Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 2
2 9. NÓVEMBER 1995 VlffURFRÉTTIR «*i»i!ffc/It<f/f/(f Ijöld ojr/ t€»ppi GLUGGAHREINSUNf AlhliiUt lirrhifirriiint/ar! S í Ifl I 4 2 1 2 6 0 4 Plastbátaeigendur takið eítir! Getum bætt við okkur verkefnum við plastbátaviðgerðir, breytingar og lengingar. Smíðum einnig slynkubretti, flotkassa og perustefni. Fljót og góð þjónusta. Réttindamenn ineð viðurkenningu Siglingamálastofnunar. Tökum einnig að okkur viðgerðir á boddyhúsum og brettaköntum bifreiða. Eigum til skyggni á Toyota HI-Lux, Bronco II og Ford Ranger. Allt efni lil plastviðgerða. Vesturbraut 6, Keflavík Sími 421-3234 Guðspekifélag Suðurnesja -Eru kenningar hindrun á veglausri leið? Sunnudaginn 12. nóvember kl. 20:00 spjallar Sigurður Bogi Stef- ánsson um ýmsar hugrenningar sem á hann hafa leitað. Er andleg leið okkar t.d. rekin áfram af því sem við höfum þegar fundið? Eru kenningar hindrun á veglausri leið? Fundurinn, sem haldinn er í sal Verslunarmannafélags Suður- nesja, er ókeypis og öllum opinn. Léttar veitingar verða seldar í lok fundarins fyrir þá sem vilja. ♦ Nýr skipulngsuppdráttur hefur verið gcrður af kirkjulóðinni og umhverfinu í kring. Þar er nú búið að lcysa bílastxðavandamál með úthlutun á lóðinni Kirkjuvegur 20 auk þess sem bílastxði verða á Skjaldarlóðinni ogvíðar eins oggerthafði verið ráðfyrir. Breytingar á deiliskipulagi á kirkjuloðinni i Keflavik: Bílastæðamál leyst Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag breytingar á deili- skipulagi á kirkjulóðinni við Kirkjuveg2l íKeflavík. Kirkjan hefur fengið útlilut- aða lóðina Kirkjuveg 20 undir bílastæði og þannig fullnægt kröfum um bílastæði sem farið er fram á, en gert er ráð fyrir a.m.k. einu bílastæði fyrir sex sæti. Var þetta einn af helstu þáttunum sem óskað var lag- færingar á frá núverandi skipu- lagi. Athugasemdir við breytingar á deiliskipulaginu bárust frá eigendunt fimmtán húsa við Kirkjuteig og Kirkjuveg. Þar voru helst þrjú atriði dregin fram. í fyrsta lagi að umferð um hverfið muni aukast með til- heyrandi slysahættu og óþæg- indum og að ekki væri gert ráð fyrir nægjanlegum bílastæðum. I svari bæjaryfirvalda kemur frani að aðkorna að kirkju og safnaðarheimili sé frá a.m.k. þremur breiðum götum sem tengjast við megin umferðaræð- ar, sem eru Aðalgata, Vestur- gata og Hafnargata. Að því leyti séu aðstæður góðar. Með út- hlutun á lóðinni við Kirkjuveg 20 er kröfum um bílastæði full- nægt. Aðrar kvartanir íbúa voru um að byggingin (nýtt safnað- arheimili) væri stílbrjótur við umhverfið í gamla bænum og í annan stað að eigur viðkomandi íbúa í nágrenninu muni rýma í verði. Umsagnir vegna þessara athugasemda voru á þá leið að stfll eða útlit húss hafi ekki ver- ið til umfjöllunar við afgreiðslu deiliskipulags. Um hugsanlegt verðfall á eignum var ekki tekin afstaða til þar sem slfkt sé mjög afstætt hugtak. Þessi breyting á deiliskipu- lagi verður send Skipulags- stjórn ríkisins til samþykktar. I franthaldi af því fengnu getur málið er varðar bygginguna sjálfa haldið áfram en eins og kunnugt er var samþykkt í at- kvæðagreiðslu á aðalsafnaðar- fundi fyrr á árinu, að byggja nýtt safnaðarheimili á kirkju- lóðinni. Efstaleiti 36, Kellat ík 142 ferm. einbýlishús ásamt bflskúr, sem er inni- falinn í stærð. Húsínu verður skilað fullfrágengnu að ulan. en óinnréttað. Ath. Hægt er að skila húsinu lengra komnu, ef óskað er eftir. Hagst. Húsbréfalán áhvílandi. Hagst. útborgun. 7300.000.- Klapparstígur 5, Njarðvík 178 femi. einbýlishús ásamt 39 ferm. bílskúr. Ath, 4ra herbergja íbúð ú e.h. með sér inngangi. á n.h. 2ja herb. íbúð með sérinngangi. Teppalagður stigi milli hæða. " 10.600.000,- Háteigur 8, Keflavík 68 ferm. 2ja herbergja íbúð í góðu ástandi. Góðir greiðsluskilmálar. 4.200.000.- Háaleiti 7, Keflavík 58 ferm. 2ja herbergja n.h. með sérinn- cansi. Lág útborgun. 2.600.000.- Sólvallagata 32, Keflavík 4ra herbergja e.h. 108 ferm. ásamt 39 ferm. bílskúr. Ibúðin er mikið endur- nýjuð m.a. þak, miðstöðvarlögn og raf- magn. Skipti á ódýrari íbúð kemur til greina. Mjög eftirsóttur staður. Tilboð Tjarnargata 11, Sandgerði 200 ferm. húseign á tveimur hæðum, ásamt tveimur skúrbyggingum 127 ferm. Þessar fasteignir þarfnast viðgerða, en gefa mikla möguleika. “ 6300.000,- Túngata 2011, Keflavík 102 ferm. parhús suðurendi. Húsið er í mjög góðu ástandi. Hagstæðir greiðsluskilmálar. 5300.000,- Sólheimar 7, Sandgerði 85 ferm. einbýlishús ásamt 42ja ferm. bílskúr. Laust strax. 4.800.000.- Faxabraut 36A, Keflavík 79 ferm. 3ja heitergja íbúð á e.h. með bílskúrsrétti. íbúðin er mikiðend- urnýjuð, m.a. allar lagnir. Nýlegir gluggar. Ný máluð. Hagstæð lán áhví- andi. Góðir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Laus strax. Tilboö HÁRGREIÐSLUSTOFAN Sími 421 4848 Stofan verður lokuð nk. mánudag 13. nóv. og fyrir hádegi þriðjudag og miðvikudag 14. og 15. nóv. Félag Framsóknarkvenna Fundur nk. þriðjudaginn 14. nóv. kl. 20. í Framsóknarhúsinu. Fundarefni: Drífa fræðir okkur um Kínaferðina. Allir velkomnir. Stjórnin. Byggingaverkfræðingur ■byggingatæknifræðingur óskast til starfa sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi hafi nokkra starfsreynslu. Umsóknir skulu vera skriflegar, m.a. með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember n.k. VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA EHF. Hafnargötu 58 Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.