Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 33
 f k Doktorspróf Guörúii Kristjánsdóttir Hjúkrunarfræðingur varði doktorsritgerð í heilbrigðisfræði við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg 10. júnf sl. Ritgerðin lieitir „Recurrent Pains - A Public Health Concem in School-Age Children: an Investigation of Headache, Stomach Pain and Rack Pain“. Ritgerðin byggist ú sjö eiginda- og meginrannsóknum á verkjaskilningi og úbreiðslu, ástæðum og afleiðingum verkja meðal íslenskra skólabarna á aldrinum 11-12 og 15-16 ára. Guðrún lauk BS-prófi í hjúkmnar- fræði frá Háskóla íslands 1983 og M.Sc. prófi í barna- og fjölskylduhjúkrun frá Bostonháskóla 1986. Guðrún er dósent í barnahjúkrunarfræði við námsbraut í hjúkmnarfræði við Háskóla íslands. Félag fslenskra hjúkmnarfræðinga óskar þeim Guðrúnu og Sigríði til hamingju með þennan áfanga. Sigríður Halldórsdóttir hjúkmnarfræðingur varði doktorsritgerð (Dr. Med. Sci.) með áherslu á umhyggju vfsindi (Caring Sciences) við Linköping háskóla f Svíþjóð 10. maf sl. Ritgerðin heitir: „Caring and Uncaring Encounters in Nursing and Health Care -Developing a Theory“. Ritgerðin byggist á sex rannsóknum þar sem könnuð var m.a. upplifun fólks af umhyggju og umhyggjuleysi í samskiptum við heilbrigðisstarfs- menn. Sigríður lauk BS-prófi í hjúkmnarfræði frá Háskóla íslands 1978, uppeldis- og kennslufræði frá félagsvísindadeild Háskóla íslands 1979, M.S.N. gráðu frá University of British Columbia, Vancouver, Kanada 1988. Sigríður erforstöðu- maður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Fæturmr eru grunnur að vellíðan okkar! ARA FITNESS heilsuskór stuðla að heilbrigðu og óþreyttu baki Stamur innisóli llstuðningur sem hvílir Tágrip sem örvar blóórásina Ekta korkblanda (einangrar) Microcellu sóli, sem dregur úr þreytu og virkar dempandi. Laut fyrir hæl sem veitir stuóning Loftbólstraður sóli frá tábergi aó hæl STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA & KRINGLUNNI Toppskórinn 1 1 VIÐINGÓLFSTORG Póstsendum samdægurs! FRETHR Stofnun Hollvinasamtaka Hóskóla íslands Stofnuð hafa verið Hollvina- samtök Háskóla íslands, sem eru samtök fyrrverandi nemenda skólans og annarra velunnara hans. Meginmarkmið þessara samtaka er að efla tengsl þeirra við Háskólann og styðja hann í menntunar- og rannsóknastörfum sfnum. Hollvinirfá send ýmis rit sem gefin em út af Háskólanum og einnig munu verða í boði tónleikar og fyrirlestrar fyrir hollvini, svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að stofna hollvina- félög einstakra deilda, skora eða námsbrauta innan Hollvinasam- takanna. Þannig gefst hollvinum tækifæri til að starfa nánar í tengsl- um við fræðasvið sitt og stuðla að þróun þess. Það er von námsbrautar í hjúkrunarfræði að hjúkmnarfræð- ingar, yngri sem eldri, verði virkir hollvinir og styðji starfsemi náms- brautarinnar í áframhaldandi þióun hjúkmnarmenntunar og eflingu rannsókna á sviði umönnunar. Skrifstofa Hollvinasamtakanna er í Stúdentaheimilinu við Hringbraut, sími: 551- 4374. Framkvæmdastjóri samtakanna er Sigríður Stefánsdóttir. Jóhanna Bernharðsdóttir lektor Tif WHO Villtorg Ingólfsdóttir yfirhjúkmnarfræðingur hjá Landlæknisembættinu hefur verið ráðin til þriggja mánaða við Evrópudeild heilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) í Kaupmannahöfn. Vilborg mun þar starfa við hjúkrunar- deildina. Settur ráðuneytisstjóri Ragnhildur Huruldsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið settur staðgengill ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu frá og með 22. maí til 31. nóvember nk. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996 153 FRÆÐSLA

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.