Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 4

Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 4
Stefnuskrá I vennalistans í bæjarniálnm á Akureyri 1990 Markmið Kvennalistans er að gera viðhorf, reynslu og menningu kvenna að stefn- umótandi afli í samfélaginu, ekki síður en reynslu, menningu og viðhorf karla. Karlar hafa mótað hið pólitíska flokkakerfi og sett gildandi leikreglur. Konur hafa á síðustu árum aukið að muna þáttöku sína í atvinnulífi og stjórnmálum, en samt skortir enn mikið á að þær taki ákvarðanir til jafns við karla. Þessu viljum við breyta. Kvennaframboðið á Akureyri 1982 var hugsað sem aðgerð sem varla yrði end- urtekin. Konum fjölgaði í bæjarstjórn og ýmsir áfangasigrar náðust en nauðsyn- legt er að enn frekara tillit verði tekið til gildismats kvenna og reynslu við ákvarð- anir í bæjarmálum. Þess vegna býður Kvennalistinn nú fram á Akureyri. Kvennalistinn er grasrótarhreyfing, sem stendur vörð um hagsmuni kvenna og barna. Konum er ekkert óviðkomandi og Kvennalistinn hefur mótað sér stefnu í öllum helstu málaflokkum með því að líta þá augum kvenna. Sérstök áhersla er lögð á hagsmunamál kvenna og barna, friðar- og umhverfismál og þær vinnuað- ferðir að dreifa valdi og ábyrgð. Stórt skref var stigið nýlega með samþykkt jafnréttisáætlunar fyrir Akureyrar- bæ. En konur mega ekki sofna á verðinum, heldur knýja á um að áætluninni verði framfylgt, þannig að markvisst verði reynt að leiðrétta það misrétti kynj- anna sem ríkir hvarvetna. Vald bæjarstjórnar er komið frá bæjarbúum. Þess vegna er sjálfsögð skylda bæjarstjórnar að kanna sem best hug íbúa til mikilvægra mála, t.d. með opnum fundum um bæjarmál og bættri aðstöðu til að fylgjast með störfum bæjarstjórnar. Bæjarstjórn á að setja sér markmið í uphafi kjörtímabils eins konar fram- kvæmdaáætlun, sem verði endurskoðuð árlega við gerð fjárhagsáætlunar. Slík áætlun myndi gera starf ráða og nefnda mun markvissara og stuðla að því að fjármunir nýttust betur. Atvinnumál Að undanförnu hefur orðið mikill samdráttur í atvinnulífi á Akureyri og tala atvinnulausra hefur ekki verið hærri síðan skráning hófst. Samkvæmt Svæðis- skipulagi Eyjarfjarðar frá árinu 1986 var gert ráð fyrir að störfum á Eyjafjarðar- svæðinu fjölgaði um 800-1800 til ársins 2005, samkvæmt þeim forsendum sem þá lágu fyrir. Jafnfram er áætlað að störfum þurfi að fjölga um 3000 á þessu tímabili til að mæta auknum íbúafjölda og er þá ekki tekið tillit til þess að konur vinna æ meira utan heimilis. Það er því greinilega brýnna en nokkru sinni að gera átak á átak ofan til þess að til verði nýjar atvinnugreinar á þessu svæði, ný fyrirtæki og ný störf. Við teljum að hlutverk Akureyrarbæjar í atvinnumálum sé að leita nýrra leiða með athugunum og rannsóknum og skapa nauðsynlegar forsendur til að fjölbreytt atvinnulíf geti blómgast í bænum. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar h.f. þarf að geta sinnt hlutverki sínu og metið arðsemi og grundvöll til að framkvæma nýjar hug- myndir sem verða til hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Efla þarf Háskólann á Akureyri, útibú Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og aðrar hliðstæðar stofn- anir. Það er mikilvægt að litið verði á Eyjafjarðarsvæðið sem eina heild við uppbyggingu atvinnuveganna. Það er eindregin skoðun okkar að stóriðja við Eyjafjörð sé ekki hentug leið í atvinnumálum. Við viljum að lögð verði áhersla á að byggja upp og efla al- mennan iðnað sem byggir á því sem fyrir er og notar heimafengin aðföng, þ.e. hráefni frá sjávarútvegi og landbúnaði. Stuðla þarf að vandaðri vinnu með ó- mengað hráefni sem verði fullunnið hér. í því skyni þarf að efla rannsóknir á hráefni til matvælaframleiðslu. íslendingar eru fyrst og fremst matvælaframleið- endur og eiga ýmsa ónýtta möguleika á því sviði, þar sem taka ber mið af vaxandi kröfum um heilnæma framleiðslu. Við álítum mikilvægt að efla Akureyri sem miðstöð viðskipta og þjónustu fyrir Norðurland, svo hér verði raunverulegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Þess vegna ber að vinna að því að ríkisstofnanir eða útibú þeirra verði flutt til Akureyrar. Fatlaðir eru sá hópur sem oftast verður útundan í atvinnumálum. Tryggja þarf rekstur verndaðra vinnustaða og að öryrkjar sem þess óska geti fengið vinnu við sitt hæfi á almennum vinnustöðum. Við viljum að bærinn gangi á undan með góðu fordæmi og ráði fólk með skerta starfsorku á sína vinnustaði. Við fögnum því að ráðinn hefur verið sérstakur starfsmaður til að vinna við atvinnuleit fatlaðra. Kjaramál Kvennalistinn viðurkennir ekki það verðmætamat sem lagt er til grundvallar þeg- ar laun kvenna eru ákveðin. Þrátt fyrir stóraukna menntun kvenna eykst launa- munur milli kynja í öllum starfsgreinum. Störf kvenna eru vanmetin og konum markvisst haldið utan við áhrifastöður. Því er það enn sem fyrr krafa Kvennalist- ans að dagvinnulaun nægi til framfærslu, án þess að styrkir eins og láglaunabætur þurfi að koma til. Tryggja þarf atvinnulýðræði innan stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarins, þannig að allt starfsfólk eigi kost á að fylgjast með og hafa áhrif á ákvarðanatöku. Endurmeta þarf þau störf sem lúta að uppeldi og umönnun, vegna þess að þau eru ein mikilvægustu störfin í þjóðfélaginu. Þau byggjast að verulegu leyti á vinnu kvenna sem er almennt vanmetin og illa launuð, þar sem annars staðar. Starfsfólk bæjarins þarf að eiga kost á fræðslu í vinnutíma, um almenn réttindi og skyldur meðal bæjarstarfsmanna. Alltof margt fólk er sér ekki meðvitað um það sem er að gerast í kjarabaráttunni og um réttindi sín. Jafnframt verði starfs- fólki gefinn kostur á endurmenntun og símenntun, sem leið til bættra launakjara. Kvennalistinn telur að Akureyrarbær eigi að gefa starfsfólki sínu kost á sveigj- anlegum vinnutíma, t.d. til þæginda fyrir barnafólk. Bæði karlar og konur ættu að eiga kost á því að vera í hálfri stöðu. Fæðingarorlof þarf að lengja úr 6 mánuðum í 12 mánuði, til þess að foreldrar geti annast börn sín á þessum þýðingarmikla mótunartíma. Mikilvægt er að boðið sé upp á sveigjanleika, t.d. þannig að hægt sé að nota hluta fæðingarorlofs til að vera í hálfu starfi um tíma í stað fulls starfs. Lífeyrissjóðsgjald ætti að greiða fyrir bæjarstarfsmenn í fæðingarorlofi. í starfsmatsnefnd og kjarasamninganefnd á vegum Akureyrarbæjar skal skipa í samræmi við kynjahlutfall bæjarstarfsmanna. Núverandi ástand er alls óviðun- andi þar sem hjá STAK eru á skrá 429 konur (2/3) og 213 karlar (1/3), en í starfsmatsnefnd eru 4 karlar og 1 kona og í kjarasaminganefnd eru 3 karlar og 2 konur. Skólamál Verulegra umbóta er þörf í skólamálum bæjarins. Auka þarf umræðu um innra starf og markmið skóla og auka samvinnu milli þeirra og heimilanna. Einnig þarf að auka samræmingu og samvinnu milli skóla á öllum skólastigum. Grunnskólar. Kvennalistinn vill að skólum bæjarins verði sköpuð skilyrði til að uppfylla þær skyldur sem grunnskólalögin kveða á um. Skólinn á að sinna hverjum einstaklingi í samræmi við þroska hans og þarfir. Mikil þörf er á að jafna aðstöðu nemenda hvað varðar skólasöfn, kennslutæki, aðstöðu til stuðnings- og sérkennslu, íþróttaaðstöðu og útivistarsvæði. Til þess að ytri búnaður skólanna nýtist sem best þurfa að verða verulegar breytingar á innra starfi þeirra. Skólar eru of fjölmennir, bekkir of stórir og auka þarf sveigjanleika í kennslu. Við teljum að nám verði eðlilegra og árangursríkara ef nemendur geta stundað það með þeim hraða sem þeim hentar. Afar mikilvægt er aðskólar séu ekki fjölmennari en svo að persónuleg tengsl myndist milli kennara, nemenda og foreldra. Kvennalistinn telur brýnt að skólum sé valinn staður þannig að börn þurfi ekki yfir stórar umferðargötur á leið til þeirra. Samfelldur skólatími, einsetinn skóli, fleiri skóladagheimili og mötuneyti í skólum eru afar brýn mál þar sem algengt er að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag utan heimilis. Framhaldsskólar. Mikilvægt er að Akureyrarbær beiti sér fyrir að bætt verði úr húsnæðisvandræðum framhaldsskólanema með byggingu heimavista. Auka þarf og bæta fullorðinsfræðslu. Hægt þarf að vera að leggja stund á verklegar jafnt sem bóklegar greinar. Nauðsynlegt er að meta starfsreynslu á sambærilegan hátt og próf við inntöku í framhaldsskóla. 4 — KVENNALISTINN

x

Kvennalistinn á Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Akureyri
https://timarit.is/publication/1233

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.