Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 8
Frá kosningastjórn Kosningaskrifstofa Kvennalistans er í Brekkugötu 1, 2. hæð. Hún er opin alla virka daga milli kl. 16 og 18. Síminn er 96-11040. Kosningasjóður hefur ávísanareikning nr. 110 í Spari- sjóði Glæsibæjarhrepps, Brekkugötu 1. Kosningastýra er Vilborg Traustadóttir. Akureyringar Lítið inn þegar þið eigið leið um miðbæinn. Kynnið ykkur stefnuskrá Kvennalistans í bæjarmálum og tjáið ykkur um það sem ykkur liggur á hjarta um málefni bæjarins. Kosn- ingastýra skipuleggur sérstaka viðtalstíma við frambjóð- endur ef óskað er, einnig vinnustaðafundi. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni. Öll aðstoð við utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu er veitt þar. Við erum hressar og kátar á vordögum en tökum með þökkum öllum vinnufúsum höndum í kosningabaráttunni. Málmfríður Sigurðardóttir: Eiga konur eríndi í bæjarstióm? Enn á ný kveða konur sér hljóðs við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri. Á vordögum 1982 komu konur á Akureyri fram á sjónarsviðið við kosningar til bæjarstjórnar til að láta raddir og skoðanir kvenna Málmfríður Sigurðardóttir. heyrast. Konur vildu annað gildis- mat en það sem ríkti. Þær vildu draga aðstæður kvenna fram í dagsljósið, gagnrýna aðbúð barna, unglinga og gamalmenna og koma með tillögur til úrbóta. Konur vildu aðra forgangsröð en þeir sem setja steinsteypubákn, glerhallir og bruðl ofar mannlegum verðmæt- um. Konur spurðu: Fyrir hverja er þetta þjóðfélag, í hvernig samfélagi viljum við lifa? Konur vildu setja velferð fólks í öndvegi og koma konum að til að það mætti takast. Konur vildu berjast gegn ógnar- valdi efnishyggjunnar og byrjun þess var að komast að í sveitar- stjórnunum, því þar er fjallað um nánasta umhverfi okkar allra og tekið á þáttum sem móta lífskjör og aðstæður kvenna á margvíslegan hátt — svo sem aðbúnaði barna, fyrirkomulagi í skólamálum, þjón- ustu við aldraða, húsnæðismálum. launakjörum kvenna og atvinnu- málum. Allt eru þetta mál sem konur varðar. Konur hafa sannarlega lært margt á þeim árum sem liðin eru síðan þær fóru í framboð. Við höf- um lært að ekki er einhlítt að treysta á samstöðu kvenna innan sveitar- og bæjarstjórna. Flokks- hollusta ræður oft þó að hagsmunir kvenna séu í húfi. Við höfum lært að kerfið er þungt í vöfum, þyngra en við héldum, og oft er það án miskunnar. Við höfum lært að þrek og þrautseigju þarf til að starfa í sveitarstjórnum, en við höfum líka iært að það skiptir máli að við séum þar. Við náum fram einstöku mál- um, raddir koma fram sem annars myndu ekki heyrast. karlasjónar- miðin eru undir stöðugri gagnrýni og með tímanum hefur það áhrif. Okkur miðar fram á veg. Jafnrétti kvenna og karla er lög- boðið í landi okkar og margir virð- ast álíta að það ríki i raun. En jafn- rétti er aðeins í orði — ekki á borði. Launastefnan í þjóðfélaginu veldur því að fjölskyldan þarf tvær fyrirvinnur, ekki síst ef menn gerast svo djarfir að vilja eiga þak yfir höfuðið. Flestar konur eru nauð- beygðar til að vinna utan heimilis, þær eiga ekkert val. Kynskiptur vinnumarkaður er staðreynd og þar eru kvennastörfin metin til lægri launa en störf karla. Aðstaða kvenna til vinnu utan heimilis er mun lakari en karla, enn eru það þær sem bera ábyrgð á börnum og fjölskyldulífi. Skortur á dagvistum og sundurslitinn skóla- dagur veldur útivinnandi konum ómældum erfiðleikum og hugar- angri — en bitnar þó hvað harðast á börnunum. f þessum efnum ríkir ekkert jafnrétti. Nú hefur ríkt samdráttarskeið, sumir segja kreppa. Á hverjum bitnar það harðast nema konum? Atvinnúleysi á landinu er allt að helmingi meira meðal kvenna en karla. Þess vegna lagði þingflokkur Kvennalistans fram frumvarp á Alþingi í vetur,' að tilhlutan Kvennalistans á Akureyri, um að stofnuð yrði sérstök deild með 200 m.kr. framlagi við útibú Byggða- stofnunar á Akureyri til að veita ráðgjöf og aðstoða við atvinnu- uppbyggingu fyrir konur. Minna má á að eitt atvinnutækifæri í álveri er talið kosta um 200 m.kr., en fyrir viðlíka upphæð er líklegt að leysa mætti úr atvinnuþörf fjölda kvenna. Þetta frumvarp hlýturekki náð fyrir augum ráðamanna sem telja að með því sé verið að draga fólk í dilka eftir kynjum. Þeir hafna þeirri staðreynd að vinnumarkað- urinn er kynskiptur og þar standa konur höllum fæti. Úrræði stjórn- valda í atvinnumálum miðast nær eingöngu við þarfir karla þótt kon- ur séu engu síður í fyrirvinnuhlut- verkinu en þeir. Er ekki full ástæða fyrir konur að vekja athygli á hugarfarinu sem liggur að baki umræðunni um virkjanir og stóriðju, skilningsleys- inu á atvinnuþörf kvenna, virðing- arleysinu fyrir náttúrufari lands okkar og þeim gæðum sem það býr yfir? Konur mega ekki láta deigan síga í baráttunni gegn þessum úr- eltu viðhorfum. Þess vegna eiga konur fullt erindi i bæjarstjórn á Akureyri. Þar, eins og annars staðar, verða þær að standa saman og berjast fyrir því að fá einhverju ráðið um aðbúnað og lífskjör sín og sinna. Berjast fyrir því að öll mál séu skoðuð frá sjón- arhóli kvenna — að rök kvenna heyrist — að raddir þeirra heyrist. Enn á ný verða þær að greina sam- félagið sem við búum í, benda á kosti þess og galla og lýsa fyrir öðrum því þjóðfélagi sem þær vilja sjá — þjóðfélagi sem hverfur frá rányrkju, mengun og landeyðingu en byggir á jafnvægi milli nýtingar og náttúru, þjóðfélagi sem metur af sanngirni vinnuframlag kvenna og launar þeim samkvæmt því. Þjóð- félagi sem hlúir að fjölskyldulífi og börnum og býr þeim þroskavænleg skilyrði. Að þannig þjóðfélagi vilja konur vinna. Kvennalistinn vill að Akureyrarbær hvetji fyrirtæki í frumvinnslugreinum til að full- vinna hráefni sitt til útflutnings og veiti að- stoð í markaðsmálum. AKUREYRARBÆR Skólagarðar Skráning 10,11 og 12 ára unglinga (árgangar ’78, '79 og ’8o) sem vilja nýta sér aðstöðu í skólagörðum bæjarins á komandi sumri hefst miðvikudaginn 2. maí. Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni Gránu- félagsgötu 4, (sími 24169) frá kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga. Vinsamlegast hafið tiltækar kennitölur umsækjenda og framfæranda við innritun. Skráningu lýkur föstudaginn 18. maí. Umhverfisstjóri. Unglingavinna Skráning 13,14 og 15 ára unglinga (árgangur '75, ’76 og ’77) sem óska eftir sumarvinnu hefst miðvikudaginn 2. maí. Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni Gránu- félagsgötu 4, sími 24169 frá kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga. Vinsamlegast hafið tiltækar kennitölur umsækjenda og framfæranda við innritun. Skráningu lýkur föstudaginn 18. maí. Umhverfisstjóri. Auglýsing um umferð á Akureyri Að gefnu tilefni er vakin athygli á eftirfarandi reglum um umferð í göngugötunni á Akureyri. öll umferð ökutækja um göngugötuna í Hafnarstræti er bönnuð, nema takmörkuð umferð vegna vörulosunar og flutnings á sjúklingum og hreyfihömluðum að og frá heilsugæslustofnunum. Aksturstefna er frá suðri til norðurs og til austurs sunnan Ráðhústorgs. Allar bifreiðastöður í göngugötunni eru bannaðar, nema fyrir hreyfihamlaða. Hámarkshraði fyrrgreindra ökutækja um göngugötuna er 10 km miðað við klukkustund. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. Lóðahirðing öldruðum og öryrkjum býðst aðstoð við hirðingu og siátt lóða á komandi sumri. Þeir sem vilja notfæra sér þessa þjónustu geta fengið nánari upplýsingar með því að hringja í síma 21281 alla virka daga milli kl. 10.30 og 12.00. Þeir sem hafa notið þjónustu áður og óska eftir henni áfram eru einnig beðnir að hafa samband. Æskilegt er að þantanir vegna sumarsins þerist fyrir 25. maí nk. öldrunardeild.

x

Kvennalistinn á Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Akureyri
https://timarit.is/publication/1233

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.