Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 23

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 23
Guðrún Kvaran: Rætur og heimildir 11 fyrst og fremst hafa ætlað að safna saman orðaforða úr áður útgefnum orðabókum eins og ég nefndi áðan. Auk þeirra sem þegar eru nefndar notfærðu þau sér dansk-íslenska orðabók Konráðs Gíslasonar frá 1851, Nýja danska orðabók Jónasar Jónassonar frá 1896 og íslensk-enska orðabók Geirs Zoega frá 1904 og síðar aðra útgáfu frá 1922. Orðasafn Jóns Ólafssonar, sem kom út í tveimur bindum á árunum 1912-1915, er nefnt í heimildaskrá og sama er að segja um Lexicon poéticum Sveinbjarnar Egilssonar en báðar þessar bækur hafa verið notaðar síðar á ferlinu. Ekki er minnst á íslensk-latneska orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683 og ekki virðast þau hjón hafa notað Orðasafn íslenzkt og enskt eftir Jón A. Hjaltalín frá 1883. Hið síðarnefnda er þó næsta gagnlegt hvað orðaforða snertir, lauslega áætlað eru í því milli tíu og ellefu þúsund flettiorð. 3 Önnur lota Yfirferð yfir orðabækur var lokið árið 1908 og Blöndalsbók tilbúin í fyrsta uppkasti. Vonbrigði Sigfúsar urðu mikil. Hvar sem hann bar niður sá hann að mikið vantaði upp á að gagn yrði að bókinni. Honum varð ljóst að til þess að unnt yrði að semja litla en þó nokkuð fullnægjandi orðabók yrði fyrst að vera til grunnur fyrir slíka bók, þ.e. stór og ítarleg orðabók. Þau hjón ákváðu því að halda áfram að safna og nú meira úr orðaforða samtímans, bæði úr talmáli og rituðu máli. Fjárráð voru lítil og tími af skomum skammti þannig að velja þurfti af kostgæfni það sem orðtekið skyldi. Næstu þrjú árin unnu þau að orðtöku fyrir danskan styrk frá menntamálaráðuneytinu. I fyrsta sæti settu þau íslenskar sagnir, ævintýri, þjóðlegan fróðleik og þjóðhætti. Ekki kemur fram hvaða rit voru lesin í þessari lotu en helstu verk í þeim flokki virðast hafa verið lesin þegar orðtöku lauk, alls vel á annan tug rita, þar á meðal fyrstu tvö bindi þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar frá 1922 og 1923 eftir að hluti orðabókarinnar var þegar tilbúinn og útgefinn. í annað sæti settu þau skáldsögur og leikrit og voru rit af því tagi, rúmlega sjö tugir, orðtekin allt til þess að bókin fór í prentun. Þá töldu þau mikilvægtað orðtaka blöð og tímarit og var í fyrstu lögð áhersla á að lesa Eimreiðina þar sem hún væri rík af alhliða efni. Þegar orðtöku lauk hafði verið farið yfir 45 blöð og tímarit. Einnig var farið yfir allmarga árganga Stjórnartíðinda og Alþingistíðinda. Lítið var orðtekið til viðbótar úr öðrum efnisflokkum á árunum 1908-1911 nema helst ljóðum og segir Sigfús þó að aðeins hafi verið valdir þekktustu höfundar 19. aldar, þeir Bjarni Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Grímur Thomsen og Bólu-Hjálmar (sá síðasti mest vegna alþýðlegs orðfæris) en auk þeirra yngri höfundarnir Matthías Jochumsson og Stephan G. Stephansson. Astæða þessa var að hans sögn að líklegt þótti að Lexicon poéticum Sveinbjarnar Egilssonar nægði að mestu sem handbók til þess að skilja skáldamálið í heild en önnur ný kveðskaparorð einkenndu fyrst og fremst einstaka höfunda. Ekki var þó þessari stefnu fylgt strangt eftir. Af 32 titlum ljóða- og sálmabóka (í sumum tilvikum er um fleiri en eitt bindi að ræða) eru 20 eftir 20. aldar höfunda og lj óðabækur orðteknar blautar úr prentsmiðj unni ef svo mætti að orði komast. Sem dæmi mætti nefna ljóðabækurEinars Benediktssonaren hin síðasta þeirra sem orðteknar voru kom út 1921. Annað dæmi er ljóðabókin Kyljureftir Jakob Thorarensen en hún kom út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.