Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 42
36 FÉLAGSBRÉF síku, því að ég brenn af ást sökum jómfrúar þessarar, sem augu mín hafa enn ekki litið; og ef þér setjið yður á móti áformi mínu mun ég eldast einmana í höll yðar og þér eignist engar sonardætur. Hinn ráðagóði Odysseifur svaraði: — Án efa hefur einhver guð blásið þér í brjóst löngun þessari. Síðan ég innti þér frá kóngsdótturinni sem þó lín sitt í fljótinu, afrækir þú hina safamiklu rétti, sem fram eru reiddir á borði voru, og svartir baugar safnast kringum augu þín. Taktu með þér þrjátíu háseta á örskreiðu skipi og far að leita þeirrar, sem þú þekkir ekki, og án hverrar þú unir ekki lífi. En hlýða mun að ég telji fyrir þér hættur sjóferðarinnar. Ef þig hrekur fyrir veðrum til eyjar Pólýfemusar, varastu að stíga þar á land; en ef fárviðri varpar þér upp að ströndinni, fel þig þá og reyn ekki að sjá jötuninn, en flý á braut jafnskjótt og skipi þínu er fært á haf. Ég sprengdi auga hans forðum daga, en þótt blindur sé er hann enn þá ógurlegur. Forð- astu einnig ey Lótófaga, en komir þú þar á land, skaltu varast að bergja blómi því, er þeir munu bjóða þér, því það mun týna minni þínu. Óttast einnig Eyju, ríki hinnar ljóshærðu Kirku, sem með sprota sínum breytir mönnum í svín. Ef hin illu örlög vilja samt sem áður að þú verðir á vegi hennar, þá er hér gras eitt, og er rót þess svört en blómið hvítt sem mjólk. Kalla guðirnir það Mólý, en það gaf mér Hermes Gullinsproti. Munt þú með því fá varizt meinvélum hinnar ágætu gyðju. Odysseifur bætti hér við nokkrum heilræðum varðandi eyju Sírena, eyju Helíosar og eyju Lestrýgóna. Að lokum mælti hann: — Legg þér, son minn, orð mín á minni, því ég vil ógjarna að þú ratir eins og ég í hin hörmulegu ævintýri. — Ég mun minnast þeirra, sagði Telemakkus. Áuk þess sem mér eru leiSar allar hindranir, jafnvel unaSsemdir, er hefta för mína til eyjar hins margspaka Alkinóusar. Nú hélt Telemakkus af stað með hjartað fullt af draunmm um Násíku. HraSur vindur bar hann af leið, og er hann kom undir ey Pólýfemusar varð honum forvitni á að sjá risann, sem faðir hans hafði kúgað áSur fyrr. Hann sagði við sjálfan sig: — Áhættan er ekki stór, úr því að Pólýfemus er blindur. Hann gekk einn á land og skildi skipiS eftir liggjandi í vík nokkurri;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.