Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 2

Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 2
Ritnefnd: Halldóra Haraldsdóttir, ábm., Hólmfríður Jónsdóttir, SigurlaugB. Arngrímsdóttir. Utgefandi: Kvennalistinn á Akureyri. Brekkugötu 1, sími 96-11040. Ritstj.: Halldóra Haraldsdóttir. Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Akureyri. Útlit og hönnun: Ragna Finnsdóttir. Valgerður Magnúsdóttir. Fiskur og ferðamenn Kvennalistinn býður nú fram til bæjarstjórnar á Akur- eyri í fyrsta sinn. Þess vegna er rétt að minna kjósend- ur á markmið Kvennalistans, sem er að gera viðhorf, reynslu og menningu kvenna að stefnumótandi afli í þjóðfélaginu í auknum mæli. Kvennalistinn vill breyta samfélaginu og setja samábyrgð og virðingu fyrir öllu lífi í öndvegi. Einhver kann að spyrja hvernig markmið og hug- sjónir Kvennalistans geti til dæmis bætt atvinnuástand á Akureyri. Því er til að svara að virðing okkar fyrir öllu lífi og móður jörð sjálfri segir okkur að leita þarf annarra leiða í atvinnumálum heldur en að berjast fyrir stóriðju sem mengar umhverfið. Við leggjum áherslu á þá staðreynd að íslendingar eru fyrst og fremst matvælaframleiðendur sem byggja á sjávar- fangi, og einnig eigum við aðra eftirsótta auðlind, óspillta náttúru. Stóriðja sem mengar umhverfið getur stefnt orðstír okkar og báðum þessum auðlindum í voða. Við viljum skipuleggja nýtingu auðlinda okkar í hafinu og auka rannsóknir og fræðslu í sjávarútvegi, sbr. fiskveiðistefnu Kvennalistans í anda hinnar hag- sýnu húsmóður. Þar er kveðið á um það að 80% af árlegum heildarafla yrði skipt milli byggðarlaga með hliðsjón af löndunum afla síðustu fimm ára, en 20% tilheyri sameiginlegum sjóði, veiðileyfasjóði. Hann yrði til sölu, leigu eða til sérstakrar ráðstöfunar til byggðarlaga. Tekjum sjóðsins yrði síðan varið til rannsókna og fræðslu í sjávarútvegi. Næg verkefni eru fyrir sjóðinn, svo sem að vinna að meiri nýtingu aflans og bættri meðferð. Mætti jafnvel verðlauna fyrirtæki fyrir lofsverða frammistöðu. A sl. ári framleiddi Útgerðarfélag Akureyringa alls á tíunda þúsund tonn af frosnum fiski, auk annarra afurða. Það er auðvelt að sjá fyrir sér mörg ný störf hér í bænum ef hægt er að fullvinna hér þennan fisk á borð neytandans, í stað þess að selja hann frá okkur sem hálfunna afurð. Mestur hluti þessa fisks er seldur til Bandaríkjanna, Pýskalands og Frakklands, þar sem neytendur hafa kallað eftir aukinni þjónustu og vilja kaupa matinn tilbúinn á pönnuna eða í ofninn í sífellt auknum mæli. Við þurfum að svara kallinu og elda ofan í þá gómsæta rétti sem uppfylla kröfur þeirra. Ferðamenn hafa síaukinn áhuga á ómengaðri nátt- úru Islands. Peir geta einnig skapað okkur fleiri störf en nú er. Við erum stutt á veg komin í því að hafa ofan af fyrir ferðamönnum hér í bænum og lítum á það sem sjálfsagða en sorglega staðreynd að þeir fari með fyrsta áætlunarbíl upp í Mývatnssveit. Við þurfum að tengja saman tækifæri ferðamanns- ins til dægrastyttingar í bænum og nágrenni hans, skapa nýja afþreyingu og bjóða upp á aðgengilega fræðslu af ýmsu tagi um land og þjóð, menningu okk- ar og sögu. Það er af nógu að taka. Aðalatriðið er að við hristum af okkur drungann og deyfðina, söfn- um saman hugmyndum, skipuleggjum framkvæmdir og kynningu. Við brettum upp ermarnar, tökum til hendinni og bjóðum svo ferðamennina velkomna með brosi á vör. Valgerður Magnúsdóttir. - Avarp... Framhald afbls. 1. reyna að breyta því innan frá. Þeirra leið er ekki auðrötuð en samstaða kvenna innan sumra flokka hefur þó styrkt stöðu þeirra til muna. Sú samstaða er grein af sama meiði og kvenna- framboðin. Eina leiðin til þess að ná áhrifum er að vinna saman að því að efla okkur og okkar hugsun, okkar áherslur og sér- einkenni, og fara saman inn á áður ókönnuð svið karlveldis- ins. Hið kvenlæga er undirokað í okkar þjóðfélagi. Hið kvenlæga í samfélaginu, hið kvenlæga í konum og í körlum. Ef við ætl- um að lifa af, manneskjur á þessari jörð, verðum við að efla hið kvenlæga alls staðar á öllum sviðum. Við megum ekki ein- angra okkur inni á heimilunum, ekki einangra okkur í vissum störfum eða viðfangsefnum. Við verðum að hafa áhrif á öll störf, alla stjórnun. Við verðum að öðlast þekkingu á öllum sviðum ekki síst þar sem okkur finnst að þurfi að gerbylta, s.s. á sviði tækni og vísinda, í fjár- málaheiminum og í stjórnmál- unum. En við náum því ekki ein og ein í kerfum þar sem karlar eru viðmiðunin og konurnar aðskotaverur sem verða að að- laga sig. Við verðum að vinna að auknu jafnvægi í sterkum hópum, þar sem við veitum hver annarri virkan, stöðugan stuðning, erum speglar fyrir hver aðra og skildir fyrir hver aðra. Hópum þar sem við eflum hina kvenlægu orku, virkjum hana og náum áhrifum sem byggja á trausti á okkur sjálfum og okkar stytk. Aðeins þannig erum við megnugar að veita viðnám gegn hinu máttuga, en þó óörugga karlveldi. Óöryggi karlveldisins er ekki síst fólgið í ójafnvæginu milli hins kvenlæga og karl- læga, skortinum á því kvenlæga og hræðslunni við hið kven- læga. Karlveldið, með karla og konur innanborðs, felur óöryggi sitt bak við grímu tilfinninga- leysis og rökhyggju. Óöryggi kvenna felst líka í þessu ójafn- vægi. Vantraustinu á hinu kvenlægu orku, hinn kvenlæga styrk. Við höfum týnt gyðjunni í sjálfum okkur og misst tengslin við móður jörð. Konur þurfa að efla valkyrjuna í sjálfum sér. efla gyðjuna, treysta tengslin við móður jörð, efla áræði og þor og skynja saman á öllum vígstöðvum kraftinn sem býr í samstöðu okkar. Þessi er grundvöllur kven- frelsishreyfinga, fornra og nýrra, um allan heim. Þessi er grundvöllur Kvennalistans.... Akureyringar Nærsveitamenn VIÐ HÖFUM OPNAÐ NÝJA OG GLÆSILEGA VARAHLUTAVERSLUN Frá og með 2. maí var starfsemi Véladeildar KEA og Þórshamars hf. sameinuð í húsakynnum Þórshamars hf. að Tryggvabraut 5-7 Við munum sem fyrr kappkosta að veita góða þjónustu íöllum deildum Þórshamars hf. Höfum umboð ffyrir eftirtaldar bílategundir: VOLVO - HONDA - MAN DAIHATSU - GM BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ ÞÓRSHAMAR HF Símar 22700, 30496, 22875 - Fax 27635 Nína Björk Árnadóttir: Engjakaffið Þessi sumur bakaði ég drullukökur í búinu mínu sóleyjatertur og hrafnaklukkutertur Oft í miðjum bakstri heyrðist kallið kaffið tilbúið. Amma hafði sett flöskurnar í ullarsokka og ég lét þær yfir axlir mér Ég bað ævinlega Guð alla leiðina góði Guð láttu ekki Hörghólsnautið koma góði Guð láttu ekki koma randaflugur (1977) I ii það hressir - ituia 1 ;a f fi ié 2 KVENNALISTINN

x

Kvennalistinn á Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Akureyri
https://timarit.is/publication/1233

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.