Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1988, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 14.12.1988, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Svarfdælingamót 1988 „Nú er ég glaður á góðri stund“ Laugardaginn 12. nóv. hélt Svarfdælingafélagið í Reykjavík árshátíð sína í Félagsheiinili Sel- tjarnarness. Pótt oft hafi verið meira fjölmenni á þessum árshát- íðum komu allir þeir sem mest er um vert að hitta á Svarfdælinga- mótum. Gulli Valdi Snævarr stýrði samkomunni af alkunnri snilli sinni eins og hann hefur gert svo lengi sem elstu menn muna. Nú lét hann þess þó getið að veislustjóraembættið væri laust til umsóknar því hann gæfi ekki kost á sér næsta kjörtímabil. Tal- ið er að hörð kosningabarátta verði framundan en jafnframt eru menn sammála um að vand- fundinn verði sá sem fyllir skarðið. Gulli Valdi fékk bréf frá Brandi vini sínum að norðan sem þó fór þær krókaleiðir að það barst fyrst inn um póstraufina hjá Hrönn Haraldsdóttur formanni Svarfdælingafélagsins en hún las bréfið fyrir viðtakanda og alla alþýðu úr ræðustóli. Pað hefði hún betur látið ógert því ekki var allt fagurt sem þar stóð. Pískrað var að Brandur þessi væri ögn skyldur aðal ræðumanni kvölds- ins scm var Sigvaldi Júlíusson. Silli hélt uppi heiðri svarfdælsku fjölmiðlamafíunnar og rifjaði upp bernskubrek sín fyrir norðan sem framin voru löngu áður en hann fór að starfa hjá Útvarpinu þar sem hvorki má hrekkja né stríða. Atli Rúnar mætti ekki fyrr en nóttin var orðin svört en á Jóni bólaði aldrei neitt. Tjarnar- menn höfðu þunnskipaðan flokk á svæðinu því þaðan kom aðeins einn maður og reyndar var hann ekki nema rallhálfur. íddi í Bakkagerði og förunaut- ar hans mættu stundvíslega. llla væri komið fyrir Svarfdælinga- mótum ef þá vantaði í salinn. Halli á Urðum og Siggi í Brekku voru stórtækir við barinn og hraðstígir á dansgólfinu en Beisi á Ingvöllum drakk við sleitur, bar enda siðferðislega ábyrgð á hin- um þremur og átti að skila þeirn jafngóðunt norður á ný. Þarna voru einnig kornnir suður yfir heiðar þeir Hreiðastaðakots- bræður og Stebbi á Hæringsstöð- um. Þeir óku Heljardalsheiði og voru skotfljótir. Siggi í Brekku hélt uppi söngnum sem hans var von og vísa og ég segi það satt að þrátt fyrir að hinn svarfdælski fjárstofn sé nú útdauður með öllu þá myndaðist réttarstemmning í salnum að loknunt síðasta dansi. Þá var sungin „Fjallabrúnin fyrna- skörp" og Krosshólshlátrar kváðu við og bergmáluðu urn allt Seltjarnarnes. (Á.H.) „Skál" segir Hallgríinur á Urðum. Slella Árnadóttir og Hrönn Haraldsdóttir I bak. (Ljósm. Páll Sveinsson). Atli Rúnar veiðir helstu tíðindi af Skaganuin upp úr Haraldi Hjaltasyni frá Stjórn Svarfdælingafclagsins, Stella Árnadóttir, Sindri Heiinisson, Hronu Haraldsdóttir, Árni Helgason og Ytra-Garðshorni. (Ljósm. Páll Sveinsson). Sólveig Jónsdóttir. (Ljósm. Páll Sveinsson). Ríkharður í Bakkagerði vinsælasti maður kvöldsins, „enda sé það í lagi“. (Ljósm. Páll Sveinsson). Sigurður í Brekku gefur tóninn í „Dal einn vænan ég veit“. (Ljósm. Páll Sveinsson). „Miðsvetrarlundur" Síðasta dag októbermánaðar boðaði hreppsnefnd Svarfað- ardalshrepps til almenns borg- arafundar „á Þinghúsinu“ á Grund, eins og almennt er svo skringilega að orði komist hér í sveit. Áður og fyrrum var það föst venja, að hreppsnefnd héldi slíkan fund á miðjum vetri ár hvert, gjarnan í mars- mánuði, þegar reikningar sveitarsjóðs höfðu verið gerðir upp. Sá fundur gekk jafnan undir nafninu miðsvetrarfund- ur. Á seinni árum hafa þessir fundir verið óreglulegri, verið haldnir fyrir tvö eða fleiri ár í senn og á ýmsum tímum árs. Þessum fundi, sem haldinn var fyrir reikningsárin 1986 og ’87, stýrði oddviti hreppsnefndar, Björn Þórleifsson. Hér er ekki ætlunin að fjalla um fjármál Svarfaðardalshrepps eins og þau birtast í reikningun- um. Aðeins láta þess getið, að fjárhagurinn er nokkuð þröngur um þessar mundir, sem fyrst og fremst stafar af tvennu: Mikilli inneign hjá ríkissjóði vegna endurbóta við Sundskála Svarf- dáela og að hinu leytinu vegna mikilla útistandandi skulda hjá skattþegnunum. í þessu sam- bandi kom það fram, að Sund- skálinn er nú orðinn hinn ágæt- asti sundstaður þó enn sé allmik- ið eftir af fyrirhuguðum viðgerð- um og endurbótum utandyra. Það kom einnig fram, að mjög góð samvinna hefur verið v ið Dalvíkurbæ um þessar train- kvæmdir og hefur bæiian gre; i skilvíslega sinn hluta af kostnaö- inum, þ.e. 25% en hann er cig- andi Skálans að þeim hluta. Hér skal hins vegar fjalla lítil- lega um almennar umræður. scm urðu að lokinni skýrslugerð oddvita. Þrennt vai það einkum, sem upp kom í umræóunni. I fyrsta lagi áhyggjur sveitarmanna út af umtali um að leggja niður starfrækslu sláturhússins á Dal- vík og var sanvþykkt svofellt ályktun í málinu: „Almennur fundur íbúa Svarfaðardalshrepps haldinn 31. október 1988, beinir þeirri kröfu til stjórnar KEA, að haldið verði áfram starfsemi slát- urhúss á Dalvík.“ I annan stað urðu miklar umræður um byggingu nýs sam- komuhúss, félagsheimilis, í.sveit- inni, sem verið hefur á dagskrá meira eða minna í aldarfjórð- ung eða lengur. Almennt virtust menn sammála um að þetta hlyti að verða næsta meiriháttar verk- efni sveitarfélagsins á eftir Sund- skálanum. Á hinn bóginn voru ekki allir sáttir við það sjónar- mið, sem þó hefur greinilega mestan hljómgrunn, að reisa beri slíkt hús á eignarlandi hreppsins í Laugahlíð, þ.e. í námunda við skólann með samnýtingu í huga. Til eru þeir, sem enn eru ekki sannfærðir um að ekki beri held- ur að gera við gamla Þinghúsið á Grund, sem nú er að nálgast 100 ára afmælið, en það var upphaf- lega reist frammi á Tungum (Ytra-Tungukoti) árið 1892, sbr. dagbók Jóhanns á Hvarfi, sem getur skilmerkilega um hvenær þar var haldinn fyrsti fundur. Eigi að síður var samþykkt svofelld ályktun í málinu með atkvæðum þorra fundarmanna: „Almennur hreppsfundur Svarf- aðardalshrepps 31. okt. 1988 samþykkir að beina því til hreppsnefndar, að hefja undir- búning að byggingu félagsheimil- is, sem jafnframt gæti notast fyrir starfsemi Húsabakkaskóla. í þriðja lagi kom fram fyrir- spurn til hreppsnefndar, hvort nokkrar hugmyndir væru uppi um lagningu hitaveitu í sveitinni. Oddviti upplýsti að svo væri ekki eins og sakir standa. Sagði að um tíma hefði þótt álitlegt að setja upp varmadælu fyri barnaskól- ann, sem nýtti 30 gráðu heitt vatnið úr Laugahlíðarbrekkum, en með stórlækkuðu olíuverði hefði þetta ekki lengur þótt fýsi- legur kostur, hvað sem síðar yrði, ef olíuverð hækkar á ný. Þess má geta, þótt það kænri ekki sérstaklega fram á fundinum, að aðrir líta hýru auga til hitaveitu Dalvíkur, sem notar vatn frá eignarjörð Svarfaðardalshrepps á Hamri og teygir sig í áttina fram í sveit.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.