Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 14
Barnavernd nemendavemdanáð þar sem sameinast kraftar og þekking ýmissa starfsstétta. Misjafnt er milli skóla hverjir starfa í þessu ráði. í Langholtsskóla em það skólahjúkmnarfræðingur, sálfræðingur, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og sérkennari. Að mínu mati ættu kennarar að koma þarna meira að en verið hefur fram til þessa og er því þannig háttað í sumum skólum landsins. Þama er reynt að taka á vandamálum einstakra nemenda, áður en þau verða að stærra vandmáli, og leita leiða til úrlausnar. Einnig er tekin ákvörðun um að vísa ákveðnum málum áfram, t.d. til félagsmálastofnunar. Heilbrigðisfræðslu í skólum er hægt að sinna á mjög mismunandi hátt. Það er hægt að vera með einstaklings- fræðslu, fræða lítinn hóp nemenda í einu og fræðslu í kennslustofu fyrir einn bekk eða einn árgang. Síðastliðinn vetur gerðu skólahjúkrunarfræðingar lista yíir það fræðsluefni sem við notum og hafði það jafnframt þann tilgang að takmarka okkur í starfi þvf af mörgu er að taka. Eftirfarandi er listi yfir llestar tillögur sem fram komu: 6 ára: Litlir hópar 3-5 f einu. Spjall um persónulegt hreinlæli, handþvott, tannhirðu, næringu, svefn og hjálma. 7 ára: Svefn, hvfld, næring (nesti), tannhirða, líkaminn, vetrarklæðnaður, endurskinsmerki og hjálmar. 8 ára: Bekkjarkennsla. Hjálp í viðlögum, svefn, næring og hjálmar. 9 ára: Einstaklingsfræðsla. Svefn, næring, hreyfing, þrifnaður, heilsusamlegt lífemi. 10 ára: Skyndihjálp, einelti, byrja að tala um kynþroska og nesti. 11 ára: Kynþroski, persónulegt hreinlæti og tannhirða 12 ára: Kynfræðsla - framhald, „Tilveran“, reykingavamir, Miðvikudagar í sumar eru KVENNADAGAR á Klöpp afsláttur fyrir konur á miðvikudögum Alhliða smurþjónusta Umfelgun: 2800kr. 19% AMERISK HÁGÆDADEKK á tilb.venði VIÐ VEGMULA S.5530440 skyndihjálp, starfsstellingar, mataræði, vöxtur-þroski, hjálmar og hreinlæti. 13 ára: Kynþroski, einelti, svefn, næring, hreyfing, reykingar, ávana- og fíkniefni. 14 ára: Einstaklingsfræðsla og hópar. Hreinlæti, hreyfíng, mataræði, svefn, reykingar, vímuefni, kynfræðsla, getnaðarvarnir, lífsgildi, sjálfsmat, vinátta og tómstundir. 15 ára: Krabbamein í eistum, reykingar, kynfræðsla, kynsjúkdómar, þroskaverkefni, streituvaldar (hvað er til ráða). Judith B. Igoe (Pender, 1987) sem er virtur hjúkmnar- fræðingur í Bandarfkjunum á sviði skólahjúkrunnar hefur gert líkan um heilbrigðisfræðslu til skólabarna. Þetta líkan finnst mér vera mjög áhugavert, en hún vill að við hvetjum nemendur til að : - spyrja spurninga - koma persónulegum upplýsingum um sig sjálf til hjúkrunarfræðings eða læknis - nemendur hvetji heilbrigðisstarfsmann til að veita þeim upplýsingar um heilbrigði - hjúkrunarfræðingur geri heilbrigðisáætlun fyrir hvern einstakling - gera þá meðvitaða um hvaða skyldur (ábyrgð) þeir hafa til að viðhalda heilbrigði sínu í gmndvallaratriðum Að lokum langar mig að nefna þá þætti sem þessi sami hjúkrunarfræðingur skrifar um og mér finnst að taka ætti upp hérlendis til að bæta heilsugæslu í skólum: - í hverjum skóla þarf að vera þverfaglegur hópur sem setur skólanum markmið - heilbrigðisskoðanir í skólum - gera heilbrigðisáætlun fyrir hvern nemenda - reyna að koma í veg fyrir slysahættur í skólanum og umhverfi hans - fræðsla til starfsfólks, foreldra og nemenda - skólahjúkmnarfræðingar séu leiðbeinendur um sölu matvæla í skólanum og einnig um nesti barna í skólanum - hafa símenntun fyrir skólahjúkmnarfræðinga. (Igoe, 1990) Skólahjúkrun hefur þróast hratt undanfarin ár og er stöðugt að eflast. Margar rannsóknir hafa sýnt að grunn- skólanemendur em álitnir vera sá þjóðfélagshópur sem arðvænlegast er að beina heilbrigðisfræðslu og heilsueilingu hvað sterkast að. Þessu verðum við hjúkrunarfræðingar að sinna þvf með góðri heilsugæsla í skólum erum við í lykilaðstöðu til að efla og bæta heilsufar barna og unglinga í samvinnu við fjölskyldur þeirra og skólann. Heimildaskrá: Björg Eysteinsdöttir (1988). School nurses' perception of their role in the schools of the Greater-Reykjavík area. (óhirl rannsókn). Heilsuverndarstöð Reykjavíkur (1991). Starfslýsing skólaltjúkrunarfræðinga. Igoe, J. B. (1990). Health promotion, health protection and disease prevention in childhood. Pediatrir nnrsinp. 18(9), 289-292. Landlæknisembættið (1992). Framkvæmd heilbrigðiseftirlits skólabarna. Pender, N. J. (1987). Health promolion in nursina prectice. Norwalk, CT: Appleton og Lange, (bls. 75-83). Sólfríður Guðmundsdóttir (1995). Rannsóknarskyrsla um komur grunnskóla nemenda til skólahjúkrunarfræðinga. (óbirt rannsókn). TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 3. thl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.