Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 6

Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 6
Elín Stephensen: Kjamalundur — heilsuhæli NLFA í Kjamaskógi Ýmislegt er rætt og ritað um at- vinnumál á Akureyri þessar vik- urnar. Ber þar hæst umræðu um álver og atvinnuleysi sem er gjarn- an sett þannig fram að skilja má að ef ekki fáist álver í Eyjafjörð muni verða hér atvinnuleysi um fyrirsjá- anlega framtíð. Ekki virðast aðrir möguleikar vera til í hugum þeirra sem hæst hafa haft. En er málið svona einfalt — verðum við að velja milli álvers og atvinnuleysis? Auðvitað ekki, hér er úr ýmsu að moða ef framsýni og kjark brestur ekki. í Kjarnaskógi stendur reisuleg bygging, Kjarnalundur, sem félag- ar í Náttúrulækningafélagi Akur- eyrar komu upp af miklum dugn- aði með stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Húsið er nú, tilbúið undir tréverk, metið á 80 milljónir og er skuldlaust með öllu. Nú hefur NLFA fengið Náttúrulækningafé- lag íslands til liðs við sig til að koma rekstri heilsuhælis á fót. Ætlunin er að í framtíðinni verði þarna 50 rúm fyrir bæklunarend- urhæfingu, gigtlækningar og of- fitumeðferð. Einnig er reiknað með göngudeild, m.a. til framhalds- þjónustu við útskrifaða dvalargesti. Stofnunin verður rekin í samvinnu við Heilsuhælið í Hveragerði, t.d. mun biðlisti verða sameiginlegur og sérþekking mun nýtast mjög vel. Þarna verður lögð áhersla á með- ferð sem tekur tillit til líkamlegra, andlegra og félagslegra þarfa gest- anna. Þeir verða studdir í að setja sér heilbrigðismarkmið og kenndar aðferðir til að ná þeim og viðhalda eftir að heim er komið. Náttúru- lækningar fela í sér viðleitni til að skapa heilbrigt samspil manns og umhverfis og fyrirbyggja þannig vanheilsu og sjúkdóma. Því eru náttúrulækningar líka heilsuvernd. Elín Stephensen. Árið 1976 lýsti þáverandi heil- brigðisráðherra vilja sínum til að heilsuhæli af þessum toga yrði rek- ið í Eyjafirði af einkaaðilum og heimilaði byggingu Kjarnalundar. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur gefið vilyrði fyrir að staður- inn komist inn á fjárlög árið 1991 að fenginni jákvæðri umsögn heil- brigðismálaráðs Eyjafjarðar. Það hafði ekki lýst skoðun sinni þegar þessi grein er rituð. Þörfin fyrir stað sem þennan er ótvíræð. Biðlisti Heilsuhælisins í Hveragerði telur að jafnaði um eitt þúsund manns svo ekki ætti að þurfa að kvíða verkefnaskorti í Kjarnalundi. Til þess að innrétta húsið er áætlað að þurfi um 75 milljónir króna. Slíkar upphæðir eiga félögin tvö ekki i fórum sínum og ekki er auðvelt að nota sömu aðferð við þann áfanga eins og það sem lokið er. Þess utan er lítið vit í að láta húsið standa autt, engum til gagns. Þarna þurfa fleiri aðilar að koma inn í dæmið og leggja til fjármagn ásamt eigendum, ýmist sem bein framlög eða í formi lána. Auðsætt virðist að Akureyrarbær er sá aðili sem stendur þetta næst. Þarna fá Akureyringar vinnu, fyrst við uppbyggingu og síðan sem starfsfólk heilsuhælisins. Einnig mun hælið kaupa ýmsa þjónustu af fyrirtækjum í bænum, s.s. þvotta og margvíslegt viðhald. Loks mun heilsuhæli af þessum toga verða eitt af því sem laðar fólk til Akur- eyrar ef vel tekst til. Augljóst er af ofansögðu að Kjarnalundur er eitt af þeim tæki- færum sem Akureyringum bjóðast til að auka fjölbreytni og fjölga at- vinnutækifærum í bænum. Með í pakkanum fylgir að vinnustaður sem þessi mengar ekki umhverfi sitt heldur stuðlar að betra jafnvægi í samspili manns og umhverfis og eykur þannig heilbrigði á fleiru en einu sviði. Ekki er ólíklegt að önnur sambærileg tækifæri bíði okkar á næsta horni ef við aðeins höfum augun opin en einblínum ekki á það sem stærst er og haft hæst um. Vonandi bera Akureyringar og Ev- firðingar allir gæfu til að grípa þessi tækifæri og láta ekki flokkadrætti og eiginhagsmunapot koma í veg fyrir að hér verði byggt upp fjöl- breytt atvinnulíf. Akureyri, 27. apríl, 1990 Heimild: Kjarnalundur : heilsulind NLFA og NLFÍ á Akureyri / Náttúrulækningafélag íslands. — Apríl, 1990. XV d n n i I r * i i •/. k . Uh Uj Ui Ui Új Uh hlj gerir k ei' 00 ten9|Q iÍndi«amk*mi tölvu fyrirtækisins beint við bankann. Án þess að fara i bankann er hægt að milli- færa af eigin reikningi á hvaða reikning sem er í hvaða banka sem er Þannig má grelða laun slarfsmanna, víxla, skuldabréf, alla gíróseðla og jafnframt hafa greiðan aðgang að upplýsingum um nýjustu stöðu i bankanum. M K-JB B«nkl allra tandsmann* M Landsbanki /://; íslands Kvennalistinn vill að ferða- þjónusta verði efld í atvinnu- lífi Akureyrarbæjar og ná- grennis og bærinn kynntur sem ferða- mannabær. Hér eru margir möguleikar, t.d. heilsuræktarhótel í Kjarnaskógi og skipu- lagðar orlofsbúðir innan bæjarmarkanna. A B D G V Þ Listi Alþýðuflokksins Listi Framsóknarflokksins Listi Sjálfstæöisflokksins Listi Alþýðubandalagsins Listi Samtaka um kvennalista Listi Þjóðarflokksins FRAMBOÐSLISTAR við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri 26. maí 1990 Gísli Bragi Hjartarson Hulda Eggertsdóttir Bjarni Kristjánsson Hanna Björg Jóhannesd. Sigurður Oddsson Edda Bolladóttir Þorsteinn Þorsteinsson Hermann R. Jónsson Valur Knútsson Ásdís Ólafsdóttir Jóhann Möller Unnur Björnsdóttir Snælaugur Stefánsson Pétur Bjarnason Gunnhildur Wæhle Óskar Þór Árnason Margrét Jónsdóttir Pétur Torfason Ingólfur Árnason Þorvaldur Jónsson Áslaug Einarsdóttir Freyr Ófeigsson Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Þórarinn E. Sveinsson Jakob Björnsson Kolbrún Þormóðsdóttir Sigfríður Þorsteinsdóttir Þorsteinn Sigurðsson Þóra Hjaltadóttir Ársæll Magnússon Stefán Vilhjálmsson Gunnhildur Þórhallsdóttir Páll H. Jónsson Björn Snæbjörnsson Sólveig Gunnarsdóttir Siguróli Kristjánsson Bragi V. Bergmann Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir Stefán Jónsson Guðmundur Stefánsson Ásgeir Arngrímsson Gísli Konráðsson Stefán Reykjalín Sigurður Jóhannesson Sigurður J. Sigurðsson Björn Jósef Arnviðarson Birna Sigurbjörnsdóftir Jón Kr. Sólnes Valgerður Hrólfsdóttir Hólmsteinn Hólmsteinsson Gunnar Jónsson Jón Már Héðinsson Þórunn Sigurbjörnsdóttir Ómar Pétursson Ásdís Loftsdóttir Erna Pétursdóttir Gunnlaugur Búi Sveinsson Sigurður Hannesson Þorsteinn Vilhelmsson Ása Helgadóttir Bjarni Jónsson Margrét Yngvadóttir Ólafur H. Oddsson Tómas Ingi Olrich Margrét Kristinsdóttir Gunnar Ragnars Sigríður Stefánsdóttir Heimir Ingimarsson Sigrún Syeinbjörnsdóttir Þröstur Ásmundsson Elín Kjartansdóttir Guðlaug Hermannsdóttir Hilmir Helgason Kristín Hjálmarsdóttir Hulda Harðardóttir Guðm. Ármann Sigurjónss. Guðmundur B. Friðfinnss. Hugrún Sigmundsdóttir Pétur Pétursson Bragi Halldórsson Kristín Aðalsteinsdóttir Kristinn Torfason Sigrún Jónsdóttir Kristján Hannesson Hrafnhildur Helgadóttir Ragnheiður Pálsdóttir Haraldur Bogason Einar Kristjánsson Valgerður Magnúsdóttir Sigurborg Daðadóttir Lára Ellingsen Hólmfríður Jónsdóttir Gunnhildur Bragadóttir Halldóra Haraldsdóttir Elín Stephensen Sigurlaug Arngrímsdóttir Elín Antonsdóttir Þorgerður Hauksdóttir Vilborg Traustadóttir Rannveig Guðnadóttir Guðrún Hallgrímsdóttir Ragna Finnsdóttir Aldís Lárusdóttir Olga Loftsdóttir Jónína Marteinsdóttir Hilda Torfadóttir Stefanía Arnórsdóttir Sigurlaug Skaítadóttir Guðný Gerður Gunnarsd. Valgerður H. Bjarnadóttir Valdimar Pétursson Oktavía Jóhannesdóttir Anna Kristveig Arnardóttir Tryggvi Marinósson Benedikt Sigurðarson Kolbeinn Arason Birna Laufdal Karl Steingrímsson Steinunn Sigvaldadóttir Hreinn Októ Karlsson Húnbogi Valsson Svava Birgisdóttir Bragi Snædal Jóhanna Valgeirsdóttir Hjördis Gunnþórsdóttir Stefán Jón Heiðarsson Rannveig Karlsdóttir Skarphéðinn Sigtryggsson Klara Geirsdóttir Kristján Hilmar Hákonars. Kristlaug Svavarsdóttir Pétur Valdimarsson Akureyri, 3. maí 1990. Yfirkjörstjórn Akureyrar: Ásgeir Pétur Ásgeirsson, Hallur Sigurbjörnsson, Haraldur Sigurðsson. 6 — KVENNALISTINN

x

Kvennalistinn á Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Akureyri
https://timarit.is/publication/1233

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.