Félagsbréf - 01.06.1961, Page 55

Félagsbréf - 01.06.1961, Page 55
FÉLAGSBRÉF 53 nutu þá verðskuldaSra vinsælda og þaS svo, að sú bók er fyrir löngu uppseld. Ekki geta þessar strákasagnir talizt til báfleygra bókmennta, enda mun höfund- urinn sizt til þess ætlast, en frásögnin er hvarvetna fjörleg og hressileg, og Hendtik kann að gera allmikið úr litlu efni, eins og strákum er tamt. Nú er það umhverfi, sem Gvendur Jóns og félagar hans ólust upp í, gjörbreytt eða alveg horfið. Slipp- ttrinn er allur annar og meiri en hann var, og varla stráka meðfæri lengur, fjaran niður af Hlíðarhúsastígnum er horfin und- ir uppfyllingu og allt umhverfið orðið vél- rænna, stærra og hrikalegra. Nú kæmi víst varla til mála að stela sér jullu eða fá hana að láni, til þess að skreppa út fyrir hafnarkjaftinn í lognblíðunni. Ég hafði ánægju af að lesa þessa bók, þótt það ltafi kannski aðallega verið vegna þess, að hún vakti hjá mér endurminn- ingar af gömlum æskustöðvum. Að vísu komst ég aldrei lengra en að vera einn af pottormunum, og það bara einn af iþeim minnstu, en ég man samt vel eftir leikjum okkar niðri í gömlu Margréti, sem lá uppi f slippnum sem lengst, og ég skauzt fyrir born eins og hinir pottorm- arnir, þegar fransararnir komu þramm- andi á klossunum sínum. Nú eru þeir horfnir, og gömlu torfbæirnir vinalegu, kálgarðarnir og litlu snotru húsin eru einnig horfin úr Vesturbænum. — Það er ekki laust við, að maður fyllist sökn- uði, þegar stórir fimm hæða steinkassar rísa upp, þar sem áður stóð vinalegur bær eða snoturt hús. Það ríkti einhver sér- stæður og vingjarnlegur blær yfir þessu umhverfi, þótt víða hafi verið fátækt og stundum þröngt í búi, en þó komust flestir furðuvel af með nýtni og nægjusemi, og Hendrik tekst að bregða upp skýrum og ljóslifandi myndum af þessu gamla um- hverfi, sem nú er horfið, og fólkinu sem þar bjó. ÞórZur Einarsson. Líkamning andlegra kvala. Franz Kajka: Hamskiptin. Þýð. Hannes Pétursson. Smábækur Menningarsjóðs 1960. TTlranz Kafka mun í æsku hafa verið svo fullur minnimáttarkenndar að hann leit á sjálfan sig sem eins konar ófugugga innan fjölskyldu sinnar. — I'aðir hans mun einhvern tima hafa kennt hann við ónytjung eða jafnvel skorkvik- Indi. Svo virðist sem Kafka hafi gefið s,g þessum orðum á vald, að minnsta kosti fjallar þessi saga um mann sem vaknar einn morguninn í rúmi sínu í líki risa- vaxinnar bjöllu — og er orðinn bæði skor- kvikindi og ónytjungur i helzti bókstaf- legum skilningi. Margir hafa ugglaust tilhneigingu til að segja að slíkt og þvílíkt sé að láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur og vissulega er ekki langt frá því. Sann- leikurinn er hins vegar sá að með hinni tilgerðarlausu ritsnilld sinni tekst höfundi ekki aðeins að gera lesandann sáttan við svo óskemmtilegt söguefni, heldur tekst honum einnig að vekja hjá honum samúð með þessu hálfmennska skorkvikindi.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.