Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 38

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 38
Veturliði Óskarsson: Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók 26 t.d. monningar (e. money) og flensa um kvefpest. — Um þennan þátt væri hægt að hafa langt mál en héðan af mun ég halda mig við þau orð sem Blöndal merkir með spurningarmerki. 2 Spurnarmerkt orð í formála orðabókarinnar (bls. xii) hefur höfundur þetta að segja um spurnarmerkt orð: Af udenlandske Udtryk og Ord har jeg optaget saadanne, som er al- mindelige i daglig Tale (pólitík, kókó osv.). Ord, som maa anses for uanvendelige i Skriftsproget, eller hvis Brug i hvert Tilfælde maa betragtes som ikke almindeligt anerkendt, mærkes med ?. At enkelte Slang- og Argotudtryk er optagne haaber jeg egentlige Sprogforskere vil regne til Bogens gode Sider. Jeg er dog ganske klar over, at man fra enkelte Sider vil bebrejde mig, at jeg har medtaget for meget af Ord, som af en eller anden Grund ikke anses for passende i Sproget, enten paa Grund af deres fremmede Form, eller paa Grund af deres Betydning. Men Bogen er ikke en akademisk Ordbog — den skal s0ge at give et uforfalsket og sanddru Billede af Sproget som det er, og belyse dets Krinkelkroge saavidt muligt. Þessi umsögn gefur í skyn að spurnarmerkt orð séu allmörg í bókinni, og þegar henni er flett virðist manni svo vera. I reynd eru slík orð þó tiltölulega fá, líklega ekki miklu fleiri en 1.000 alls. Þessa tölu byggi ég á upplýsingum úr tölvuskrá yfir flettiorð í Blöndalsorðabók sem Baldur Jónsson prófessor lét gera fyrir nokkrum árum, ásamt minni eigin talningu í einum stafkafla.1 Flettiorð í Blöndalsorðabók (með gamla viðbætinum) munu vera rétt um 115.0002 og er hér því aðeins um að ræða 0,9% flettiorða í bókinni, og því varla hægt að segja að orð sem Blöndal og samstarfsmenn hans hafa talið „uanvendelige i skriftsproget“ eða „ikke almindeligt anerkendt[e]“ séu ntörg. Orð hans um að sumir kunni að ásaka hann fyrir að birta of mörg orð sem ekki hæfa málinu bera líkast til vitni um óþarfar áhyggjur en hafa kannski verið nauðsynlegur fyrirvari eigi að síður. * 2.1 Astæður og röksemdir I orðabókinni kemur ekki vel fram hvaða rök liggja að baki því að orð séu talin ónothæf í ritmáli eða ekki almennt viðurkennd. Beinast liggur við að túlka ofangreind orð Blöndals svo að þannig skuli merkt þau orð sem a) falla ekki að formkröfum tungunnar eða b) bera erlenda nýmerkingu. Fyrri ástæðan, sú sem lýtur að forminu, þykir tæk enn í dag. í Blöndalsorðabók er þó langt í frá að hún sé alltaf látin gilda. Sem dæmi má taka þau orð sem Blöndal nefnir í tilvitnuninni hér að framan, kókó og pólitík: Hið fyrra sem fellur verr að formkröfum 'Ég þakka Baldri fyrir afnot af tölvuskránni. 2114.592 skv. talningu Baldurs Jónssonar (sjá grein hans í þessu riti, bls. 23.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.