Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 48
Frá Faqdeild hiúkrunarfræðinqa á sviði endurhæfinqar Norræn samvinna r Vísindaþing á ísiandi Noirænu mænuskaðasamtökin (Scandinavian Medical Society of Paraplegia, SMSOP) eru þverfagleg samtök starfsfólks innan heil- brigðiskeiíisins sem fást við meðferð mænuskaðaðra. Á tveggja ára fresli standa samtökin fyrir norrænu vísindaþingi og skiptast löndin á um að sjá um þinghaldið. Haustið 1997 er röðin komin að íslandi að sjá um slíkt þing í fyrsta sinn. Heiti þingsins er: The 5th Scientific Meeting of Scandinavian Medical Societv of Paraplegia og mun það verða haldið á Hótel Loftleiðum dagana 4. - 6. september 1997. Framkvæmdanefnd |>ingsins skipa Sigrún Kjartansdóttir, Jóhann Gunnar Þorbergsson og Marta Kjartansdóttir, Endurhæfingar- og taugadeild (Grensásdeild) Sjúkrahúss Reykjavíkur. Formaður vísindanefndar er Kristinn Guðmundsson, heila- og taugaskurðlækningadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Auður Ingólfs- dóttir, Ferðaskrifstofu íslands, sér um skipulagningu þingsins. Bækiingur um blöðrutæmingu í samvinnu við Sjúkrahús Reykjavíkur liafa Rekstarvörur gefið út bæklinginn Reglubundin blöðrulœming með þvaglegg og fjallar um s.k. hreina blöðru- tæmingu sem einstaklingur fram- kvæmir sjálfur (intermittent clean self-cathererization). Ávinningurinn af reglubuiidinni blöðrutæmingu er að þvagblaðran tæmist fullkomlega og kemur það í veg fyrir ýmsa fylgikvilla sem illa tæmd þvag- blaðra getur valdið. Marta Kjartansdóttir, Grensásdeild Sjúkraliiíss Reykjavíkur. \_____________________________________) 272 TÍMARIT ItJÚKRUNARFttÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996 Samvinna hjúkrunarfræðinga sem starfa við hjúkrun aldraðra ú Norðurlöndum Myndfráfundi fagdeildanna t Stokkhólmi Cfebrúar 1996. Frá vinstri: Ingibjörg Hjaltadóttir(I), Marianne Falck(F), Karen Madsen(D), Jeanette Eggertsen(D), Emi Moren(N), Gunbritt Nordsvahn(S), Barbro Berg(S) and Greta Karlsson(S). í framhaldi af stofnun Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfæðinga í desember 1994 kom fram áhugi á því að eíla samvinnu hjúkrunarfræðinga sem störfuðu að öldrunarhjúkrun á Norður- löndunum. Að frumkvæði íslensku fagdeildarinnar var siðan haldinn fundur samhliða SSN þinginu í Stokkhólmi í byrjun febrúar 1996. Á þennan fund komu fullrúar eftirfarandi félaga: Ingibjörg Hjaltadóttir, formaður fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga, Jeanette Eggertsen og Karen Madsen frá “Faglig sammenslutning for hjemmesygeplejersker” í Danmörku, Emi Moren frá „NSFs landsgruppe av sykeplejere I kommunehelsetjeneste” f Noregi, Gunbritt Nordsvahn, Barbro Berg og Greta Karlsson frá „SHSTFs riksforening for sjuksköterskor innom rehabilitering och aldrev&rd” í Svíþjóð og auk þess Marianne Falck sem fulltrúi “SSY Sjuksköterskeforeningen” í Finnlandi. Á fundinum var rætt um ýmis sameiginleg hagsmunamál og hvernig samvinnu yrði best varið. Á fundinum var ákveðið að vinna að því að setja fram sameiginlegt álit þessara fagdeilda á skipulagi og markmiðum öldrunarþjónustu. Margs konar umræða hefur farið fram um þessi málefni á Norðurlöndunum og mismunandi sjónarmið hinna ýmsu fagstétta komið fram. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar kynni sjónarmið sín er varða þennan mikilvæga málaflokk. Engin önnur fagstétt, á vettvangi Norðurlandanna, hefur þó komið fram með sameiginlegt og formlegt álit á þessu málefni á þann hátt sem hér er gert. Geinargerð sem unnin var og samþykkt af ofangreindum er birt hér á eftir. Greinargerðin var kynnt í júní sl. fyrir stjórn Nordisk Gerontologisk Forening, sem eru þverfagleg samtök og að þeim standa flest fagfélög sem koma að öldrunarþjónustu á Norðurlöndunum. Ingibjörg Hjaltadóltir, formaður Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfrœðinga Skipulag og markmið öldrunarþ jónustu 1. Hugmyndafræði Skipulagning og markmiðasetning í öldrunar- þjónustu er til þess gerð að tryggja lífsgæði og velferð hins aldraða einstaklings. Oldrunarþjónustan miðar að því að hvetja hinn aldraða til sjálfshjálpar og veita honum hjálp við að uppfylla þær þarfir sem stuðla að heilbrigði og vellíðan og hann er ekki fær um að uppfylla sjálfur. Við alla skipulagningu skal virða sjálfs- ákvörðunarrétt hins aldraða einstaklings og hafa samráð við hann og fjölskyldu hans. 2. Markmið Styðja hinn aldraða einstakling til sjálfs- hjálpar. Gera hinum aldraða einstaklingi kleift að lifa lífi sem honum er eiginlegt og öðlast lífsfyllingu þrátt fyrir fötlun eða sjúkdóma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.