Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 16
Barnavernd Skýringar á hugtökum og breytum Vímuefni: í þessari grein er orðið vímuefni notað um öll hugbreytandi efni, þar með talið áfengi. Brevtur sem Ivsa meðferdarárancpri Vímuefnabindindi. Þegar metinn er árangur vímuefnameðferðar, sem hefur vímuefnabindindi að markmiði, er algengast að nota lengd vímuefnabindindis eftir að meðferð lýkur sem mælikvarða (Harrison og Hoffmann 1989a; Stinchfield et al.1994 og Charles, G. 1985). Lengd algers vímuefnabindindis eftir meðferð gefur villandi mynd af árangri hennar að mati höfundar og annarra er fást við kannanir á árangri vímuefnameðferðar (Alford, et al. 1991; Stinchfield 1992; og Kish & Hermann 1971). I þessari rannsókn eru því tvenns konar breytur hafðar til að lýsa vímuefnabindindi: Algert vímuefnabindindi og rofið vímuefnabindindi. Algert vímuefnabindindi (6 mdnuði: Unglingurinn neytti engra vímuefna 6 fyrstu mánuðina eftir að hann fór frá Tindum. Algert vímuefnabindindi (1 ár: Unglingurinn neytti engra vímuefna fyrsta árið eftir að hann fór frá Tindum. Algert vímuefnabindindi (2 ár: Unglingurinn neytti engra vímuefna fyrstu tvö árin eftir að hann fór frá Tindum. Rofið vímuefnabindindi (1 ár: Fyrsta árið eftir að unglingurinn fór frá Tindum neytti hann vímuefna á einu eða tveimur tímabilum sem samanlögð voru 10 dagar eða styttri. Unglingurinn neytti engra vímuefna síðustu þrjá mánuðina áður en könnunin fór fram. Rojið vímuefnabindindi (2 ár: Fyrstu 2 árin eftir að unglingurinn fór frá Tindum neytti hann vímuefna á einu til fjórum tímabilum sem samanlögð voru 20 dagar eða styttri. Unglingurinn neytti engra vímuefna síðustu þrjá mánuðina áður en könnunin fór fram. Breytingar á líðan unglingsins, hegðun hans og samskiptum við fjölskyldu Vímuefnabindindi er ekki algildur mælikvarði á árangur vímuefnameðferðar unglinga (Alford et al. 1991) og kemur þar einkum tvennt til: 1) Margir unglingar sem fara í vímuefna- meðferð eiga við alvarleg hegðunarvandamál að stríða, sem ekki eingöngu stafa af vímuefnaneyslu, heldur eru einnig sprottin af djúpstæðum vandamálum í fjölskyldunni eða alvarlegum áföllum, s.s. kynferðislegu ofbeldi. Þótt vímuefna- bindindi fylgi ekki í kjölfar meðferðar byrjar að greiðast úr vanda unglingsins og foreldrar ná aftur tökum á uppeldinu. Unglingurinn minnkar vímuefnaneysluna, hættir neyslu ólöglegra vímuefna og gagngerar breytingar verða á hegðun hans og samskiptum innan fjölskyldunnar. 2) Þegar unglingur á stuttan neysluferil að baki getur verið vandkvæðum bundið að greina á milli þess hvort hann á við vímuenaánetjun að glfma eða hvort um er að ræða tímabundna vímuefnamisnotkun. í slíkum tilfellum er oft ekki mælt með að unglingurinn haldi áfram vímuefnameðferð eftir að greiningu og formeðferð lýkur. Fram kom í viðtölum við unglinga, sem þetta á við um og foreldra þeirra, að hegðun og líðan sumra þeirra hafði breyst til batnaðar við dvölina á Tindum. Til að lýsa árangri sem ekki verður mældur í lengd vímuefnabindindis hefur höfundur skilgreint eftirfarandi 136 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3. tbl. 72. árg. 1996 flokkabreytur: „Lítill eða enginn árangur“, „þokkalegur árangur“ og „góður árangur“. Skilgreining þessara breyta er byggð á eftiifarandi: 1. Svörum foreldra við eftirfarandi spurningum í sfmaviðtali: a) Hafði dvöl sonar / dóttur þinnar á Tindum áhrif á líðan hans/ hennar? 1) Er lfðanin verri? 2) Eins og áður? 3) Ögn skárri? 4) Betri? 5) Mun betri? b) Hafði dvöl sonar / dóttur þinnar á Tindum áhrif á hegðun hans/ hennar? 1) Er hún verri? 2) Eins og áður? 3) Ögn skárri? 4) Betri? 5) Mun betri? c) Hafði dvöl sonar / dóttur þinnar á Tindum áhrif á samskipti hans/ hennar við fjölskylduna? 1) Eru þau erfiðari? 2) Eins og áður? 3) Aðeins nánari? 4) Nánari? 5) Mun nánari? 2. Hefur unglingurinn stundað skóla og/eða vinnu eftir að hann fór frá Tindum? 3. Hefur unglingurinn sætt refsingar vegna afbrota sem hann framdi eftir að hann var á Tindum? Góður árangur: Þann flokk skipa unglingar sem skoruðu jafnt eða meira en 12 á spurningum A til C hér að ofan og ekki lægra en 3 f neinni spurningu og höfðu stundað skóla og/eða vinnu nær óslitið eftir að Tindadvöl lauk. Þokkalegur árangur: Þann flokk skipa unglingar sem skoruðu jafnt eða meira en 9 en lægra en 12 á spumingum A til C hér að ofan og ekki lægra en 2 í neinni spurningu og höfðu stundað skóla og/eða vinnu nær óslitið eftir að Tindadvöl lauk. Lítill eða enginn árangur: Þennan flokk skipa eftirtaldir unglingar: 1) Þeir sem skomðu minna en 9 á spurningum A til C hér að ofan. 2) Þeir sem hvorki höfðu stundað skóla né vinnu eftir að Tindadvöl lauk. 3) Þeir sem sætt höfðu refsingu vegna afbrota sem þeir frömdu eftir að þeir vom á Tindum. Árangur af vímuefnameðferð: Kvarði 1-3 byggður á ofanskráðum breytum. Lítill eða enginn árangur = 1; þokkalegur árangur = 2; góður árangur 3; Breytingar á líðan foreldris og á samskiptum unglingsins við aðra í fjölskyldunni Þótt fjölskyldudagskrá Tinda sé fyrst og fremst ætlað að vera til stuðnings við meðferð unglingsins, kom í ljós í símaviðtalskönnuninni að margir foreldrar töldu hana hafa haft beina þýðingu fyrir sig og aðra fjölskyldumeðlimi. Þetta kom m.a. fram í svömm foreldra við eftirfarandi spurningum um áhrif fjölskyldudagskrár: 1. Hafði þátttaka þín í fjölskyldudagskrá Tinda áhrif á líðan þína? Leið þér: 1) verr? 2) eins og áður? 3) ögn skár? 4) betur? 5) mun betur? 2. Hafði þátttaka þín í fjölskyldudagskrá Tinda áhrif á samskipti þín við aðra í fjölskyldunni? a) Eru samskipti þín við inaka: 1) erfiðari? 2) eins og áður? 3) aðeins nánari? 4) nánari? 5) mun nánari? b) Eru samskipti þi'n við hin börnin (þ.e. barnið á Tindum undanskilið): 1) erfiðari? 2) eins og áður? 3) aðeins nánari? 4) nánari? 5) mun nánari?

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.