Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1995, Page 6

Víkurfréttir - 09.11.1995, Page 6
6 9. NÓVEMBER 1995 VllOIRFRÉTTIR ♦ Þórgunnur Gunnarsdóttir, Unita í Öldunni, innan um alltvöru- úrvalið tfatnaði sein á boðstólnum er t Öldunni í Sandgcrði. VF/mynd: Hilmar Bragi Allt á einum stað í Öldunni: Vöruúrvalið aldrei verið eins mikið Vöruúrvalið í Öldunui í Sandgerði hefur oft veriö mik- ið en aldrei eins og nú. Búðin er í raun troðfull af nýjum vör- um. Verð á fatnaði hefur farið lækkandi síðustu misseri og segir Þórgunnur Gunnarsdóttir í Öldunni verslunina vera vel samkeppnishæfa í verði á fatn- aði. Aldan flytur mikið beint inn af fatnaði og það hefur einnig leitt til lægra vöruverðs. í Öldunni er að finna fatnað á alla fjölskylduna og einnig mikið af fatnaði sem tískuvöru- verslanir eru að bjóða upp á. Aldan fagnar 25 ára afmæli á næsta ári en það eru þær Þór- gunnur Gunnarsdóttir og Lydía Egilsdóttir sem reka fyrirtækið ásamt eiginmönnum sínum. Bensínstöð fyrirtækisins var nýverið endurbætt frá grunni og hefur orðið mikil söluaukn- ing þar enda hefur vöruúrval verið aukið og má nú fá keypta mjólkurvöru, brauð og kjöt í Bensín-Öldunni. Á næsta ári verður haldið upp á aldarfjórð- ungsafmælið með pompi og prakt en það er gaman að segja frá því að sumir af þeim fjörtán starfsmönnum sem vinna hjá versluninni Öldunni hafa unnið hjá fyrirtækinu allt upp í 20 ár. Atvinna Óskum eftir að ráða starfsmenn í fiskverkun. Upplýsingar í síma 421-6263. Fiskverkun Péturs og Óla Heiðargerði 4, Vogum. jS Tilboð óskast Gerðahreppur óskar eftir tilboðum í rekstur Samkomuhússins í Garöi. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri, á skrifstofu Gerðahrepps, Melbraut 3, sími 422-7108. Tilboð þurfa að berast á skrifstofu Gerðahrepps á síðasta lagi 20. nóvember 1995. Hreppsnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sveitarstjóri Fyrirsætur: íris Eggertsdóttir og Freydís Kolbeinsdóttir Förðun: Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir og Kolbún Hjartardóttir Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson Umsjón og stíll: Hilmar Bragi Þórunn Alda og Sigrún Lind: Islandsmeistanar í parakeppni Þórunn Alda Gylfadóttir og Sigrún Lind Ingólfsdóttir, hársnyrtistofunni Edilon í Keflavík, urðu Is- landsmeistarar í parakeppni á íslandsmóti Sambands hárgreiðsiu- og hárskerameistara sem fram fór á Hótel íslandi sl. sunnudag. Að sögn þeirra sem vel þekkja til voru þær vel að sigrinum komnar, en þernað var að útbúa par þar sem auðsjáanlegt var hvað verið væri að túlka. Um förðun módeianna sáu þær Vilborg Einarsdóttir og Vilborg Ása Bjömsdóttir. Módelin heita Amar og Maggý og voru að sögn Þeirra Þórunnar Öldu og Sigrúnar Lindar gripin glóðvolg þegar þau „slysuðust" inn á Edilon skömmu fyrir keppnina. ♦ Þórunn Aldn Gylfadóttir og Sigrún Lind Ingólfsdóttir úsamt módelum sínum sein færðu þeiin titilinn íslandsmeistarar í parakeppni 1995. VF/mynd: Jói, Ediloit.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.