Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.1995, Page 12

Víkurfréttir - 09.11.1995, Page 12
12 9. NÓVEMBER 1995 VlKURPRÉTTIR STRÆTI Minning: Þorgeir * Oskar Karlsson Á laugardaginn var afi minn, Geir afi, eins og ég kallaði hann, borinn til grafar. Hann var hörkuduglegur alla sína ævi, og þegar ég hugsa til baka þá var sjaldgæft ef hann var ekki að vinna eða sinna áhugamálum sínum. Þegar ég var lítil, þá bjuggu afi og Sóley á Sólvallagötu 4 og var alltaf gott að koma þangað. Mér eru minnisstæðust þau kvöld er fjölskyld- an kom saman að kvöldi jóladags og þá var borðaður góður matur og spiluð spil. Síðan var það fyrir nokkrum árum síðan að þau fluttu að Kirkjuvegi 1, eða að Hombjargi. Þangað var einnig gott að koma. Líka var gaman að vera í sumarbústaðn- um, sem staðsettur er á fallegum stað og dyttaði afi að honum f frístundum sínum. Það var alltaf stutt í glettnina hjá Geir afa og hafði hann gaman af meinlausum hrekkjum. Þó svo að heilsan hafi brostið, þá barðist hann til endaloka. Ég mun alltaf minnast þín og ég veit að nú ertu að safna saman kröft- um. til að takast á við önnur verkefni. Ég þakka þér fyrir sam- verustundir okkar, elsku Geir afi minn, og ég mun alltaf varð- veita þær minningar sem ég á. Birgitta María Vilbergsdóttir Leikfélag Keflavíkur frumsýndi s.l. föstu- dagskvöld leikritið Strætið eftir Jim Cartwright í leikstjórn Þrastar Guðbjarts- sonar. Skemmst er frá að segja að undirritaður skemmti sér ágætlega og þótti sýningin vera mikill sigur fyrir Leikfélag Keflavíkur. Leikritið var sýnt á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu við geysilega góða aðsókn fyrir nokkrum misserum. Ættu Suðurnesjamenn ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Leikarar í sýningunni stóðu sig allir mjög vel. Hafsteinn Gíslason var frábær í aðalhlutverkinu, Guðný Krist- jánsdóttir, Birgir Sanders og Einar Lars Jónsson, svo ein- hverjir séu nefndir. Einnig voru þau Kristín Kristjánsdóttir, Ómar Ólafsson og Jón Páll Eyjólfsson skemmtileg í sínum hlutverkum Leiksýningin er í raun nokkrar sögur þar sem skiptast á skin og skúrir, sorg og gleði. Sveiflurnar þarna á milli eru miklar og þar mátti sjá mjög góð tilþrif hjá mörg- um hinna yngri leikara og ljóst að leikstjórinn hefur þar náð góðum árangri. Hann bryddaði einnig upp á þeirri nýbreytni að nota allt húsið sem leiksvið og kom það mjög vel út. Leikar- amir léku í rauninni stanslaust í tæpar 3 klukkustundir, því þeir voru byrjaðir að leika í anddyri Félagsbíós fyrir sýningu og léku einnig í hléi. Það er ljóst að í húsinu felast miklir mögu- leikar og ef Leikfélagið ber gæfu til þess að fá þar fastan samastað í framtíðinni verður það mikil lyftistöng fyrir allt menningarlíf í sveitarfélaginu en það er nú önnur saga. Einn löst sá ég þó á sýningunni sem ég get ekki látið hjá líða að nefna og það er hin mikla áhersla sem lögð er á tóbaks- reykingar leikaranna. Ég held að skilaboðin hefðu alveg komist jafn vel til skila þótt ekki hefði verið reykt ein einasta sígaretta. Sérstaklega fannst mér það óviðeigandi þegar tekið er tillit til yngstu leikaranna sem enn eru á grunnskólaaldri. Ég held að listagyðjunni hefði lfka staðið á sama. Sviðsmyndin var sann- færandi og skemmtileg, tón- listin viðeigandi þótt betra hefði verið að hafa hana lifandi og ljósamennirnir skiluðu sfnu. Að lokum vil ég ítreka ánægju mína með sýninguna og skora á Suðurnesjamenn að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara. Kjartan Már Kjartansson. Leikfélag Keflavíkur: Hvet alla tll að sjá Stræti - segir séra Baldur Rafn Sigurðsson Leikfélug Keflavíkur er að sýna leikrilið Stræti í Félagsbíói í Keflavík. Undirritaður fór á leiksýningu sl. sunnudagskvöld og var mjög ánægður með hvernig Leikfélagið kom verk- inu frá sér. Sýningin er mjög lifandi og heldur áhoifandanum vel við efnið allan tímann. Þeg- ar mætt er á leiksýninguna er vel tekið á móti áhorfandanum og í leikhléi heldur sýningin áfram. Ég vil hvetja alla Suður- nesjamenn til að sjá Stræti hjá Leikfélagi Keflavíkur. Best er að fara sem fyrst svo þið verðiö ekki of sein að sjá þennan ýkta raunverulcika stórborgarstrætis. Hleypa þeir þessum á sýninguna? Leikfélag Keflavíkur frumsýndi sl. föstudagskvöld leikritið Stræti eftir Jim Cartwright. Leikarar í sýningunni blanda sér meðal áhorfenda í anddyri Félagsbíós fyrir sýningu. Hafsteinn Gíslason leikur stóra rullu í sýning- unni í hlutverki skrautlegs róna. Einn áhorfandi á frumsýningu áttaði sig ekki á því að leikarar væru á meðal áhorfenda og sagði við kunningjan sér við hlið. ,Ætla þau hjá Leikfélag- inu virkilega að hleypa þessum manni inn á sýninguna eins og hann er til fara og í því ástandi sem hann er“... Það sem betra er að viðkomandi áhorfandi er náskyldur Hafsteini. Stórgóð sýning Það er hins vegar af Strætinu að segja að þama fer stórgóð sýning og tekst leikfélagsfólki vel upp. Fjörugir kaflar í leikritinu halda fóíki við efrtið og margir sýningargestir höfðu á orði eftir frumsýninguna að orðaforði þeirra hefði aukist mjög við að horfa á sýninguna en orðbragðið í Strætinu er ekki það fínpússaðasta sem til er... Reykjanesbær: \ Kaffihús við ! smábátahöfn j Samþykkt hefur verið í . bæjarstjóm Reykjanesbæjar ! að veita Fídon hf. lóðina ‘ Duusgata 10, fyrir kaffihús I úr timbri. I Verður kaffihúsið staðsett | við endann á Duushúsunum, | þ.e. á hæðinni fyrir ofan | smábátahöfnina í Grófinni. Byggingamefnd bæjarsins J samþykkti að veita fyrirtæk- [ inu byggingarleyfi sem og * I stöðuleyfi til fimm ára. I_________________________________I Stekkjarkot vel sótt Um fimmhundruð manns heimsóttu þurrabúið Stekkjar- kot f Innri-Njarðvík í sumar fyrir utan sérstaka hópa. Vaxandi áhugi er fyrir kotinu yfir vetrarmánuðina fyrir þorrablót og er ætlunin að leigja það út fyrir slíkar uppá- komur. I fundargerð ferðamála- nefndar kemur einnig fram að hópar grunnskólabama ofan af Keflavíkurflugvelli Itafi aukið komu sína í Stekkjarkot sem og grunnskólabörn úr Keflavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, Keflavík Sími 421-4411 UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, fimmtudaginn 16. nóvember 1995 kl. 10:00, á eftirfarandi eignum: Austurbraul I, efri hæð, 0201, Kefiavík, þingl. eig. Haukur Bjarnason, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafha, Lífeyrissjóður Suðumesja og Ríkisútvarpið. Baldursgata 12, neðri hæð, Keflavík, þingl. eig. Davíð Þór Valgarðsson, gerðarbeiðendur Bæjatsjóður Keflavikur, Njarðvíkur og Hafna og Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar rikisins. Básvegur 1, vesturhluti, 0101 og 0102, Keflavík, þingl. eig. Þb. Skagaröst hf„ gerðar- beiðendur Bæjarsjóður Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, Gjaidtökusjóður, Kjartan Ólafsson og Landsbanki íslands. Básvegur 7, Keflavík, þingl. eig. G.H. fiskverkun, gerðarbeiðandi Gjaldheimta Suðumesja. Efstahraun 13, Grindavík, þingl. eig. Jón Öm Pálsson, gerðarbeiðandi Bæjarsjóður Grindavíkur. Elliðavellir 12, Keflavík, þingl. eig. Haraldur Hinriksson., gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Bæjarsjóður Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og Lífeyrissjóður sjómanna. Fitjabraut 12, Njarðvík, þingl. eig. Sólning hf„ gerðarbeiðandi Gjaldheimta Suðumesja. Garðbraut 25A, Garðí, þingl. eig. Gestur Þorláksson og Pálína Gunnarsdóttir, gerðar- beiðandi Gjaldheimta Suðumesja. Gistihúsið við Bláa Lónið, þingl. eig. Svartsengi hf„ gerðarbeiðendur Landsbanki íslands og Sparisjóðurinn í Kefiavík. Hafnarbakki 7, Njarðvík, þingl. eig. Vélsmiðja Suðurnesja hf, gerðarbeiðandi Gjaldheimta Suðumesja. Hafnargata 19, 0101, Sandgerði, þingl. eig. Jónína Hrönn Baldursdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Lífeyrissjóður Suðumesja og Islandsbanki hf. Hafnargata 29, Grindavík, þingl. eig. Gullvík hf„ gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Hafnargata 42, fyrsta hæð 0001, Keflavík, þingl. eig. Gunnar Bjömsson, gerðarbeiðendur Ari Sigurðsson, Bæjarsjóður Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og VIS hf. Hafnargata 47, neðri hæð, Keflavík, þingl. eig. Eirikur Hansen, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík VSK. Hafnargata 70, Keflavík, þingl. eig. Jónína Guðrún Fæiseth, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna og Spari- sjóðurinn í Keflavík. Heiðarbrún 5, Keflavík, þingl. eig. Ólafur Sigurjónsson og Inga María Henningsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf. Heiðarhraun 19, Grindavík, þingl. eig. Skúli Óskarsson, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Grindavíkur og Vátryggingafélagið. Hlíðargata 1, Sandgerði, þingl. eig. Andrés Eyjólfsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimta Suðumesja. Holtsgaa 37, Njarðvík, þingl. eig. Þóra Steina Þórðardóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimta Suðumesja og Ltfeyrissjóður verslunarmanna. Holtsgata 46, Sandgerði, þingl. eig. Ólafur Gíslason, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður sjó- manna. Hringbraut 50 efri hæð, Keflavtk, þingl. eig. Dánarbú H. Klöru Ólafsdóttur, gerðarbeið- endur Lífeyrissjóður Suðurnesja og Spari- sjóðurinn í Keflavík. Hringbraut 67, neðri hæð, Keflavík, þingl. eig. Sæmundur Friðriksson og Sigrún Guðjóns- dóttir, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Kefla- víkur, Njarðvíkur og Hafna, Gjaldheimta Suðumesja, Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Lífeyrissjóður Suðurnesja og Lffeyrissjóður sjómanna. Hringbraut 85, neðri hæð, Keflavík, þingl. eig. Kristinn R. Karlsson og Kristín K. Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimta Suðurnesja, íngvar Helgason hf. og Lifeyrissjóður sjóman- na. Lágmói 4, Njarðvík, þingl. eig. Sverrir Víglundsson, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Lyngmói 6, Njarðvík, þingl. eig. Sigurður Guðjónsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimta Suðumesja. Mánagata 9, Grindavík, þingl. eig. Pétur Gíslason, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Grindavíkur, Gjaldheimta Suðurnesja, Landsbanki Islands og Vátryggingafélag Islands. Meiðastaðavegur 7b, (Meiðastaðir vesturbýli) Garði, þingl. eig. Pétur Sævarsson, gerðar- beiðandi Gjaldheimta Suðumesja. Mummi KE-30, skipaskr. nr. 542, þingl. eig. Sæaldan hf, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður sjómanna og Olíufélagið hf. Njarðvikurbraut 26, ásamt bílskúr, Njarðvík, þingl. eig. Ester Guðmundsdóttir, gerðar- beiðandi Bæjarsjóður Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Silfurtún 20c, 2 hæð, Garði, þingl. eig. Snorri Einarsson og Málffíður Guðlaugsdóttir, gerðar- beiðandi Gjaldheimta Suðumesja. Smáratún 38, efri hæð, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur Karl Þorleifsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimta Suðumesja og íslandsbanki hf. Vatnsholt 5d, Keflavík, þingl. eig. Steinunn Þorleifsdóttir, gerðarbeiðandi Bæjarsjóður Keflavikur, Njarðvíkur og Hafna. Vitabraut 3, Hafnir, þingl. eig. Sæsteinn hf„ gerðarbeiðendur Bæjarsj. Keflavíkur, Njarðvikur og Hafna, Fiskveiðasjóður íslands og Gjaldheimta Suðumesja. Víkurbraut 9, 0201, norðurendi, Grindavík, þingl. eig. Ami Bjöm Bjömsson, gerðarbeið- andi Gjaldheimta Suðumesja. Sýslumaðurinn í Keflavík 7. nóvember 1995. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum vetður háð á þeim sjálfum sem hér segir Geiðavegur 22, Garði, þingl. eig. Ingvi Steinn Sigtryggsson, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins, Gjaldheimta Suðurnesja, Landsbanki íslands, Lífeyrissjóður Suðumesja, Póst og símamálastofnunin og Trygginga- miðstöðin hf, 15. nóvember 1995 kl. 10:30.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.