Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 40

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 40
Veturliði Óskarsson: Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók 28 orðið náðarbrauð sem hefði frá sjónarhóli íslenskrar tungu vel getað verið sett saman úr eldgömlu tökuorði, náð, og erfðarorðinu brauð þótt í reynd sé það tekið upp sem heild eða myndað með hliðsjón af danska orðinu nádsensbrád. Loks skal tekið dæmi af tökuorðinu bakhönd (í spilum) þar sem báðir liðir eiga sér íslenskar samsvaranir en orðið er spurnarmerkt vegna hinnar beinu samsvörunar í dönsku, baghánd — hér kann að vera að framandi merkingarvensl liðanna hafi líka ráðið miklu, því að orðið bolaði ekki burt innlendu orði heldur var bein (og gagnleg) viðbót við orðaforðann. Ekki eru öll dönsk tökuorð sem getið er í Blöndalsorðabók talin óhæf í vönduðu máli en hins vegar er illmögulegt að sjá hvaða orð sleppa gegnum síuna. Það er t.a.m. sérkennilegt að so. klúðra skuli vera spurnarmerkt en hvorki no. klúður né lo. klúðurslegur. Sömuleiðis er athyglisvert að sjá aðlöguð tökuorð merkt sem nýyrði, t.d. grafur- d. grav0r ‘leturgrafari’ en á sömu blaðsíðu er svo tökuorðið gráða = d. grad spurnarmerkt, þó að formlega sé það jafn vel aðlagað tungunni. Að því er þetta síðasta varðar má gera sér í hugarlund að litið hafi verið á grafur sem það væri sett saman úr innlenda orðstofninum graf- og kk.-endingunni -ur, en það eru vitaskuld falskar orðsifjar. 2.2.1 Fjöldi tökuorða í Blöndalsorðabók Ekki er auðvelt að finna nákvæman fjölda tökuorða í Blöndalsorðabók. Jafnvel bein talning yrði tímafrek og erfið auk þess sem ýmis vafamál yrðu vandleyst. Þó er víst að í bókinni eru miklu fleiri orð af erlendum uppruna en þau sem þar eru merkt með spurningarmerki. Með því að teljatökuorðí einum eða tveimur stafköflum fæst sæmileg vísbending um heildarfjöldann í allri bókinni enda má búast við að hlutfallið sé ekki ólíkt í hinum stafköflunum (nema e.t.v. í p-kaflanum þar sem drjúgur meirihluti hlýtur af málsögulegum ástæðum að vera af erlendum rótum). í þessum tilgangi voru tökuorð talin í stafkaflanum k, sem var valinn vegna þess að engar sérstakar líkur þóttu fyrir því að þar væru fleiri eða færri tökuorð en í öðrum köflum, né að kaflinn geymdi fleiri eða færri orð en meðaltalið. í kaflanum eru 5.200-5.300 orð og eru 107 spumarmerkt sem er aðeins meira en meðaltalið. Oftast em það orðin sjálf sem eru spurnarmerkt en nokkrum sinnum er þannig farið með nýlega merkingu. Langflest eru spurnarmerktu orðin tökuorð en þó er ef.-myndin kaffibœtirs og -kall í tíkall spumarmerkt (sjá flettumar kall 3 og tíkall), eins og getið var um í upphafi, og mundi annað teljast röng beyging en hitt annað hvort röng stafsetning eða einhvers konar „popúlarismi“ sem litinn hefur verið hornauga. Samkvæmt talningu eru rúmlega 300 gömul og ný tökuorð í k-kaflanum sem Blöndal hefur ekki spurnarmerkt — með samsetningum nálgast þessi tala 330. Sé þetta lagt til grundvallar og reiknað áfram, og spumarmerktu orðunum bætt við, eru tökuorð alls í Blöndalsorðabók líklega milli 7.500 og 8.0003 — og er þar átt við tökuorð frá öllum 3Þ.e. 300-330 á 50 bls., þ.a.l. 6.300-6.900 á 1.052 bls. (allri bókinni), að viðbættum rúmlega 1.000 ?-merktum orðum = 7.300-7.900 orð alls. — Þess má geta að GuðmundurFinnbogason (1928) taldi tökuorð í „fombókmenntum voram“ (mun hafa lagt rit Franks Fischers ffá 1909, Die Lehnwörter des Altwest- nordischen, til grundvallar, sbr. Alexander Jóhannesson (1926:22, nmgr.)) og bar saman við orðaforðann í Blöndalsorðabók. Honum taldist svo til að tökuorð í fomu máli væm 1.448 og af þeim væri 975 að finna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.