Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 21

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 21
19 „Sko minn fót, sko minn fót, sko minn gráa dingulfót“. öll börnin urðu dauðhrædd nema yngsta barnið; það var milli vita og kunni því ekki að hræðast eins og hin börnin. Það kallaði út í gluggann og sagði: „Ert þú Jesús Kristur, sem fæddist í nóttu. Þá þagnaði þessi voðarödd á augabragði, og bar eigi á henni framar. Hafði þetta verið einhver ill vætt- ur, sem vildi taka börnin, en þoldi eigi að heyra nafn Jesú nefnt. Ef alt fer vel og siðsamlega fram á jólunum, þarf eigi að óttast, að illar vættir geti gjört mein. Það er því eigi að undra, þótt allir hlakki til jól- anna, — eigi að undra, þótt börnin segi, þegar jólin nálgast: „Kátt er á jólunum, koma þau senn“, því að þá er meira um dýrðir en á nokkurri annari hátíð. Það, sem þó sérstaklega einkennir jólin, er hreinleikinn á öllu og hinn mikli ljósafjöldi; því eru jólin stundum kölluð „hin mikla ljóshátíð“. Birtan af hinum mörgu ljósum verður svo einkenni- lega fögur og dýrðleg á jólanóttina, einmitt af því að náttmyrkrið er þá svo svart, því að þá er sá tími ársins, að nóttin er allra lengst og dimmust. Þessi mikla ljósadýrð í náttmyrkrinu minnir þá ósjálf- rátt á ljósið, sem skín í myrkrinu, — ljósið, sem skín í myrkri heimsins við komu frelsarans. Hversu alt er ljósum lýst á jólunum, og hversu alt, sem þá mætir auganu, er þvegið og hreint, minnir ósjálfrátt á það, að í hjarta mannsins á alt að vera bjart og hreint, svo að frelsarinn geti einnig fæðst þar og þar verði dýrðleg og gleðileg jól. Sœm. Eyjólfsson.

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.