Félagsbréf - 01.12.1961, Síða 9

Félagsbréf - 01.12.1961, Síða 9
RITSTJÓRNARGREINAR F’immtug'ur liáslióli Árið 1961 mœtti ef til vill nefna ár merkisafmæla á íslandi. Hinn 17. júni voru liðin 150 ár frá fœðingu Jóns Sigurðssonar, i byrjun október 50 ár frá pvi Háskóli íslands hóf starf sitt, 4. des- ember 100 ár frá fœðingu Hannesar Hafsteins, en 12. desember 250 ár frá fœðingu Skúla fógeta. Það var þó ekki œtlunin að gera þessi merkisafmæli að umræðu- efni hér, en aðeins birta fáeinar hugleiðingar vegna afmælis há- skólans, einnar af mikilvægustu stofnunum landsins og þeirrar, sem ísland framtiðarinnar á vafalaust meira til að sækja en flestra annarra stofnana. Hlutverk háskóla er að leita sannleikans innan þeirra fræði- greina, sem hann fæst við, og leiðbeina öðrum um leiðir til að leita hans. Háskóli er þvi bæði visindastofnun og uppeldisstofnun, en einmitt á þvi tvennu fyrst og fremst, visindum og uppeldi þjóð- arinnar, byggist framtið vor sem menningarþjóðfélags. Sem vis- indastofnun brýtur háskóli nýjar brautir, aflar nýrrar þekkingar, rœður nýjan vanda, sem sifellt steðjar að í hugvisindalegum og raunvisindalegum efnum, sem uppeldisstofnun veitir hann áhrif- um sinum út i æðar þjóðarlikamans fyrir milligöngu nemenda sinna. Hér skal enginn dómur á það lagður, liversu vel Háskóli íslands hefur rækt hlutverk sitt fyrstu 50 starfsár sin. Vist er um það, að margir frábærir visindamenn hafa starfað og starfa við stofnunina

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.