Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 35

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 35
Gunnlaugur Ingólfsson: Mállýskuorð 23 er að gáð vera ósköp hversdagsleg orð í mæltu máli, a.m.k. um nokkurn hluta landsins. Hvað sem þessum atriðum líður má vissulega ætla að í Blöndalsbók sé í raun að finna fjölmörg dæmi um mállýskubundin atriði. Fyrir hartnær fimmtíu árum gerði Jón Aðalsteinn Jónsson athugun á skaftfellskum mállýskuatriðum með stuðningi og sam- anburði við orðabók Blöndals. Honum taldist svo til að í verkinu öllu væru um 5.500 mállýskumerkt atriði og þar af töldust 800 vera skaftfellsk. Eftir athugun á vettvangi í Vestur-Skaftafellssýslu reyndust allir heimildarmenn Jóns kannast við um 100 þessara atriða. Þetta taldi hann skaftfellskan kjarna og kannaði nánar útbreiðslu þessara orða í nokkrum sveitum nágrannasýslunnar, Rangárvallasýslu: undir Eyjafjöllum, í Land- eyjum, Þykkvabæ, Hvolhreppi og Landssveit (Jón Aðalsteinn Jónsson 1953). í stórum dráttum má segja að eftir því sem fjær dró Vestur-Skaftafellssýslu þekktu heimildar- menn færri og færri þeirra atriða sem spurt var um. Þannig þekktu Austur-Eyfellingar allt að 60% þessara atriða en t.d. Þykkbæingar einungis tæplega 28%. Jón Aðalsteinn beindi einnig athugun sinni austur á bóginn. Þótt hún væri smærri í sniðum, sýndi hún sömu þróun: Heimildarmaður í Öræfum, vestustu sveit austursýslunnar, þekkti yfir 70% atriðanna en heimildarmaður í Lóni, austustu sveit sýslunnar, um 60%. Niðurstaða Jóns er sú að mállýskur séu hér til í orðaforða manna ekki síður en í framburði. Eins og fram kom hér á undan getur Sigfús þess að orð og merkingar sem talin séu úrelt, lifi stundum í máli alþýðu. Eitt lítið dæmi af þessu tagi mætti nefna hér. Orðið dauðyfli hefur í orðabók Blöndals tvenns konar merkingu, annars vegar ‘hræ’ og er sú þýðing orðsins talin úrelt og merkt með krossi, t, hin merkingin er ‘letiblóð, rola’ og er alkunnug.3 Það er í sjálfu sér rétt að hræ-merkingin er gamalt mál. Hún kemur þegar fyrir í fornum textum en henni bregður einnig fyrir í síðari tíma ritum frá 17. og 18. öld. I orðasafni úr fórum Arna Magnússonar4 er þess getið að merkingin ‘hræ’ sé algengt mál á Fljótsdalshéraði og að hinu sama víkur Jón Ólafsson úr Grunnavík í orðabók sinni og hefur eftir Arna. Af ummælum þeirra mætti ráða að þá þegar sé letiblóðs- og rolu-merkingin í orðinu alkunna þó að þeir geti þess ekki sérstaklega. En í heimildum frá 19. öld og síðan má glögglega sjá að hún er orðin ríkjandi. En er hræ-merkingin dauð og dottin upp fyrir? Fyrir hálfum öðrum áratug gafst tilefni til þess á Orðabók Háskólans að grennslast fyrir um hvort þessi merking orðsins þekktist enn og var nokkuð rætt um þetta í útvarpsþættinum „íslenskt mál“. Undirtektir hlust- enda við spurningum um merkingar orðsins voru góðar. Orðið dauðyfli reyndist vel þekkt í merkingunni ‘hræ’ á Austurlandi, bæði á Héraði og Fjörðum, einnig könnuðust Vopnfirðingar vel við þessa merkingu og hún þekktist suður í Skaftafellsþingi og heim- ildir bárust um hana úr Rangárvallasýslu, undan Eyjafjöllum og út í Landeyjar. En úr því þekktu heimildarmenn ekki hræ-merkinguna í orðinu nema einn gamall og góður heimildarmaður úr Ölfusi. Á Suðvestur- og Vesturlandi þekktu heimildarmenn ekki hræ-merkinguna og hún var nánast óþekkt á Vestfjarðakjálkanum. Góðir og gegnir húnvetnskir heimildarmenn þekktu hana ekki og ekki heldur Skagfirðingar nema einn úr þeirra hópi komst svo að orði að dauðyfli merkti „naumast eða alls ékki” hræ heldur daufingja, þ.e. daufgerðan mann eða skepnu. Þegar austur í Þingeyjarsýslur kemur, 3Sbr. einnig orðabók Menningarsjóðs 1963 og 1983. 4Arni Magnússons Levned og Skrifter II 238.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.