Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 5

Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 5
Félagsmál Fjölskyldan. Fjölskyldan er mikilvægasta eining þjóðfélagsins, vegna þess hve veigamiklu hlutverki hún gegnir. Hún sér samfélaginu fyrir nýjum þegnum, ann- ast uppeldi þeirra og sinnir andlegri og líkamlegri velferð þeirra á hverjum tíma. Það skiptir meginmáli að fjölskyldunni séu sköpuð skilyrði til að geta sinnt þessu hlutverki. Konur hafa verið burðarásaf fjölskyldulífsins og í seinni tíð hafa þær einnig aðxlað aukna ábyrgð utan heimilis. Meirihluti kvenna býr því við margfalt álag. Lág laun, langur vinnutími, fjarvistir foreldra frá heimili og skortur á öryggi barna veldur aukinni streitu og álagi á alla fjölskylduna. Heilbrigði fjölskyldunnar ræðst því að stærstum hluta af þeim aðstæðum sem stjórnvöld búa henni. Bæta þarf forsendur og auka fyrirbyggjandi aðgerðir sem stuðla að heilbrigði fjölskyld- unnar. Þannig má draga úr sívaxandi rekstrarkostnaði heilbrigðisþjónustunnar, sem í of ríkum mæli er dýr viðgerðaþjónusta. Uppeldis- og dagvistamál. Geysileg mótsögn er í viðhorfum til barna í þjóðfé- laginu. Sjálfsagt þykir að fólk eignist börn og samfélagið er reiðubúið til að leggja í mikinn kostnað til þess að hjálpa fölki að eignast börn, t.d. með glasafrjó- gvunum. En þegar þau eru fædd má segja að þjóðfélagið sé þeim fjandsamlegt. Nú er í auknum mæli talað um almenna vanrækslu íslendinga á börnum sínum. Þá er til dæmis átt við að börn þurfa ung að árum að bera ábyrgð á sjálfum sér í óhóflegum mæli og foreldrar sem vinna utan heimilis búa allt of margir við stöðuga óvissu um öryggi barna sinna. Þessu verður að linna. Kvennalistinn vill beita sér fyrir aukinni og bættri þáttöku samfélagsins í upp- eldi barna og jafnri foreldraábyrgð. Við verðum að gera foreldrum kleift að sinna betur þörfum barna sinna og það þarf að auka öryggi barna á öllum aldri. Fæðingarorlof þarf að lengja í tólf mánuði. Öll börn þurfa að eiga völ á dagvistun frá 6 mánaða aldri, óháð atvinnuþátt- töku, efnahag og hjúskaparstöðu foreldra. Vistun á einkaheimilum skapar oft öryggisleysi meðal annars vegna tíðra vistaskipta. Dagvistarheimili eru uppeldis- stofnanir þar sem fram fer uppeldisstarf sem byggt er á faglegri þekkingu starfsfólks. Unglingar. Slæmur aðbúnaður fjölskyldna kemur ekki síst niður á unglingum og fjöldi þeirra á í miklum erfiðleikum af persónulegum og félagslegum ástæðum. Það er sjálfsögð skylda samfélagsins að veita unglingum í vanda raunhæfa aðstoð. Leggja ber megináherslu á fyrirbyggjandi starf með börnum og ung- lingum. Með því er ekki aðeins stuðlað að farsælu lífi einstaklingsins, heldur oft spöruð dýr úrræði seinna meir. Ungt fólk. Mikilvægt er að sérstakt átak verði gert í að afla upplýsinga um félagslega og efnahagslega stöðu ungs fólks á Akureyri. Slíkar upplýsingar má nota til að koma til móts við óskir og þarfir þessa hóps, t.d. í menntunar- og húsnæðismálum. Aldraðir. Öldruðum skal gert kleift að dveljast sem lengst á heimilum sínum. Þess vegna þarf að anna eftirspurn aldraðra eftir allri heimaþjónustu, þ.e. heimilis- þjónustu, heimahjúkrun, dagvistun og endurhæfingu og hjúkrunar- og sjúkra- húsvist þegar með þarf. Húsnæði. Húsnæðismál eru erfið, einkum fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar, og þar eru konur í meirhluta. Leiguhúsnæði á frjálsum markaði er af skornum skammti, óöruggt og dýrt og mikill skortur er á húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Nauðsynlegt er að allir eigi kost á húsnæði á þeim kjörum sem henta hverjum og einum. Akureyrarbær hafi forgöngu um aukna byggingu félagslegra íbúða, svo sem leigu-, kaupleigu- og búseturéttaríbúða. Tómstunda- og menningarmál Hlutverk bæjarins er að skapa öllum íbúum aðstöðu til tómstundaiðkana og til að njóta menningarviðburða. Allir aldurshópar hafa sínar óskir í þessum efnum, en mikilvægt er þó að fólk á ólíkum aldri geti notið frístunda saman. I streitu- samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hvetja fólk til að gefa sér tóm til að njóta lista, stunda íþróttir og útivist. A Akureyri er engin menningar- eða félgsmiðstöð sem þjónar öllum bæjarbú- um. aðstaða til tónleikahalds er bágborin og myndlistin er hálfgerð hornreka. Akureyringar þurfa að eignast hús sem getur hýst allar tegundir listviðburða. Unglingar hafa þörf fyrir að vera útaf fyrir sig og ber að virða það. Þau eiga að hafa aðgang að félagsstarfi sem er í senn skemmtilegt og hvetjandi. Dynheimar eru safnstaður fyrir unglinga úr öllum bænum en auk þeirra þarf félagsmiðstöðvar í öll skólahverfi í tengslum við skólana. Slíkir staðir ættu einnig að nýtast öðrum íbúum. Almenningsíþróttir. Það er hverjum manni hollt að hreyfa sig og rækta líkam- ann. Slíkt kemur í veg fyrir marga kvilla sem hrjáir nútímamanninn. Það er hlutverk bæjarins að sjá almenningi fyrir aðstöðu til stunda íþróttir og útivist. Allir bæjarbúar, óháð aldri,kyni eða fjárhag eiga að hafa jafnan aðgang að útivistar- og íþróttasvæðum í eigu bæjarins, hvort sem þeir óska að stunda íþróttir innan eða utan vébanda íþróttafélaga. Skapa þarf aðstöðu fyrir fatlaða til að stunda sem flestar íþróttir. Bærinn á að sinna þessum hópi sérstaklega með því að kynna þeim nýjar leiðir og útvega leiðbeinendur. Keppnisíþróttir. í hópíþróttum hefur það viðgengist að karlar gangi fyrir kon- um í allri ummönnun, aðbúnaði og fyrirgreiðslu sem íþróttafélögin veita félögum sínum. íþrótta- og æskulýðsfélög fá styrki frá bænum og ráðstafa þeim að vild. Það ber að setja það skilyrði fyrir styrkveitingum til þessara félaga að þau geri stúlkum og drengjum jafnhátt undir höfði og helmingur styrksins fari til að efla kvennaíþróttir. Félögi geri grein fyrir því hvernig þau hafa varið þeim fjármunum sem þau fá úr bæjarsjóði. Skipulags og umhverfísmál Við skipulagningu byggðar á að taka fullt tillit til náttúrulegra aðstæðna. Leitast skal við að varðveita náttúruleg sérkenni bæjarlandsins og móta byggð út frá þeim. íbúar bæjarins eiga að hafa möguleika til að hafa áhrif á skipulag meðan það er í mótun. Við skipulagningu nýrra íbúðahverfa skal hafa manneskjuna og þarfir hennar í fyrirrúmi. í öllum hverfum eiga að vera vel búin leik- og útivistarsvæði fyrir íbúa á öllum aldri. í íbúðahverfum á gangandi umferð og akandi að vera aðskilin eins og hægt er, og gangandi vegfarendur eiga að hafa forgang. Öryggi gangandi vegfarenda skal tryggt eins og unnt er og hugað sérstaklega að gönguleiðum til og frá skólum og öðrum fjölsóttum stöðum. Almenningssamgöngur þarf að bæta, m.a. í því skyni að draga úr umferð og mengun af völdum einkabíla. Eldri hverfi bæjarins þurfa aðhlynningu, en við uppbyggingu og endurskipu- lagningu þeirra skal sérstaklega gætt að þeim verðmætum sem falin eru í gamalli byggð, gróðri, náttúrulegum og sögulegum minjum. Hver bæjarhluti hefur sín sérkenni sem leitast skal við að varðveita. Miðbærinn á Akureyri er andlit bæjarins og verður ávallt miðstöð verslunar og þjónustu en einnig er nauðsynlegt að veita góða þjónustu í íbúðahverfum. Akureyri er ferðamannabær og leiðir flestra sem koma til bæjarins liggja um miðbæinn. Því skal kappkosta að gera hann aðlaðandi og þægilegan. Þess vegna þarf að opna þar almenningssalerni á nýjan leik. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir mengun af völdum úrgangs, það er skammsýni að urða allt sorp, komandi kynslóðir geta þurft að gjalda þess. Endur- skoða þarf strax sorpmál bæjarins til að draga úr mengun og taka upp flokkun sorps til endurvinnslu. í nútímasafmélagi er mikilvægt að skapa fólki aðstöðu til að stunda útivist og íþróttir. Ánægjulegt er hve vel er staðið að útivistarsvæðum bæjarins og má þar sérstaklega nefna Kjarnaskóg og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Nauðsynlegl er að halda áfram á sömu braut og fjölga svæðum sem ætluð eru til útivistar fyrir almenning. Heilbrigðis- og öryggismál Kvennalistinn tekur undir með Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO), sem setti sér markið ,,HeiIbrigði fyrir alla árið 2000“. í því felst andleg, líkamleg og félags- leg vellíðan. Til að ná þessu marki þarf að efla fyrirbyggjandi starf og vinna enn markvissara að því en áður að leita uppi áhættuhópa. Þann 1. janúar 1990 tóku gildi lög um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, sem hafði þau áhrif að ríkið sér um rekstur heilsugæslustöðva og síðar á árinu einnig sjúkrahúsa, en þrátt fyrir það á Akureyrarbær fulltrúa í stjórnum þessara stofnana hér í bæ. Kvennalistinn leggur sérstaka áherslu á bætta þjónustu við konur og börn. Öllum þáttum eftirlits fyrir verðandi mæður þarf að vera hægt að sinna hér í bænum, þar með töldum legvatnsástungum. Bæta þarf aðstöðu kvensjúkdóma- og fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins. Barnadeildin býr við þröngan kost og þarf að gera bragarbót þar á. Einnig þarf að auka geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga. Aldraðir langlegusjúklingar sem þurfa mikla umönnum verða að eiga kost á þjónustu á sérstökum hjúkrunardeildum fyrir aldraða, en eins og er dreifist hluti þessarar þjónustu á margar deildir FSA, jafnvel þær sem veita bráðaþjón- ustu. Þessu þarf að breyta. Kvennalistinn styður þá stefnu sem mörkuð hefur verið í öldrunarmálum Akureyrarbæjar, að öldruðum sé gert kleift að dvelja sem lengst í heimahúsum og þess vegna þarf að vera nægilegt framboð á hvers konar heimaþjónustu. Einnig þarf að tryggja öryggi aldraðra í heimahúsum, t.d. með svokölluðu öryggishnappakerfi. Heilsugæslustöðin á Akureyri er sú stærsta á landinu og þjónar íbúum Akureyr- ar og nágrennis. Stöðinni hafa verið falin sífellt umfangsmeiri verkefni og nauð- synlegt er að henni sé tryggí nægilegt rekstrarfé til að sinna þeim. Kvennalistinn vill að tekin verð upp heimahlynning sem gerði dauðvona sjúklingum kleift að dveljast heima. Stefna skal að því að byggja nýja heilsugæslustöð, vegna þeirra mörgu annmarka sem eru á núverandi húsnæði stöðvarinnar og einnig að rísi sérstök heilsugæslustöð í Glerárhverfi. Kvennalistinn leggur áherslu á að slökkvilið bæjarins sé þannig staðsett og búið tækjakosti að það geti sinnt eldvörnum, slökkvistarfi og sjúkraflutningum á þann hátt að öryggi bæjarbúa sé sem best borgið. KVENNALISTINN - 5

x

Kvennalistinn á Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Akureyri
https://timarit.is/publication/1233

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.