Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 7

Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 7
Sigurlaug B. Arngrímsdóttir: Líknaimeðferð Hin síðari ár hefur umræða um viðhorf og umönnun dauðvona sjúklinga aukist mjög meðal starfs- fólks heilbrigðisstétta og almenn- ings. Erlendis hafa risið sérstakar stofnanir eða deildir sem þjóna eingöngu dauðvona sjúklingum. Ástæður þessarar þróunar eru margar. Það að eitt sinn skal hver deyja vitum við öll og er eðlilegur hluti af lífinu. sem oft er erfitt að skilja. Vegna þeirrar þjóðfélags- breytingar sem orðin er, deyr fólk sjaldnast í heimahúsi eins og oft var hér á landi áður fyrr. Stofnanir og starfsfþlk hefur tekið að sér um- önnun fólks sem er að lifa sína síð- ustu daga, mánuði eða ár. Líknar- meðferð bvggist á ákveðnum við- horfum um hvernig skuli með- höndla, annast og umgangast dauðvona fólk. Með líknarmeðferð er átt við heildræna meðferð sjúkl- inga og aðstandenda þeirra, sem felur í sér m.a.: a) markvissa einkenna meðferð samkvæmt nvjustu þekkingu á hverjum tíma. Sigurlaug B. Arngrímsdóttir. b) andlega. félagslega og trúarlega umönnun. c) stuðning til að takast á við sjúkdóm og sorg fyrir og eftir missi ástvinar. d) stuðning til að sjúklingur geti dvalið á eigin heimili ef hann óskar og aðstæður leyfa, þannig að hann geti tekið sem virkastan þátt í lífinu þrátt fyrir sjúkdóm og yfirvofandi dauða, e) friðsælan dauðdaga með virð- ingu og reisn, f) stuðning við starfsfólk er annast skjólstæðinga. (Úr starfsreglum fyrir Ráðgjafanefnd um Líkn.) Flestir þeir sem hafa hugleitt þessi mál eða kynnst þeim af eigin raun vita hve mikilvægt það er hvernig dauðvona fólki og að- standendum þeirra er sinnt við þessar erfiðu aðstæður. Mikill áhugi er hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu að geta veitt góða þjónustu í anda líknarmeð- ferðar, en grundvöllur þess er að geta annast dauðvona sjúklinga í heimahúsi þegar þeir velja að dvelja heima í styttri eða lengri tíma. Til að slíkt sé framkvæman- legt þarf að fá stöðu fyrir heima- hlvnningu við Heilsugæslustöðina. Frá Hitaveitu Akureyrar vegna rafhitaðs húsnæðis Hitaveitan vill minna á afslátt sem veittur er á orkugjöldum þeirra er breyta úr rafhitun í hitaveituhitun. Sérstaklega vill hitaveitan benda á aö því fyrr sem tengst er hitaveitunni, þeim mun meiri veröur heildarafslátturinn. Einnig er bent á aö húsnæðisstofnun veitir hagstæð lán til framkvæmda þegar breytt er úr rafhitun í hitaveituhitun. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b. Sími 22105. BS-nám í búvísindum Við Hvanneyrarskóla í Borgarfirði er boðið upp á 3 ára (90 eininga) nám í búfræði á háskólastigi. Námið: Miðast við þarfir þeirra kvenna og karla, er vilja búa sig undir að stunda ráðgjöf, kennslu og rannsóknir í ýmsum greinum landbúnaðar, eða annast önnur ábyrgðar- og stjórnunarstörf í þágu hans. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærilegt framhaldsnám, svo og búfræðipróf, er stúdentar geta lokið á einu ári. Viðfangsefni: Undirstöðunám í líf- og efnafræði landbúnaðar, hagfræði og aðferðafræðum. Fræði- legt og hagnýtt nám í jarðyrkju, gróðurrækt og landnýtingu, fóðurfræði og fóðuröflun, landbún- aðartækni og hinum ýmsu greinum búfjárræktar, svo sem nautgripa-, sauðfjár- og hrossarækt, fisk- og loðdýrarækt, alifugla- og svínarækt. Rekstrar- fræði, markaösfræði og bústjórn. Fjórðaársnám: Nemendum gefst kostur á viðbót- arnámi; sérhæfðu 30 eininga námi og rannsóknar- þjálfun, sem skipulagt er við búvísindadeild (BS 120). Aðstaða: Nemendagarðar og heimavist, fjölbreytt- ur búrekstur og tilraunir í jarðrækt og búfjárrækt, nábýli við aðrar búfræðistofnanir, rannsóknastof- ur, gróðurhús og bókasafn. Leikskóli og grunnskóli er á staðnum; 14 km í næsta kaupstað. Umsóknir: Sendist til skólastjóra Hvanneyrarskóla. Þeir sem hyggjast hefja nám við deildina nú í haust (15. sept.) skulu senda skriflegar umsóknir sínar fyrir 10. júní nk. studdar nauðsynlegum prófskír- teinum. Allar nánari upplýsingar um búvísinda- námið eru veittar á Hvanneyri. Bændaskólinn á Hvanneyri - búvísindadeild 311 - Borgarnesi - sími 93-70000 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Lausar eru til umsóknar fastar stöður og afleys- ingastöður HJÚKRUNARFRÆÐINGA á: Barnadeild. Handlækningadeild, Gjörgæsludeild, Skurð- og svæfingadeild, Lyfjadeild, Geðdeild. Byrjunartími: Strax eða eftir samkomulagi. Aðiögun: Deildarbundnar aðlögunaráætlanir. Boðið er upp á einstaklingsbundnar brautir fyrsta starfsárið. Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmdastjórar, Svava Aradóttir og Sonja Sveinsdóttir, alla virka daga á milli kl. 13.00 og 14.00 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Laus er til umsóknar ein staða trésmiðs á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Staðan veitist frá 1. júní n.k. Nánari upplýsingar um nám og fyrri störf, sendist Halldóri Jónssyni fram- kvæmdastjóra fyrir 20. maí n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu Auglýsing um utankjörfundar- atkvæðagreiðslu Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitar- stjórnarkosninga 26. maí 1990 hófst 31. mars sl. Kosið er á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæð, alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma frá kl. 9:30 til kl. 12:00 og kl. 13:00 til kl. 15:30 svo og kl. 17:00 til 19:00 og kl. 20:00 til kl. 22:00. Laugardaga og sunnudaga kl. 13:00 til kl. 16:00 svo og 24, maí (uppstigningardag). Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu Dalvík er kosið kl. 16:00-18:00 alla virka daga svo og kl. 11:00-12:00 á laugardögum svo og á öðrum tímum eftir samkomulagi við Gíslínu Gísladóttur, fulltrúa á Dalvík. Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi við þá. Kjósendur eru sérstaklega hvattir til að nota tímann utan hins venjulega skrifstofutíma, því þá má vænta skjótari þjónustu. Akureyri 5. maí 1990. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu blaðsins MOL& SANDUR HF. v/Súluveg Pósthólf 618 - Akureyri Sími (96)21255 Bólstrun Björns Sveinssonar Geislagötu 1, sími 25322. Akureyringar! Munið sameiginlega framboðsfundinn föstudagskvöldið 18. maí í Alþýðuhúsinu kl. 20.30. KVENNALISTINN - 7

x

Kvennalistinn á Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Akureyri
https://timarit.is/publication/1233

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.