Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 4
Formannspistill „Verðir heíLbrigðinnar“ Ásta Möller Þetta tölublað Tímarits lijúkrunarfræðinga er h'elgað heilsuvernd. í blaðinu eru birtar margar fróðlegar greinar er tengjast efninu og er in.a. birt skýrsla nefndar félagsins sem fjallar um stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um framtíðarskipan heilsuverndarmála í Reykjavík, en saga heilsuverndarmála í Reykjavík er nátengd sögu hjúkrunar á Islandi. Á undanförnum árum hefur ríkt óvissa um framtíðarskipan heilsuverndarmála í Reykjavík. Á síðastliðnum rúmum tveimur áratugum hefur verið byggt upp traust kerfi heilsugæslustöðva um allt land og er uppbyggingu kerfisins nánast lokið utan Reykjavíkur. Þetta kerfi heilsugæslustöðva í Reykjavík hefur að mestu tekið við hlutverki Heilsuverndarstöðvarinnar, en hún hóf starfsemi sína á árinu 1956. Uppbyggingu heilsugæslukerfisins í höfuðborginni er hins vegar ekki lokið. Heilsugæslustöðvar eru ekki starfandi fyrir íbúa Voga- og Heimahverfis og nokkrar stöðvar búa við óviðunandi húsakost. Ein af ástæðum þess hve illa hefur gengið að ljúka uppbyggingunni er að ekki hefur fengist niðurstaða í því hvernig eldra kerl'i heilsuverndar í Reykjavík, starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavfkur, skuli samræmast, aðlagast eða styðja starfsemi hins lögbundna kerfis heilsugæslu- stöðva. Ljóst er að Heilsuverndarstöðin hefur gegnt mikilvægu forystu- ráðgjafar- og samræmingarhlutverki í mörgum þáttum forvarna og heilsugæslu á landsvísu, þótt það hlutverk hafi ekki verið lögformlega viðurkennt. Meðan ekki er ljóst hver, hvar og hvernig þessu hlutverki verður sinnt, er ekki að vænta samstöðu um að leggja Heilsuverndarstöð Reykjavíkur niður í núverandi mynd. Starf hjúkrunarfræðinga er einn af burðarásum í heilsuverndar- og forvarnastarfi í landinu. Hjúkrunarfræðingar í heilsu- gæslu eru í þeirri einstæðu aðstöðu að hafa beinan aðgang að skjólstæðingum sínum á heimilum þeirra við ungbarna- og mæðravernd og heimahjúkrun, í skólum við skólaheilsugæslu og á vinnustöðum við vinnuvernd. Sú sérstaða hjúkrunarfræðinga að þeir liafa samskipti við skjólstæðinga sfna án þess að um sérstök vandamál sé að ræða gefur þeim dýrmæt tækifæri til forvarnastarfs. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að meta þörf skjólstæðinga sinna fyrir heilbrigðisþjónustu og liafa verið í fararbroddi varðandi skipulagningu og framkvæmd forvamastarfs á íslandi. Frumkvæði að uppbyggingu á heilsuverndarstarfi á íslandi kom frá hjúkrunarfræðingum. í grein Margrétar Guðmunds- dóttur, sagnfræðings „Verðir heilbrigðinnar - Hjúkrunarfélagið Líkn 1915-1935” sem birtist íSöguspegli, afmœlisriti Árbœjarsafns 1992, segir frá upphafi heilsuverndarstarfs í Reykjavík. Þar kemur fram að á árinu 1915, sama ár og konur fengu kosningarétt lil Alþingis, var Hjúkrunarfélagið Líkn stofnað. Þar stóð í fararbroddi Christophine Bjarnhéðinsson, hjúkrunarkona, en hún var dönsk og fyrsta menntaða hjúkrunarkonan á íslandi. Meginmarkmið hjúkmnarfélagsins Líknar voru tvö: Að beita sér fyrir því að efnalitlir sjúklingar í Reykjavík, sem ekki komust á sjúkrahús, gætu fengið faglega hjúkrun í heimahúsum endurgjaldslaust og að vinna að bættu heilsufari og heilsuvernd í Reykjavík. Heilbrigðisástand í Reykjavík var vægast sagt bágborið á þessum tíma, almennt heilsuspillandi vistarverur og óþrifnaður, skortur á mat, klæðum og efniviði til upphitunar húsa. Berklar voru landlægir og Spánska veikin herjaði á árinu 1918. Við þessar aðstæður hóf hjúkrunarfélagið Líkn störf að heilsuverndarmálum, við heimahjúkrun og fræðslu um almenna heilsuvernd, heilsufræði og varnir gegn smitandi sjúkdómum. Hjúkrunarfélagið Líkn stóð jafnframt fyrir matargjöfum og úthlutun á fatnaði og lánaði heimilum skjólstæðinga jafnvel rúm, lín og ýmis hjálpargögn. Árið 1919 stofnaði félagið berklavarnarslöð í bænum og kom þar með fótum undir fyrstu skipulögðu berklavarnirnar meðal almennings á íslandi. Varð hún fyrsti vísir að heilsuverndarstöð á fslandi. Árið 1927 stóð félagið fyrir stofnun Ungbarnaverndar Líknar og ári seinna hóf félagið eftirlit með barnshafandi konum. Til Ungbarnaverndar Líknar gátu mæður komið með börn sín og fengið skoðun og leiðbeiningar um meðferð og mataræði án endurgjalds Ungbarnaverndin stóð jafnframt fyrir útdeilingu á mjólk og lýsi, auk þess sem hún gaf notuð og ný barnaföt og lánaði út barnarúm, sængurfatnað og barnafatnað. Christophine Bjarnhéðinsson var formaður Hjúkrunarfélagsins Líknar til ársins 1931 er Sigríður Eiríksdóttir tók við en hún gegndi formennsku í félaginu til ársins 1956 er starfsferli þess lauk með stofnun Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. lljúkrunarfélagið Líkn var að mestu fjármagnað af félagsmönnum og fékk alla tfð afar takmarkaða opinbera styrki til starfseminnar. Félagið réð hjúkrunarkonur til starfa, fyrst eina og síðan fjölgaði þeim og voru mest 8 talsins þegar félagið var lagt niður. Fyrstu þrjá áratugi aldarinnar unnu fáar hjúkrunarkonur á sjúkahúsum hér á landi. Þær störfuðu ílestar við heimahjúkrun, heilsuvernd og forvarnir. Verkaskipting milli lækna og hjúkrunarkvenna var skýr, læknar sinntu nær eingöngu sjúkraþjónustu, en hjúkrunarkonur skipulögðu og stjórnuðu heilsuverndarstarfi. I niðurlagi greinar sinnar segir Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, eftirfarandi: „Hjúkmnarfélagið Lfkn sýndi bæði skilning á hlutverki heilsuverndar og mikla framsýni. En mikilvægast var að þær sýndu einstaka framtakssemi. Nánast öll heilsuverndarstarfsemi í Reykjavík, að undanteknum sóttvörnum, var byggð upp og rekin að frumkvæði Líknar allt fram á fjórða áratug aldarinnar. Hjúkmnarkonur félagsins eiga fullt tilkall til að bera heiðursheitið verðir heilbrigðinnar í Reykjavík.” Með hliðsjón af hlutverki hjúkiunarfræðinga f heilsuvernd í nútfð og fortíð er augljóst að hjúkrunarfræðingar eru og verða í lykilhlutverki við endurskipulagningu á heilsuverndarstarfi á íslandi. Heimildir: Margrét Guðmundsdóttir (1992), Söguspegill, afmælisrit Árbæjarsafns, Reykjavík. María Pétursdóttir (1969), Hjúkrunarsaga, Reykjavík 124 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 3. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.