Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 11
WfCURFRÉTTIR 9. NÓVEMBER 1995 11 JÚHANNIGEIRDAL SVARAÐ ÍB' l'HINCESS MARŒLLA ORGHESE JUVENA Jóhann minn þú hefur því j miður ekki skilið aðalatriðin í grein minni um daginn. Þar legg ég áherslu á að þið bæjarfulltrú- arnir ættuð frekar að einbeita ykkur að því að gera umhverfið hér lífvænlegt í stað þess að hundelta einstaka menn úti í bæ, líkt og STAZY lögreglan gerði. Hlutverk pólitíkusa er að vinna í orsökunum en ekki að fitla við afleiðingarnar, annars verður enginn heildarávinningur. Út úr snúningur Annars er út úr snúningur þinn varla svara verður. Þegar rökin eru fá er mjög þægilegt að grípa j til út úr snúninga og hártoganna. Ég skil svo sem þína afstöðu. Þú j þurftir auðvitað að svara grein- inni sem ég skrifaði því þú hefur persónugerft sjálfan þig sem andlit réttvísinnar í formi skatta- lögreglu. Dæmisagan þín styður mitt mál Sagan sem þú nefnir í upphaft j greinar þinnar styður einmitt það j sem ég sagði, þ.e. að ef kerfið býður upp á það og ef ávinning- j urinn er nægilegur munu ein- hvetjir freistast til að svíkja und- an skatti. En hver er að svíkja undan skatti í dæmisögunni þinni? Mér er spum. Jú í mörg- um tilfellum er það einmitt neyt- andinn sem samþykkir að fella niður lögboðin gjöld s.s. virðis- aukaskatt, þvf hann hagnast mest j á því sjálfur. Því miður er það svo að ef kerfið býður upp á svindl og menn hagnast umtals- j vert á því þá verður það stundað. j Þess vegna vil ég að þið stjóm- málamennirnir snúið ykkur að því að leiðrétta kerfið í stað þess að eltast við einstaka skattsvik- ara, sem þó eru svo margir s.s. allir sem hafa keypt vörur án virðisaukaskatts. Eg er á móti skattsvikum Með skrifum mínum er ég ekki að segja að ég styðji skatt- svik eða annað svindl. Þvert á móti. Ég er heldur ekki að ásaka einn né neinn um skattsvik, held- Magnús I). Jóhannesson rekstrar- og stjórnunar- fræðingur ur einungis að benda á að það skiptir máli hvort menn í áhrifa- og valdastöðum eru að eyða kröftum sínum á orsökina eða af- leiðinguna. Ef kröftunum er beitt á afleiðinguna mun orsökin aldrei verða upprætt. Dæmi Dæmi um muninn á orsök og afleiðingu er sagan um hann Jón sem kom til læknis með öxi í hausnum og kvartaði um höfuð- verk. Læknirinn leit á Jón og lét hann hafa verkjalyf.. Læknir- inn leitaði ekki orsakanna, sem var öxin, heldur læknaði afleið- inguna, sem var höfuðverkurinn. Öfundin Jóhann þú minnist á að ég falli í þá lágkúrulegu gryfju að ”- flokka alla viðleitni manna til að auka réttlæti, undir öfund”. Þú veist það eins vel og ég að það er alls ekki sama hvemig réttlætinu er náð fram. Þú skýtur ekki fyrst og spyrð svo. Það er því alls ekki nóg að vera að gera sitt besta, þú verður að vera að gera hið rétta. Þegar ég nefndi öfundina í grein minni, var það ekki til að væna bæjarfulltrúana um að öf- undast út í einhverja aðila hér í bæ, eins og margir hafa kannski haldið. Ég minntist á öfundina sem áskorun til allra í Reykjanes- bæ um að láta nú það atriði þjóð- arsálar Islendinga sem hvað mest er áberandi, öfundina, ekki ráða gjörðum sínum og samræðum. Að lokum Jóhann ég hef ekki nokkra löngun til að munnhöggvast við þig um þá leið sem þú hefur val- ið þér. Ég er einfaldlega að benda þér og öðmm bæjarfulltrú- um á að þessi leið er ekki vænleg til árangurs. Því beini ég því til ykkar bæjarfulltrúanna að þið sameinist í tilraun til að uppræta orsakimar í stað þess að fitla við afleiðingamar, sem leiða ekki til neins nema neikvæðs heildarár- angurs fyrir bæjarfélagið. Magnús B. Jóhannesson rekstrar- og stjórnunarfræðingur iMeira i trúa I Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi | skrifaði grein í Vfkurfiéttir þann | 2. nóvember s.l. og er greinin sú ■ ama tilefni af þessum skrifum ■ mínum. Tilefni ritsmíðar Jó- ! hanns eins og ég skil greinina var I símtal ónafngreindrar konu og I grein Magnúsar B. Jóhannesson- | ar, rekstrar - og stjómunarfræð- | ings í Víkurfréttum 26. október | s.l. Jóhann Geirdal fjallar í grein . sinni um skattsvik, samkeppnis- * aðstöðu og siðgæðisþrep fyrir- I tækja. Hann mun trúlega einnig I vera að verja þann gjörning | þegar hann ásamt fleirum bæjar- i fulltrúum ákváðu að setja á stofii ■ njósnasveit til að fylgjast með . samborgurum í leit að skattsvik- ! urum. Jóhann segir í grein sinni að I rekstrarumhverfi sem ekki stand- | ist við lög eða gildandi reglur sé | heiðarlegum atvinnurekendum ■ erfitt. Einnig segir Jóhann að ■ nauðsynlegt sé að gera um- | hverfið vinalegt fyrir alla - bæði ‘ fyrirtæki og íbúa. En bíðum nú I við. I____________________________ fi ETIENNE AIGNER CATALYST FOR MEN snyrtivörukynning föstudag kl. 13-18 Staðgreiðsluafsláttur og kaupauki IfcifnciT~götvi 3~?W Sími 42 / 33// um bæjarfull- á villigötum Eg hef nú um skeið komið að rekstri fyrirtækis á Suðumesjum sem á í samkeppnisbaráttu við fyrirtæki sem er 100% í eigu bæjarins. í þeirri samkeppni hef ég ekki orðið var við vinalegt umhverfi, siðgæði, hvað þá heiðarlega samkeppnisaðstöðu. Jóhann Geirdal reyndar eins og aðrir bæjarfulltrúar virðast líta á ónefnt samkeppnisfyrirtæki sem óskabam Keflavíkur og telja sig bundna við að verja hagsmuni þess hvað sem tautar og raular. | Jóhann hefur samþykkt ásamt ! öðrum bæjarstjómarmönnum að kaupa alla þjónustu af eigin fyrir- tæki án tillits til hagkvæmni. Hann hefur samþykkt að gefa út bæjarábyrgðir fyrir tugi milljóna handa bæjarfyrirtækinu en á sama tíma neitað mínu fyrirtæki um bæjarábyrgð þó svo að nægar tryggingar væru fyrir hendi. Þetta þýðir að bæjarfyrirtækið fær lægstu hugsanlegu vextina en við þá hæstu. Jóhanni er kunnugt um að forsvarsmaður bæjarfyrirtæk- isins hótaði að hætta að auglýsa í skólablaði fjölmennasta skóla Suðumesja ef nemendafélagið keypti þjónustu af öðmm en hon- um. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sem tengjast útgerð hafa emjað á torgum um að þeir sitji ekki við sama borð og aðrir en síðan taka þeir sig til og samþykkja einokun handa öðmm. Þvilík hræsni. Kallar Jó- hann þetta vinalegt umhverfi? Eðlilega samkeppnisaðstöðu? Eða gott siðgæði? Ég gerði mér miklar vonir um breytt viðhorf með nýju fólki eft- ir bæjar- og sveitarstjómarkosn- ingamar í vor. En því miður kom fljótlega á daginn að nýju bæjar- fulltrúarnir eru hugmynda- snauðir, allt of leiðitamir og spila því sömu plötur og fyrirrennarar þeirra. Bæjarfulltrúar hins nýja bæjarfélags em á villigötum og þeir em hlutverki sínu ekki vaxn- ir eins og þeir starfa. Bæjarfull- trúar verða að gera sér grein fyrir því að þeir em aðeins þjónar en ekki herrar - og því fyrr sem þeir átta sig á því, því betra fyrir alla. Björn Blöndal _______________________________I MEÐ STÓRTÓNLEIKA OG ÞORLEIF GUÐJÓNSSON í BRODDIFYLKINGAR ÁLAPARRlÉlSANDGERÐI NK. LAUGARDAGSKVÖLD, 11. NÓVEMBER KL. 23:00 TIL 02:?? Bubbi spilar löq af væntanleqri plötu sm tileinkuó er minninqu Hauks Morthens. MIÐAVERD A T0NLEIKA OG DANSLEIKKR. 1.000.- Príréttaður kvöldverður (súpa - kj* ötréttur/f iskréttur - eftirréttur) oq miði á tónleika oq dansleik kr. 2.200.- VEITINGASTADUR RESTAURANT Strandgötu - Sandgerði Símar 423-7977 og 423-7978

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.