Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 4

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 4
NN færist nær. Jólahugurinn, hinn geðblær jólanna, læsir sig um sálir mannanna, allra þeirra, sem enn eiga éinhverja vit- und af barninu lifandi í sínum innra manni. Það er eins og sál vor heyri þyt af dularfullu, hljóðu vængjataki. Hana fer að dreyma um stjörnubjarta nótt, himneskar englasveitir og fátækt barn liggjandi í jötu með geisladýrð guðdómsins um höfuð sér. Jólanóttin nálgast. Nóttin, sem þjóðtrúin hefur frá ómunatíð séð í undraljóma ævintýranna. Nóttin, sem auga barnsins og hins trúaða manns sér upplýsta af dýrð Drottins. Jólanóttin er í þjóðtrúnni tengd við allskonar æfintýri, tákn og stórmerki: Mállaus dýrin mæla, dauðir rísa upp og halda guðsþjónustu, og álf- arnir eru á ferðinni um híbýli manna. Og ótal ævin- týri önnur tengir þjóðtrúin við hina heilögu nótt. En heilög er hún ekki fyrir ævintýrin þau. Helgi hennar á sér æðri rætur. Hún er sprottin af fegursta ævintýrinu og verulegasta, því, að þá fæddist Guð á jörðu í mannlegri mynd. Og öll önnur stórmerki jólanna standa í sambandi við stærsta stórmerkið, að „Guð er sjálfur gestur hér“. Öll gleði jólanna á

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.