Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Síða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Síða 49
3. Vinnufyrirkomulag - teymisvinna Æskilegt vinnufyrirkomulag er teymisvinna. í teyminu starfa sérfræðingar í faggreinum er tengjast öldrunarfræðum er allir vinna í sameiningu að velferð hins aldraða. í teyminu eru hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraþjálf- ari, iðjuþjálfi og félagsráðgjafi. Auk þeirra starfa með teyminu næringarráðgjafi, talmeinafræðingur, taugasálfræðingur, sjúkrahússprestur og aðstoðarfólk við hjúkrun og heimilishjálp eftir því sem aðstæður krefjast. Starf teymið leiðir læknir eða hjúkrunar- fræðingur. Teymið hefur nána samvinnu við hinn aldraða einstakling og fjölskyldu hans. 4. Þjónustuform Umönnun, aðstoð og/eða meðferð hins aldraða skal veitt á því þjónustuformi sem best mætir þörfum hvers einstaklings. Þjónustuform sem boðið er upp á skulu að sama skapi vera þjóðfélagslega hagkvæm. Hinum aldraða einstaklingi skal verða gert kleift að vera heima eins lengi og hann getur og óskar eftir og njóti hann þá þeirrar þjónustu sem hann þarfnast. Þegar hinn aldraði einstaklingur þarf að flytja inn á stofnun þá verði honum gert kleift að búa á sama stað til lífsloka. Þjónustuform sem eru nauðsynleg til að ná þessum markmiðum eru eftirfarandi: • félagslegþjónusta • félagsmiðstöðvar • heimahjúkrun • heimilishjálpundir handleiðslu heimahjúkrunar • dagdeild • dagspítali í tengslum við öldrunarlækningadeild • öldrunarlækningadeild • spítalatengd heimahlynning í tengslum við öldrunarlækningadeild • hjúkrunarheimili með vist- og hjúkrunarrými. 5. Rannsóknir í þeim tilgangi að bæta meðferð og umönnun ber að stuðla að rannsóknum í öllum faggreinum öldrunarfræða. Jafnframt auðvelda rannsóknir og framþróum saman- burð á milli landa og veitir yfirsýn yfir öldninarþjónustuna. ó. Kennsla Stuðla ber að samvinnu öldrunarþjónustu og öldrunarstofnana við háskóla í tengslum við menntun fagstétta og rannsóknarvinnu. Rækta ber samband við skóla er mennta starfsstéttir til starfa í öldrunarþjónustu. Lögð skal áhersla á símenntun fag- og starfsstétta er vinna við umönnun og meðferð aldraðra. 7. Gæðastjórnun Hvetja ber til stöðugs umbótastarfs og gæðastjómunar á öllum stigum öldrunar- þjónustu. 8. Skróning Stuðla skal að nákvæmri og aðgengi- legri skráningu upplýsinga f öldrunarþjón- ustu ásamt tölvuskráningu þar sem allir fagaðilar geta nýtt sér sama upplýsingagrunn. Samhliða þessu skal fyllsta öryggis gætt við að varðveita tnínað um einkamál einstaklinga. 9. Lokaorð Hér að framan hefur verið fjallað um hugmyndafræði og markmið í öldrunar- þjónustu, ásamt þeim leiðum sem þarf að fara til að ná þeim. Hjúkmn aldraðra er vaxandi þáttur í störfum hjúkrunarfræðinga. Það er skoðun okkar að hjúkmn sé mikilvægur og órjúfanlegur hluti öldrunarþjónustunnar. Hlutverk hjúkmnar í öldmnarþjónustu endurspeglasl hér að lokum í orð hins virta Bandaríska fræðimanns í hjúkrun Virginíu Henderson: Hið sérstaka hlutverk hiúkmnarfræð- ingsins er fólgið í þvf að hiálpa einstaklingnum. siúkum eða heilbrigðum. f öllu sem stuðlar að heilbrigði og bata eða friðsælum dauðdaga. Veita aðstoð við það sem hann siálfur mvndi gera. hefði hann til þess nægan vilia. þrótt og þekkingu. Þetta þarf hjúkrunarfræðingurinn að gera á þann hátt að það örvi siúklinginn til siálfshjálpar. Virginia Henderson (Hjúkmnarkver, 1976, bls. 10, þýð. Ingibjörg R. Magnúsdóttir). Málstofa í hjúkrunarfræði Frá námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands: Eftirtalin erindi verða haldin á vegum málstofu í hjúkrunarfræði. Málstofan er öllum opin og verður einu sinni í mánuði, á mánudögum kl. 12:15-13:00, Málstofan verður í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. 1997 27. ianúar Nanna Friðriksdóttir, lektor Erna Haraldsdóttir, hjúkunarfrœðingur Kynning á símaráðgjöf Krabbanteinsfélags íslands. 24. febrúar Vilborg lngólfsdóttir, yfirhjúkrunarfrœðingur hjá Landlœknisembœttinu Kynning á störfum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 17. mars Sóley S. Bender, lektor Námsbraut í hjúkrunarfrœði Viðhorf ungs fólks til sérhæfðrar þjónustu á sviði kynlífs og barneigna. 21. aprfl Eydís Sveinbjarnardóttir, geðhjúkrunarfrœðingur Skipulögð fjölskylduþjónusta á móttökugeðdeildum. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.