Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 34

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 34
32 „Útiu, sagði hrúturirm, „það er gríðarlega stór kró, mörgum sinnum stærri en þessi liérna. Og þar er heitt á sumrin, haglendi og skógar og grængresi og smali með hafurshorn í hendinni, til þess að gæta okkar fyrir varginum. En stundum hef ég nú samt laumast burtu frá smalanum með einhverri vinkonu minni, svo að við gætum verið út af fyrir okkur í fáeina daga. Það er ekki svo hættulegt, ef þess er gætt vandlega, að horfa altaf upp í vindinn, til þess að vera við öllu búinn.u Alt þetta var fyrir ofan skilning litla lambsins. En hesturinn bætti við: „Þetta gerum við hestarnir líka. Þegar ég var folald og fylgdi mömmu minni uppi á fjöllum, þá vorum við oft mörg hross saman í hóp. Og mamma mín var með bjöllu. Það voru aðrir og betri dagar þá en nú. A næturnar lágum við saman í einum hnapp. Við mamma lágum í miðjunni, og sterkustu hestarnir lágu utan með. En altaf stóð einn á verði og horfði upp í vindinn. Og þegar hann var orðinn þreyttur, reis annar upp og tók við af lion- um. Einu sinni kom líka björninn, en tveir stórir og sterkir skaflajárnaðir hestar tóku á móti honum. Ég stóð undir kverkinni á mömmu minni á meðan. Mér er sem ég sjái það enn. Ég hefði ógjarnan viljað vera í sporum bjarnarins, ég er hræddur um, að einhvers staðar hafi komið glompa á feldinn hansu. „Honum tókst nú samt, þessum sama birni, að ná í hana elstu dóttur mína og bera hana burtu í hrömmunumu, sagði gamla kýrin. Hún hafði vakn- að við samræðurnar. „Ef þú hittir björninn aftur,“ sagði hún við hestinn, „þá hefði ég ekkert á móti því, að þú lagfærðir feldinn hans í annað sinnu.

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.