Núkynslóð - 01.01.1968, Síða 55

Núkynslóð - 01.01.1968, Síða 55
asgeir asgeirsson fáeinar fyndnir Islenzk Einhverju sinni voru þeir staddir saman á mannamóti Þorgeir goddi, sem kallaður var, á Trukkshóli og Baldi á Ytri-Hneisu. Þorgeir var stór vexti en Baldi rytja en ofsamaður - Þorgeir aftur stillimenni. Þetta bar til um réttir og var drætti lokið og menn að gleðja sig útund- ir vegg. Þeir Þorgeir og Baldi ásamt fieirum tóku að ýfast og létu ým- ist fjúka f kveðnu eða lausu. Kona Balda var ákaflega mikil vexti og var talað f sveitinni að hún stýrði búi fremur en hann. Þá er það að Þorgeir hreytir allt 1 einu að Balda: "Og ættir þú nú ekki hátt að hafa, bölvuð ráfan þíh, - lætur konu ráðska með þig .' .' " Baldi sótroðnar um augun og tútnar ör langt er hann hafði hlotið á vinstri kinn f æsku af illum hrúti. Hann svarar að bragði: "O, nú lætur sá hæst er sfzt hefur efnin til - held ég þú ættir að fá þér kút af laxerolíú og vita hvort þá rynni ekki eitthvað greiðar um besefann á þér .' .' " En þannig var, að Þorgeir hafði haustið undan fallið f keldu og orðið ófrjór nokkru síðar - af mýrarrauðunni var haldið - og hvftnaði hann sem lík og hljóp á Balda og urðu menn til að forða þar óhappaverki. Skildi þar með þeim, en hlátur var gerður að um réttina.

x

Núkynslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Núkynslóð
https://timarit.is/publication/1204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.