Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 17
Barnavernd Á grundvelli svara við ofangreindum spumingum hafa eftirfarandi breytur verið skilgreindar: Leið betur eða mun betur eftir þáttöku í fjölskyldu- dagskrá: Þann flokk skipa foreldrar sem svöruðu spurningu 1 hér að ofan þannig að þeim hafi liðið betur eða mun betur. Betrí líðanforeldris: Mælikvarði 1-5, byggður á svörum við spurningu 1. Samskipti við maka urðu ndnari eftir þdttöku í jjölskyldudagskrá: Þann flokk skipa foreldrar sem svöruðu spurningu 2 a) þannig að samskiptin hafi orðið nánari eða mun nánari. Nánari tengsl milli foreldra: Mælikvarði 1-5, byggður á svörum við spurningu 2 a). Samskipti við hin börnin urðu nánari eftir þátttöku í fjölskyldudagskrá: Þennan flokk skipa þeir foreldrar sem svöruðu spurningu 2 b) þannig að samskiptin hafi orðið nánari eða mun nánari. Nánori tengsl mill foreldris og „hinna“ barnanna: Mælikvarði 1-5 byggður á svörum við spurningu 2 b). Úrtakið UNGLINGARNIR Könnunin náði til allra þeirra unglinga er höfðu útskrifast eða yfirgefið Tinda fyrir 1. febrúar 1994, að undanskildum þremur sem ekki höfðu greinst ánetjaðir vímuefnum. Könnunin náði einnig til annars foreldris þessara unglinga. Af þessum 120 unglingum luku 58 meðferð, 22 greiningu og formeðferð, en 40 yfirgáfu meðferðina áður en formeðferð lauk. Unglingamir dvöldu að meðaltali 49 daga í meðferð. Þeir sem luku meðferð dvöldu að meðaltali í 79 daga, þeir sem luku greiningu og formeðferð í 38 daga, en þeir sem engum áfanga luku dvöldu í 14 daga. Af unglingunum 120 eru 66 (55%) piltar og 54 (45%) stúlkur. Við upphaf meðferðar var meðalaldur unglinganna 16 ár. Flestir (70%)vom á aldrinuin 15 til 17 ára. Þrjá sfðustu mánuðina fyrir innlögn neyttu tveir af hverjum fimm (40%) vímuefna 5 daga vikunnar eða oftar. Tæpur þriðjungur (31%) neytti vímuefna 3 til 4 daga vikunnar og fjórðungur (26%) neytti vímuefna 2 daga vikunnar. Sé áfram miðað við þrjá síðustu mánuðina fyrir innlögn neyttu unglingarnir að meðaltali fjögurra tegunda vímuefna og er átt við virka efnið og ekki gerður greinarmunur á t.d. bjór og sterku áfengi eða hassi og maríjúana. Þeir sem neyttu einungis áfengis vom 13% en rúmur þriðjungur (36%) neytti fimm eða fleiri vímuefnategunda. Allir unglingarnir höfðu neytt áfengis og 93% höfðu einhvern tíma neytt kannabisefna. Tæplega þrír af hverjum fimm (58%) höfðu neytt amfetamíns en heldur færri (56%) róandi lyfja. Rúmlega þrír af hverjum fimm (62%) höfðu einhvern tíma notað sniff (lífræn leysiefni) og helmingur (50%) sjóveikipillur og 12% höfðu neytt vímuefna, oftast amfetamíns, með því að sprauta þeim í æð. Fyrir utan mikla vímuefnaneyslu áttu þessir unglingar við ýmis önnur vandamál að glíma. Af þeim höfðu 40% orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi, 44% höfðu gert sjálfsvígstilraun, 43% stunduðu hvorki skóla né vinnu vikumar áður en þeir komu á Tinda. Rúmur helmingur unglinganna (56%) hafði stundað afbrot í hálft ár eða lengur fyrir komu á Tinda en 15% höfðu engin lögbrot framið. Ofanskráðum upplýsingum var safnað saman á meðan á dvöl unglinganna á Tindum stóð með stöðluðum viðtölum, spurningalistum og í einkaviðtölum. FORELDRARNIR í símakönnuninni náðist til 89 foreldra (74%), 47 (81%) foreldra þeirra unglinga sem luku meðferð og 42 (68%) þeirra sem ekki luku meðferð. I 71 tilviki (80%) var um að ræða móður en í 18 tilvikum (20%) föður. Þessir foreldrar höfðu tekið mismikinn þátt í fjölskyldudagskránni og því treystu sumir þeina sér ekki til að svara öllum spurningunum í símaviðtalinu. Framkvæmd Könnunin fór fram í júlí og ágúst 1994 og var tvíþætt; annars vegar spurningalistakönnun og hins vegar símaviðtals- könnun. I júlí voru spurningalistar póstsendir til unglinganna. Mánuði sfðar var hringt í unglingana og tekið símaviðtal við þá og það foreldri sem svaraði í símann eða var nærstatt. Jafnframt voru þeir unglingar sem ekki höfðu enn svarað póstlista- könnuninni hvattir til þess að gera það. Það voru 45 (37,5%) unglingar sem svöruðu spumingalistakönnuninni en 81 (67,5%) unglingur og 89 (74%) foreldrar sem tóku þátt í símakönnuninni. Upplýsingar til að meta meðferðarárangur á grundvelli vímuefnaneyslu og/eða vímuefnabindindis fengust frá 70% unglinganna og upplýsingar til að meta árangur á gmndvelli breytinga á líðan, hegðun og samskiptum við fjölskyldu fengust frá um 83% unglinganna. Miðað við sambærilegar kannanir (Grenierl985; Harrison og Hoffmann, 1989a; Stinchfield, 1992; og Stinchfield o.fl.,1994) er svörun við könnuninni góð. Niðurstöður 1. Lengd vímuefnabindindis Af þeim 58 unglingum sem luku fullri meðferð á Tindum tóku 50 (86%) þátt í þessum hluta könnunarinnar. Þrjátíu (60%) unglingar neyttu engra vfmuefna í 1/2 ár eftir meðferð. Af þeim 47 unglingum sem lokið höfðu meðferð meira en 1 ári áður en könnunin fór fram tóku 39 (83%) þátt í könnuninni. 21 (54%) þeirra neytti ekki vímuefna í 1 ár eftir meðferð og 27 (69%) neyttu engra vímuefna eða vom í „rofnu vímuefna- bindindi“. Tuttugu og átta unglingar luku meðferð meira en tveimur árum fyrir könnun og af þeim tóku 22 (79%) þátt. Níu (41%) þeirra neyttu engra vfmuefna í 2 ár eftir meðferð og 13 (59%) neyttu engra vímuefna eða voru í „rofnu vímuefnabindindi“. (Sjá súlurit 1) Súlurit 1 Vímuefiiabindindi unglinga sem luku fullri meðferð á Tindum Viniuefnabindindi 60% 54% 69% 41% 59% Algert Algert eða rofið Vímuefnabindindi 1/2 ár 1 ár 2 ár n=50 n=39 n=2 TfMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.