Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 10
að sjá, heyra, snerta og finna lykt. Þessar upplýsingar miða að því að upplýsa sjúklinginn um það hvernig hann muni skynja tiltekinn atburð, t.d. að hann finni fyrir þrýst- ingstilfinningu þegar blóðþrýstingur er mældur. Hegðunar- upplýsingar (stundum kallað leiðbeiningar um hegðun) eiga að veita sjúklingi tækifæri til að laga sig betur að nýjum og stundum ógnandi aðstæðum og jafnvel að gera sjúklingi kleift að breyta aðstæðunum sér í hag. Dæmi um hegðunarupplýsingar er þegar sjúklingi er veitt fræðsla um það hvernig hann geti dregið úr hættu á fylgikvillum aðgerðar, t.d. með því að gera öndunaræfingar. Þegar sjúklingi er skýrt frá því hvað gera eigi við hann er það kall- að að veita framkvæmdaupplýsingar, t.d. hvernig staðið er að uppsetningu þvagleggs í þvagblöðru. Rannsóknir hafa sýnt að blanda af skyn-, hegðunar- og framkvæmdaupp- lýsingum veitast sjúklingum best, þannig næst bestur árangur af fræðslunni. (Garvin og fl., 1992; Moore, 1994). Við gerð fræðslumöppu fyrir keisaraskurð var haft í huga að allur texti og myndir í henni yrðu sem raunveru- legastar. Mappan hefst á inngangi þar sem stuttlega er gerð grein fyrir mænudeyfingu, skurðaðgerð og hlutverki föður. Síðan eru 35 Ijósmyndir frá keisaraskurði á FSA og við hverja mynd er viðeigandi texti sem miðar að því að Ijósmynd og texti veiti skyn-, hegðunar- og framkvæmda- upplýsingar. Uppsetning efnis í möppu tekur mið af því hvernig atburðir gerast í tímaröð. Það er að segja, byrjað er á því að sýna undirbúning á fæðingardeild og síðan koll af kolli og endað á texta og myndum þegar fjölskyldan er sameinuð á vöknun á ný. Könnun Ekki er nóg að gera fræðsluefni, það verður einnig að komast að hvort fræðslan skilar sér til markhóps. Einnig er mikilvægt að kanna hvort breyta þarf fræðslunni eða bæta við hana. Því var ákveðið að gera könnun á því hvað konum, sem fóru í fyrirhugaðan keisaraskurð, og höfðu skoðað fræðsluefnið fannst um það. Búinn var til spurninga- listi með aðstoð Ijósmóður með hjúkrunarmenntun. Fengið var samþykki tölvunefndar dómsmálaráðuneytis og hjúkr- unarstjórnar FSA fyrir könnuninni áður en hún hófst. Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvaða fræðslu konurnar og aðstandendur þeirra töldu sig hafa fengið, svo og hvort það væri eitthvað að þeirra áliti sem bæta mætti við eða breyta í möppunni. Spurt var með 12 opn- um og lokuðum spurningum. Það var mat rannsakenda að spurningalistinn gæfi ekki tilefni til þess að reikna út áreiðanleika og réttmæti því lokuðu spurningarnar voru að mestu um lýðfræðileg atriði. Spurningalistinn var forpróf- aður á tveimur konum í mars 1996 og þar sem engar athugasemdir komu fram voru þær teknar með í úrtak. Alls tóku 43 konur þátt í könnuninni en nothæf svör voru 41. Telst það því úrtak könnunar. Flún stóð frá mars 1996 til janúar 1998. Tekið skal fram að ekki náðist í allar kon- Yndisleg stund hamingjusamra foreldra. í undirbúningsherbergi svæfingar setur hjúkrunarfræð- ingur eða læknir upp nál í æð fyrir þá vökva sem þurfa að renna inn meðan á deyfingu og fæðingu barnsins stendur. Svæfingarlæknir leggur mænudeyfinguna. Deyfingin verkar afar fljótt. Mamman finnur fyrst hitatilfinningu í fótum og lendum. Fætur verða máttlausir og hún getur ekki lyft þeim. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.