Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 17

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 17
15 Einkum eru allir mjög önnum kafnir sjálfan að- fangadaginn. Alt þarf að vera undirbúið áður en há- tíðin kemur. Fyrir dagsetur verða allir að hafa þveg- ið sér og kembt hár sitt. Þá verða og allir að hafa klæðst sínum besta búningi. Þegar rökkva tekur, fara klukkurnar að hljóma við hverja kirkju og kalla til aftansöngs, — kalla, að allir komi í hús Drottins til þess að heyra hinn himneska jólaboðskap um „frið á jörðu og velþóknan yfir mönn- unum“. Hafa þá allir ærinn að starfa, þvi nú er þess skamt að bíða, að dagurinn renni undir og hin helga nótt birtist í allri sinni dýrð. Við þessa síðustu undirbúningsstund á hin forna vísa: „Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein, * líður að tíðum, líður að helgum tíðum“. Og svo koma jólin. „Gfleðileg jól! gleðilega hátíð!u, hljómar þá á hvers manns vörum. Og þá er fagurt um að litast í híbýlum mannanna. Alt er sópað og prýtt, allir eru prúðbúnir. Alt er bjart, því alstaðar loga hátíðaljósin. Það var siður í gamla daga, að al- staðar voru sett ljós í hvern afkima um allan bæ- inn, svo hvergi skyldi bera skugga á. Þessi ljós voru látin brenna alla nóttina. Það hefir tíðkast til skamms tíma, að láta ljós lifa í baðstofunni alla jólanóttina, og það er jafnvel siður enn í sumurn sveitum. Eftir að ljósin eru kveikt og alt hefir fengið þann há- tíðasvip, sem kostur er á, þá er lesinn húslestur. Eftir lestur er drukkið sætt kaffi með lummum. Síð- an gefur húsmóðirin hverjum manni á heimilinu L

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.