Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Side 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Side 36
athuguð í þeirri endurskoðunarvinnu ekki síst í ljósi þess að í millitíðinni hafa verið sett ítarleg lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Samspil laga um félagsþjónustu sveitaríélaga og laga um heilhrigðisþjónustu ætti því að gera jafn ítarleg sérákvæði um heimaþjónustu aldraðra og er að finna í gildandi lögum ónauðsynleg. 6. Framkvæmd heimahjúkrunar og ábyrgð heilsugæslunnar Af lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð fyrir heilsugæslustöðvar er ljóst að heimahjúkrun er ein þeirrar þjónustu sem heilsugæslan skal veita. Jafnframt er ljóst af reglugerð fyrir lieilsugæslustöðvar, erindisbréfi hjúkrunarforstjóra og hjúkmnarlögum að hjúkrunarfræðingar skulu skipuleggja og hafa faglega ábyrgð á hjúkmnarþjónustu, þ.m.t. heimahjúkrun. Umfang heimahjúkmnar á starfssvæði hverrar heilsugæslustöðvar hlýtur að takmarkast af tvennu: annars vegar þörf og hins vegar þeim rekstrar- fjármunum sem til ráðstöfunar em. Lögin um málefni aldraðra leggja ríka áherslu á að það sé tilgangur laganna að tryggja að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf. Ef þessi tilgangur laganna stæði einn og sér er hætt við að upp kæmu erfið úrlausnarefni. Hvaða sjónarmið eiga að ráða? Á einstaklingur- inn rétt á því að vera heima þó kostnaður við heimaþjónustu sé orðinn meiri en kostnaður vegna stofnanadvalar? Þessu sýnist mér skynsamlega svarað í lögun- um um málefni aldraðra. Lögin lýsa því markmiði að aldraðir skuli eiga völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á þvf þjónustustigi sem er eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Þetta mikilvæga atriði,varðandi það að veita þjónustu á því þjónustustigi sem er eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand hins aldraða, kemur einnig fram í skilgreiningu laganna á stofnunum fyrir aldraða. Þjónustu- húsnæði fyrir aldraða (það sem við enn í daglegu tali köllum dvalarheimili eða elliheimili) er skilgreint sem íbúðir eða dvalarheimili sérhannað fyrir þarfir aldraðra og ætlað þeim öldruðum sem ekki eru færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu. Lögin um málefni aldraðra gera því skýrt ráð fyrir þvf, að þrátt fyrir markmið um að búa sem lengst við eðlilegt heimilislíf, þá komi að því að ekki sé lengur forsvaranlegt að einstaklingurinn búi lengur heima. Hin eina eðlilega viðmiðun í því sambandi er þjónustuþörf hlutaðeigandi. Spyrja þarf hvort hún sé orðin svo mikil að stofnanaþjónusta ein geti sinnt henni innan marka forsvaran- legs kostnaðarramma? Það hlýtur að vera ekki síst hlutverk hjúkrunarfræðinga að taka þátt í þessu mati. Þó að þarna sé um að ræða ákvæði f sérlögum um framkvæmd þjónustu við aldraða tel ég engu að síður að þessi ákvæði hafi að geyma kjama málsins varðandi framkvæmd og ábyrgð heilsu- gæslunnar á heimahjúkrun. Heilsugæsl- an skal bjóða upp á heimahjúkrun. Sú þjónusta skal veitt um kvöld, nætur og helgar eftir því sem þörf og rekstrarfé leyfir. Hjúkmnarfræðingar eiga að hafa vakandi auga með því og grípa í taumana varðandi einstakling sem nýtur svo umfangsmikillar heimahjúkrunar að stofnanaþjónusta væri eðlilegri kostur fyrir hlutaðeigandi. Þiggjendur heimahjúkrunar ^ skiptast sjálfsagt í stærstum dráttum í tvennt. Annars vegar eru einstaklingar sem til frambúðar em lasburða en þó ekki meira en svo að regluleg heima- hjúkmn gerir hlutaðeigandi kleift að búa heima. í þennan flokk falla einkum aldraðir og öryrkjar. Hins vegar eru einstaklingar sem vegna tímabundinna veikinda þurfa á heimahjúkmn að halda uns heilsu er náð. I þennan flokk falla fyrst og fremst þeir sem eru að koma af sjúkrahúsi eftir aðgerð. Þessir tveir j flokkar eiga sér sammengi sem í raun gerir framkvæmd heimahjúkrunar hvað erfiðasta. Þetta er annars vegar sá hópur í fyrri flokknum sem er orðinn svo lasburða að ekkert nema stofnanadvöl er framundan. Hins vegar er í seinni flokknum hópur sem strangt til tekið hefði átt að dvelja aðeins lengur á sjúkrahúsi til að jafna sig betur en ýmsar aðstæður gerðu útskrift nauðsynlega. 7. Lokaorð Ég hef nú rakið helstu ákvæði sem gilda um heimahjúkmn og hlutverk og ábyrgð hjúkrunarfræðinga í því sambandi. Mest hvílir á heilsugæslunni varðandi framkvæmd heimahjúkmnar fyrir þann hóp einstaklinga sem ætti í raun að dvelja innan stofnunar en er heima m.a. vegna ástandsins í heilbrigðismálum. Bókalisti Bækurnar og bæklingana er hægt að nálgast á skrifstofu Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga Bækur Aldarspor Hvítabandið 1895-1995 Höfundur: Margrét Guðmundsdóttir. Útgefandi: Hvítabandið, 1995. AORN Journal Útgefandi: Association of Operating Room Nurses, Bandaríkjunum 1996. Cancer pain Relief second Edition útgefnadi: WHO, Genf 1996. Hvordan klarer patienter sig efter hoftebrud? Höfundar: Yrsa Andersen, Preben Ulrich Pedersen og Else Mplgaard Pedersen. Útgefandi: Dansk sygeplejerád, 1996. Kvalitetssikring fra A til Z -en grundbog for sygeplejersker Höfundar: Yrsa Andersen, Preben U. Pedersen og Marianne Nord Hansen. Utgefandi: Dansk sygeplejerád, 1995. Redegörelse fra udvalget vedr0rende analyse af segeplejerskeomradet Utgefandi: Sundhetsministeriet, Kaupmannahöfn 1995. Sakse og pincetter i sárplejen Höfundar: Kirsten Miiller og Anne-Lise Salling Larsen. Útgefandi: Dansk sygeplejerád, 1996. Sár og Sygepleje Höfundar: Pia Koustrup og Karen Ryge Loannou. Útgefandi: Dansk sygeplejerád, 1996. 156 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3. ibl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.