Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 92

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 92
80 Orð og tunga Ó, þrautirnar unnar, sem Skapanorn mér skóp, er skráfesti’ hún urðarrúnir mínar! Þó orðabókin þegi um anda míns óp, um aldir þögul ber hún minjar sínar. En hverfum nú frá þessum dapurlegu ljóðlínum að dönskunni í orðabók Sigfúsar Blön- dal. 2 Það er ljóst að orðaforði þess máls sem þýtt er á í tveggja mála orðabók hlýtur alltaf að vera afleidd stærð, háð því hverjar flettumar eru. Ég taldi það því ekki vera í mínum verkahring að fjalla um hvernig orðaforðinn dreifist á hin ýmsu svið mannlegs lífs, né um þau svið sem alls ekki em með. Einnig leit ég svo á að ekki væri rétt að taka viðbætinn með í athuganir mínar þar sem hann er unnin af öðrum miklu seinna og auk þess er mikill fjöldi orða í viðbætinum alls ekki þýddur á dönsku eða nokkur skýring gefin á þeim. Niðurstaðan varð því sú að hlutverk mitt væri að kanna hvernig tekist hefði til við þýðingu flettnanna á dönsku og hvernig sú danska sem í bókinni er að finna kæmi nútímamanni fyrir sjónir og í lokin að íhuga hvert væri notagildi bókarinnar. Það væri margra ára verk að skoða alla bókina í þessu skyni svo að ég ákvað að taka úrtak og kanna það nánar. Varð niðurstaðan sú að taka annað hvert orð á hundruðustu hverri blaðsíðu bókarinnar. Þetta er að sjálfsögðu lítið úrtak en gæti þó gefið vísbendingar. Þegar ég hafði skoðað þessar síður lauslega hafði ég á tilfinningunni að: • nokkuð væri um orð sem nú væru gamaldags eða úrelt • málið á skýringum væri oft „ódönskulegt“ • Sigfús leitaðist við að þýða samsett orð með orðum sem væru sett saman úr tilsvarandi orðurn í dönsku og byggi stundum til ný orð í því skyni • hann byggi stundum til ný orð eða notaði orð sem þá þegar voru úrelt til þess að koma til skila nákvæmri merkingu orða þegar ekki var til sambærilegt orð á dönsku Auk þess kom í ljós að lýsingarorð sem notuð eru sem atviksorð fengu oft ekki endinguna -t eins og þau gera nú og að sjálfsögðu hefur stafsetningin breyst síðan þá. Við athugun mína á úrtakinu hafði ég í huga að fá fram tölulegar niðurstöður uin ýmis atriði sem betur mættu fara. Ekki þótti mér rétt að nota fletturnar sem grundvallareiningu. Sumar flettur hafa aðeins eina merkingu sem er e.t.v. skýrð með einu orði á dönsku og engin dæmi með, aðrar hafa margar merkingar sem skýrðar eru með einu eða fleiri dæmum. Það væri þvíólíku saman aðjafna að telja athugasemdirvið fyrrnefnda flokkinn jafnþungvægan og athugasemd við síðari flokkinn. Niðurstaðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.