Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 58
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir 'HjukruKAY'^ÍH.A Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldið föstudaginn 13. nóvember 1998 í Borgartúni 6. Á þinginu var fjallað um stefnu félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum og kynnt stefna fag- og svæðisdeilda. Þar voru fluttir fyrirlestrar og unnið í umræðuhópum. Formaður félagsins, Ásta Möller, setti þingið. Fundar- stjóri var Hildur Helgadóttir. Erindi fluttu Ólafur Ólafsson, landlæknir, sem fjallaði um framtíðarskipulag sjúkrahúsa, Anna Lilja Gunnarsdóttir, forstöðumaður áætlana- og hag- deildar Ríkisspítala, sem ræddi almennt um stefnumótun, tilgang og ávinning, og Ásta Möller sem kynnti stefnu- mótun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga I hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Eftir hádegi var unnið í umræðuhópum. Alls tóku þátt í umræðum 6 hópar sem fjölluðu um stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjón- ustu aldraðra, geðheilbrigðismálum, hjúkrun gjörgæslu- sjúklinga, heilsugæslu, sjúkrahúsþjónustu og hjúkrunar- og heilbrigðismálum í dreifbýli. Hver hópur fékk eftirfarandi fyrirmæli varðandi hópvinn- una: Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum um stefnu fag- og svæðisdeilda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem liggja fyrir hjúkrunarþingi, eru vinnuhópar beðnir um að fjalla um eftirfarandi spurningar: 1. Hverjir eru 3-5 helstu áhersluþættir eða brýnustu verk- efni viðkomandi sérsviðs hjúkrunar í nánustu framtíð þegar tekið er mið af hagsmunum skjólstæðinga? 2. Hvaða leiðir telur hópurinn vænlegastar til árangurs? 3. Hverjir þurfa að koma að þessum verkefnum (félagið, fagdeildin, samstarfsaðilar, aðrir) og hver yrði verka- skipting milli þeirra? Hér á eftir fara helstu niðurstöður hópanna. Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í heil- brigðisþjónustu aldraðra. Helstu áherslur eða brýnustu verkefni í öldrunarhjúkrun eru: 1. Einstaklingsbundin þjónusta sem tekur mið af þörfum einstaklingsins og samfélagsins. Að þjónusta sé veitt af faglegri þekkingu. 2. Stuðla að fræðslu og forvörnum fyrir aldraða. 3. Spítalatengd heimahlynning í tengslum við öldrunar- lækningadeildir. 4. Leiðbeiningastöð aldraðra á heilsugæslustöðvum. 58 5. Samræming á heimilishjálp og heimahjúkrun. 6. Glæða áhuga hjúkrunarfræðinga á öldrunarhjúkrun og stuðla að frekari menntun í greininni. Til að ná sem bestum árangri þarf að fara fram stefnumótunarvinna þar sem farið er yfir allt þjónustuferlið. Hver öldrunarstofnun skilgreini þá þjónustu sem hún ætlar að veita og geri þjónustusamning á grundvelli þess. Hjúkrunarfræðingar, sem hafa þekkingu á málefnum aldraðra, vinni að stefnumótuninni á grundvelli rannsókna og með öðrum fagaðilum. Félagið og fagdeild öldrunar- hjúkrunarfræðinga og fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræð- inga yrðu ráðgefandi aðilar. Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í geðheil- brigðismálum. Helstu áherslur eða brýnustu verkefni í geðheilbrigðismálum: 1. Fjölga hjúkrunarfræðingum í geðhjúkrun. 2. Auka sérhæfða þjónustu við geðfatlaða. 3. Auka fyrirbyggjandi þjónustu, t.d. á heilsugæslu- stöðvum. 4. Minnka fordóma í þjóðfélaginu. 5. Áfengis- og vímuvarnameðferð. 6. Auka þjónustu í fangelsum. Til að ná sem mestum árangri þarf að auka menntunar- möguleika hjúkrunarfræðinga í geðhjúkrun og koma á fót stöðuheimildum fyrir geðhjúkrunarfræðinga á heilsugæslu- stöðvum og í fangelsum. Auka þarf fræðslu um geðsjúk- dóma og geðheilsuvernd, fjölga sérhæfðu starfsfólki og meðferðarúrræðum fyrir geðfatlaða auk þess að leggja aukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir hjá börnum og unglingum vegna áfengis- og vímuefnanotkunar. Eftirtaldir aðilar þurfa að koma að málum auk fagdeild- ar geðhjúkrunarfræðinga: menntastofnanir hjúkrunarfræð- inga, heilsugæsluhjúkrunarfræðingar, ýmsir faghópar og heilbrigðisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, menntamála- ráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gjör- gæsluhjúkrun. Helstu áherslur eða brýnustu verkefni í gjörgæsluhjúkrun: 1. Framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun. Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.