Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 32
Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga A St. Jósepssystur á Islandi í 100 ár F immtudaginn 25. júlf sl. voru rétt eitt hundrað ár liðin frá því að fjórar systur frá reglu heilags Jóseps í Danmörku lögðu að landi í Reykjavík í þeim tilgangi að starfa að hjúkrunar- og mannúðarmálum íslandi. Systurnar fögnuðu þessum áfanga á sjálfan afmælisdaginn og síðar var boðið til messugjörðar í Landakotskirkju og fagnaðar til að minnast þessara tímamóta. Fyrstu lærðu hjúkrunarkonurnar Systumar sem komu til íslands voru systir Marie Ephren og systir Marie Justine, sem voru franskar, en þær vom lærðar hjúkmnarkonur, þær fyrstu til að hefja störf hér á landi. Hinar tvær vom danskar en þær vom systir Thekla og systir Clementia, en hún stundaði kennslustörf. Það var tveimur ámm sfðar sem tvær fyrstu, lærðu íslensku hjúkmnarkonumar komu til starfa á Islandi en þær námu hjúkrun við Diakonissustofn- unina í Kaupmannahöfn. Ástand í heilbrigðismálum þjóðarinnar um og fyrir alda- mótin var vægast sagt ömurlegt. Vistarvemr voru almennt heilsuspillandi og óþrifnaður vemlegur, m.a. a vegna skorts á vatni. Þá var skortur á mat, klæðum og efniviði til upphitunar húsa. Berklar voru landlægir og holdsveiki var mun algengari en í löndum umhverfis okkur og aðstæður holdsveikra mjög bágbornar. Tildrög þess að systumar komu til landsins var að trúboð kaþólskra á íslandi hafði legið niðri um tveggja áratuga skeið en áhugi var fyrir hendi að taka upp þráðinn að nýju. Tvennt varð til þess að koma málinu á skrið. Annars vegar aukin sókn franskra sjómanna á Islandsmið og hins vegar málefni holds- veikra á íslandi. Kaþólska kirkjan í Danmörku hafði áhuga á að sinna andlegri og líkamlegri velferð franskra sjómanna en þeir vom kaþólskarar trúar. Gerði Jóhannes von Euch, biskup kaþólskra í Danmörku, samning við frönsk stjómvöld um að kaþólskar hjúkrunarsystur skyldu taka að sér að hjúkra frönskum sjómönnum. Þá hafði Jesúítapresturinn Jón Sveins- son, Nonni, komið til íslands árið 1894 og kynnt sér ítarlega aðstæður holdsveikra. Hann fékk áhuga á að veita löndum sínum lið til að berjast gegn þessum vágesti. Hóf hann fjársöfnun í þeim tilgangi að byggja kaþólskan spítala fyrir holdsveika, sem síðan yrði afhentur St. Jóseps- systmm. Þegar töluvert fé hafði safnast höfðu liins vegar danskir Oddfellowar ákveðið að láta reisa 70 rúma holdsveikraspítala í Laugarnesi og færa íslensku þjóðinni að gjöf, en m.a. með þeim skilyrðum að kaþólskir kæmu ekki nálægt þessu líknar- starfi. Holdsveikraspítalinn tók til starfa 1. október 1898. Oddfellowará íslandi studdu sfðar við sjúkrahússtarfsemi St. Jósepssystra á Islandi. Fljótlega eftir komuna til Islands hófu systumar skólastarf fyrir börn og innan tfðar fór fátækt fólk í bænum að leita ásjár þeirra vegna lasleika og hvers kyns meina. Ári seinna opnuðu þær sjúkraskýli fyrir franska sjómenn í Reykjavík og á Fáskrúðsfirði þar sem byggt var sjúkrahús undir starfsemina. Á Fáskmðsfirði hafði meirihluti frönsku fiskiskipanna bæki- stövar. Þar, eins og í Reykjavík, sinntu systurnar einnig heimahjúkrun. Veittu þær frönskum sjómönnum hjúkmnar- þjónustu þar til Frakkar tóku sjálfir að byggja sjúkrahús og sjúkraskýli víða um land í byrjun aldarinnar. Brautryðjendur í heilbrigðismálum Nýr kafli í sögu systranna, og reyndar í sögu heilbrigðis- mála á íslandi, hófst þegar j)ær létu reisa spítala undir hjúkrunar- og lfknarstarf sitt á Landakotstúni. Á árinu 1901 lá fyrir Alþiugi frumvarp til laga um byggingu 24 rúma landspítala í Reykjavík og urðu miklar umræður á þingi um málið og skiptar skoðanir. Á sama ti'ma barst Alþingi tilboð frá systurunum um að þær byggðu 36 níma spítala. Óskað var eftir láni úr landssjóði til byggingar sjúkra- hússins og að landssjóður leggði til árlega fast fjármagn til reksturs spítalans. Systurnar myndu sjá um rekstur hans og fjármál. Athyglisvert er að skoða þau sjónarmið sem fram komu í umræðum á Alþingi um tilboð systranna. Þar gætti m.a. tortryggni gagnvart kaþólsku trúboði og vantrú á að hægt væri að byggja sómasamlegan spítala af þessari stærðar- gráðu fyrir svo lítið fé, samanborið við byggingu hugsanlegs landsspítala. Á hinn bóginn fengu systurn- ar sjálfar sérstaklega jákvæð ummæli, m.a. sagði Þórður Thoroddsen, alþingismaður, eftirfar- andi: „...það er alkunnugt að St. Jósepssystur eru einhverjarþœr bestu hjúkrunarkonur, og að spítalar þeir, er þœr eiga að hafa umsjón með, eru hrein fyrirmynd.“ Hins vegar fór svo að ekki var gengið að tilboði systranna og jafnframt var frumvarpið um byggingu landsspftala fellt. Landsspítali tók ekki til starfa fyrr en þremur áratugum síðar. Spítali St. Jósepssystra reis hins vegar ári seinna og nutu þá systurnar þess fjár sem Jón Við garðyrkjiistörf í Hafnarfirði 1963 256 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.