Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 20
Barnavernd Aðfáað tcda, treysta ogfinna til um börn alkóhólista Hjúkrunarfrœðingamir Björk Guðjónsdóttir, sem starfar d göngudeild fyrir áfengissjúklinga við geðdeild Landspítalans, og Þóra Björnsdóttir, sem staifar á sjúkrahúsinu Vogi, œtla hér að segja stuttlega frá nokkru af Jw( sem fram kom á þverfaglegu ráðstefnunni „F(kn -mál allrar fjölskyldunnar“ sem haldin var hér á landi í apríl sl. á vegum Euro Cad (European Conference on addictive Disease). Þœr Þóra og Björk voru ( hópi 40 hjúkrunarfrœðinga, innlendra og erlendra, sem sóttu ráðstefnuna en meðal heimsþekktra fyrirlesara þar var bandaríski félagsfrœðingurinn Claudia Black og byggja þœr upplýsingar sínar hér að miklu leyti á fyrirlestrum hennar. Frá klukkan 3-5 á ég að leika mér Algengt er að alkóhólistar líti á drykkju sína sem sitt einkamál og neita því gjaman að drykkja þeirra snerti bömin á nokkurn hátt -í hæsta lagi bitni hún eitthvað á makanum. Þóra: „Á öllum heimilum getur heimilislífið farið úr skorðum af ýmsum orsökum og mig langar til að leggja áherslu á að það þarf ekki vímuefnanotanda til. Langvarandi veikindi foreldra eða barna geta verið orsakavaldur og við það riðlast það fjölskyldumynstur þar sem bömin geta verið frjáls og áhyggjulaus og notið ástúðar og umhyggju.“ Björk: „Það er einnig mjög mikilvægt að umræðan verði ekki Mynd: AJN svo neikvæð að það gleymist að út úr þessari reynslu kemur margt mjög sterkt fólk. Líklega verða þau börn sem koma frá heimilum þar sem ójafnvægi ríkir, vegna drykkju eða annars, (disfunctional families) meira meðvituð um uppeldi sitt en önnur afþví að það er svo mikið um óraunvemleg markmið í uppeldinu og foreldrarnir ýmist of strangir eða slakir.“ Þóra: „Þessi börn eru oft stjómendur framtíðarinnar. Þau taka málin strax í sínar hendur því þau vita ekki hvort mamma eða pabbi verða í lagi á rnorgun. Þau sjá til þess að það sé til eitthvað að borða í ísskápnum, skipuleggja hver eigi að sækja yngri systkin á leikskólann o.s.frv. Claudia sagði að 80% bama sem alin em upp á heimilum þar sem vímuefnaneysla er orðin sjúkleg (vímuefni eru langoftast áfengi, stundum róandi lyf og svefnlyf eða ólögleg vímuefni) ákveði að þau ætli ekki að fara í sama farveg og foreldrarnir og segi sem svo: „ÉG stend mig“. Og að þauverði mörg afar skipulögð í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur. Hún sagði t.d. sögu af níu ára gamalli stelpu sem var með 7 minnisblöð uppi á vegg og á þau skrifaði hún allt sem hún átti að gera. Meðal annars skrifaði hún að frá klukkan 3-5 ætti hún að leika sér.“ Breíðholts Apótek Álfabakka 12, Mjódd simi 557-3390 Apótek Garðahsejar Hrísmóum 2, Garðatorgi simi 565-1321 Hraanbergs Apótek Hraunbergi 4 efra Breiðholt gengt Gerðubergi sími 557-4970 opið virka daga kl. 08.30 - 19.00 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.