur og gjör- breytti öllum lífsvenjum hennar. Hún fékk að lögum jafnrétti á við manninn, og það sem meira var' um vert, sama kaup fyrir sömu vinnu, sem örvaði hana til félagslegra starfa. í borgarstyrj- öldinni lagði hún fram líf sitt með mönnunum og gekk svo með þeim út í uppbyggingarstarfið. Við getum ekki byggt upp sósíalismann, nema þið hjálpið okkur, sagði Lenin við konurnar, og þeim skildist, að þær væru nauðsynlegur kraft- ur í þjóðfélaginu. Þær streymdu inn í verksmiðj- urnar, niður í námurnar og út á akrana, ekki til að draga plóginn, heldur hlið við hlið mannsins, jafnar að rétti til að stýra plóginum. Þær kom- ust fljótt að raun um, hvaða krafti þær bjuggu yfir, fundu með stolti, að virðingin fyrir þeim fór vaxandi, þó hrópað væri í öðrum löndum að „kvenleikinn“ væri að fara forgörðum hjá rúss- nesku konunni. Hún var sterk og fagnandi yfir hinu vaxandi frelsi sínu og sá betur og betur, hvað heimilisstörfin höfðu fjötrað hana. Barna- garðar og barnaheimili risu allsstaðar upp í kringum hana, þar sem hún gat haft börn sín. meðan hún var við vinnu sína. Hún sá þau vaxa og dafna, vera frjáls og glöð undir eftirliti lærðra umsjónarkvenna og uppeldisfræðinga, og þó að konurnar væru hikandi í fyrstu að láta þau frá sér, þá sáu þær fljótt, að þetta var miklu holl- ara fyrirkomulag og keppast nú við að senda börn sín á barnaheimilin, og hjálpa til, að sem flest þeirra geti risið upp, svo að öll börn Sovét- ríkjanna geti notið þeirra. Það eru barnaheimilin og matsölustaðirnir, sem gefa rússnesku konunni kost á að njóta jafnrétt- is við manninn, ásamt efnalegu sjálfstæði. Það var eins með matsölustaðina og barnaheimilin, að í byrjun var frekar andúð gegn þeim. Konurn- ar og jafnvel mennirnir líka héldu, að maturinn væri betri heima, og það var litið hornauga til hinna opinberu matsölustaða. En konurnar fundu fljótt, hvílík þægindi þeir voru þeim og hve miklu 11

x

Konan og nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konan og nútíminn
https://timarit.is/publication/1185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.