Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1988, Blaðsíða 10

Norðurslóð - 14.12.1988, Blaðsíða 10
10 - NORÐURSLOÐ Kynnisferð austur fyrir jámtjald - Þórir Jónsson frá Jarðbrú - Fyrri hlutí Svo hafði talast til að við hjónin skryppum til Helsinki í sumar leið að heimsækja vinkonu okkar sem þar var að ljúka námi. Mál- tækið segir að enginn ráði sínum næturstað og það sannaðist bæri- lega á okkur. Við lentum nefni- lega austur fyrir járntjald í stað þess að sækja finnska heim. Eins og fleiri bæir hérlendis á Ólafsfjörður vinabæi á Norður- löndunum. Sá danski heitir Hille- r0d og er á Sjálandi, skammt norðan Kaupmannahafnar. Þar skyldi haldið vinabæjamót sumarið 1988 og í því tilefni lágu leiðir nokkurra Ólafsfirðinga suður þangað. Heldur þótti knappt að lcggja upp í utanlands- ferð fyrir litla þrjá daga. Þess vegna kom upp sú hugmynd að prjóna við ferðina ofurlítinn snúning og fara suður um Evrópu í leiðinni. Eftir að ferðanefndin okkar hafði leitað tilboða innan lands sem utan var ákveðið að taka tilboði lítillar, danskrar ferðaskrifstofu á Fjóni um ferð til Austur-Þýskalands, Tékkóslóv- akíu og Póllands. Því má skjóta inn fyrir landsbyggðarfólk að meðal annars vegna byggðasjón- armiða var fjónska ferðaskrif- stofan valin en ekki ferðaskrif- stofa í Kaupmannahöfn. Ekki sáum við eftir því. Allt stóð eins og stafur á bók sem Rejseforsyn- ingen hafði lofað. Hér er ekki ætlunin að segja alla ferðasöguna heldur verður reynt að bregða upp fáeinum myndum í máli af nokkrum eftir- minnilegum stöðum sem við komum á. Hinn 27. júlí hóf Flugleiðavél- in sig á loft frá Keflavík nteð ferðalangana innanborðs. Ferð- inni var fyrst heitið til Kaup- mannahafnar. Daginn eftir skyldi svo haldið af stað suður á bóginn í rútu frá ferðaskrifstofunni dönsku, fyrst frá Gedser til Warnemúnde og Rostock, síðan til Berlínar og suður um til Dresden og allt til Prag, austur Tékkóslóvakíu um Brno til Zakopane, sem er rétt norðan tékknesk-pólsku landamæranna. Þaðan lá svo leiðin norður Pól- land um borgirnar Krakow, Czhestokowa, Varsjá, Gdansk og Gdynia. Þaðan átti að aká vestur Eystrasaltsströndina til Swinoujscie, taka ferjuna norður til Ystad í Svíþjóð og aka síðan eftir ströndinni til Helsingjaborg- ar, fara nteð ferju þaðan til Hels- ingjaeyrar og vera komin til Hilleröd þann 11. ágúst en þann dag skyldi vinabæjamótið byrja. Flugferðin var afar þægileg og ekki spillti fyrir að flugfreyja um borð var Jófríður, dóttir okkar góða granna og sveitunga Björns Júlíussonar í Laugahlíð. Margt var spjallað og spurt og rifjaðar upp minningar úr dalnum kæra. Eftir tæpra þriggja klukku- stunda flug var lent á Kastrup. Vön svalanum heima vorum við heldur framlág í hitanum sem mætti okkur en tókst þó að safna saman farangri og ná í leigubíl. Daginn eftir vorum við tíman- lega á fótum. Vagninn frá ferða- skrifstofnunni var mættur á staðinn, glæsilegur farkostur með öllum hugsanlegunt þægindum: kæliskáp, kaffivél, klósetti, loft- kælingu og afar góðum sætum. Þessi vagn átti að vera okkar ann- að heimili næstu tvær vikurnar. Bílstjórinn var danskur, Wilfred Christensen, sem óðara fékk nafnið Villi Kidda að ólfirskum hætti. Hann reyndist okkur frá- bær forsjá og félagi sem hvers manns vanda leysti, kátur og skemmtilegur. Eitt hið fyrsta sem hann gerði var að kynna okkur fyrir klósettinu og leggja ríka áherslu á að karlar jafnt sem kon- ur skyldu á það setjast við allar athafnir, smáar og stórar. Hvers virði eru fáein tré? Fyrsti áfanginn var Austur- Berlín. Þar var gist og borgin skoðuð daginn eftir undir leið- sögn. Þar sáum við strax menjar stríðsins og Hitlcrstímans: Lindi- trén við götuna frægu, Unter den Linden, voru furðu smá miðað við það hve gömu! þau hlutu að vera. Leiðsögumaðurinn sagði okkur að Hitler hefði látið höggva þau öll vegna þess að þau voru fyrir þegar halda skyldi hersýningar. Trjánum sem þar eru nú var plantað eftir stríð. Bcrlín var hrein, næstum sótt- hreinsuð fannst mér. Við fórum á veitingahús og einhvern veginn var andrúmsloftið þvingandi og lítið reynt að koma til móts við okkur til að reyna að skilja hvað við vildum. Ég hafði orð á því við leiðsögumanninn að mér fyndist við ekki velkomin. Hún varð svo- lítið skrýtin á svipinn en sagði svo að það væri víst rétt því ríkið vildi gjarna fá ferðamenn og þeir kæmust alls staðar fram fyrir allar biðraðir. Þess vegna litu heima- menn þá hornauga. Ég skildi þetta þegar við fórum upp í sjón- varpsturninn. Þar var gríðarlega löng biðröð en leiðsögumaðurinn leiddi okkur fram hjá henni og upp. Við sáum svo sama t’ólkið standa í röðinni þegar við kom- um niður aftur. Ætli snuggaðist ekki í Islendingnúm líka? Næsti áfangi var Dresden. Borgin var lögð í rúst í stríðinu en hefur verið endurbyggð í upp- runalegri mynd. Það sem við sáum gaf til kynna fallega borg og mannlegt umhverfi. Einkar smekklegir gosbrunnar prýða aðaltorgið. Þar var þrifalegt og mér fannst fólkið frjálslegra en það sem við hittum í Austur- Berlín. Þaðan lá svo leiðin til Prag, hinnar gömlu og virðulegu höfuð- borgar Evrópu. Borgin stendur á skógi vöxnum hæðum þannig að erfitt er að fá yfirsýn yfir hana. Sagt hefur verið að ísland sé eins og opin kennslubók í jarðfræði. Á líkan hátt má segja að Prag sé opin kennslubók í menningar- sögu. Þar gistum við í tvær nætur en á svo skömmum tíma er ekki Glæsihýsi í Zakopanc. hægt að sjá nema örlítið brot af því sent borgin býður. Útglyggmg“ - Lausn á íslenskum vanda? Tómas leiðsögumaður lagði sig fram að sýna okkur sem mest á sem skemmstum tíma. Hann fór meðal annars með okkur um kastalann, sem er ein fornfræg- asta bygging borgarinnar. Þar kynnti hann fyrir okkur athygl- isverða aðferð til að losa land og lýð við duglausa stjórnmála- menn, aðferð sem Tékkar hafa notað gegnum tíðina: Að henda þeim út um glugga. Þetta er nefnt á enskri tungu “defenstration" og gæti veriö "útglygging" á okkar máli. Við komum í lítið herbergi þar sem tveimur slíkum hafði verið lient út að ntig minnir árið 1615 cn héldu lífi vegna þess að þeir komu niður í haug af hrossa- taði sem mokað hafði verið und- an gæðingum riddaranna. Kannski mætti nota skopparakringluna hans Davíðs í viðlíka tilgangi. Þá verður bara að gæta þess að haugurinn sem Hannibalsson segist hafa mokað út úr Fram- sóknarfjósinu sé ekki undir glugganum. Einkaframtak og sósíalismi Við kynntumst því hve einka- framtakið er miklu skilvirkara en opinbera kerfið, mitt í öllum sósíalnum. Vegna hitans voru föt okkar orðin þvæld og lyktuðu sum ntiður vel. Því var hugsað til þvotta en tími naumur þar eð hótelið þurfti sólarhring til verks- ins hið minnsta. Nú voru góð ráð dýr. Sannaðist þá hið fornkveðna að þá er hjálpin næst þegar neyð- in er stærst. Á spjald sem lá á borðinu í herberginu okkar var letrað nafn þernunnar sem þjón- aði íbúum þessarar vistarveru; að sönnu með torkennilegum tákn- um sem voru lítt til frantburðar fallin íslenskum talanda. En allt um það. Ég stildraði fram á gang og hitti þar téða þernu, þéttvaxna konu á að giska hálfsextuga. Upphófust nú hin skringilegustu orðaskipti og varð ég þess óþyrntilega var - sent ég reyndar taldi mig vita fyrir - að skammt dugði popptunga Engilsaxa í samskiptum við fornmenningar- þjóðir sunnar í álfunni. Mér varð til hjálpar það hrafl í þýsku sem þeim Jóni Árna og Friðrik Þor- valdssyni tókst að koma inn í kollinn á ntér í menntaskóla: "Ich möchte wasehen lassen. Morgen frúh wieder haben!“ Konan Ijómaði og sagði eitthvað á þá leið: "Ja, ja, ich selbst, nicht Lobby,“ sem útleggst “já, já, ég sjálf, ekki hótelafgreiðslan“. Er ekki að orðlengja það að snemnta næsta morgun kom þvotturinn hreinn og strokinn og 100 kr. tékkneskar og nokkrir dollarar skiptu um eiganda og voru víst bæði ánægð með viðskiptin. Ferðamannabærinn Zakopane Svo var haldið af stað til fyrsta staðarins sem stansað skyldi leng- ur á, bæjarins Zakopane rétt norðan við landamæri Tékkóslóv- akíu og Póllands. Við landamærin tók pólski leið- sögumaðurinn á móti okkur, geð- þekkur piltur, Darius að nafni. Hann hafði komið alla leið norð- an frá Varsjá og átti að vera okk- ur til halds og trausts þessa rúmu viku sem við myndunt dvelja í Póllandi. Hópar eru skyldugir til að hafa innlendan leiðsögumann. Það er nokkuð sent vert væri að taka upp hér. Ég er viss um að ferða- menn fengju betri mynd af land- inu ef hæfur íslendingur væri þeim til halds og trausts sem koma hingað í hóp. Darius reyndist okkur hin mesta hjálpar- hella og leysti allan vanda hvort heldur var matur, drykkur, gist- ing eða læknishjálp. í Zakopane kynntumst við anga af pólska hagkerfinu sem er fjarska skrýtið. jafnvel í augum Islendingsins sem er þó ýmsu vanur. Hver fullorðinn þurfti að skipta opinberlega 10 dollurum og barn 5 dollurunt þessa viku sem við vorum í PóIIandi. Skráð gengi var um 430 pólskar krónur fyrir dollarann. Óopinbera geng- ið var ferðamanninum miklu hag- stæðara. Strax og komið var inn fyrir dyr á hóteli var byrjað að bjóða 1300-1500 pólskar krónur fyrir dollarann. Úti á götu var svo boðið enn hærra, allt upp í 2000 kr. fyrir hvern dollar. Okkur var eindregið ráðlagt að skipta ekki á svörtu enda skal ferðamanni sem verður uppvís að slíku vísað úr landi og kaupanaut- urinn pólski fær vatn og brauð. Sömuleiðis var okkur sagt að menn væru oft prettaðir í slíkum götuviðskiptum og jafnvel sigað á þá lögreglu. Menn voru því ofur- lítið ragir. Það kúnstugasta við þetta allt saman er þó tvöfeldni hins opinbera. Svartamarkaðs- Heyskapur í Suður-Póllandi. Tryggvi í Brckkukoti sncri með svona vél um 1950.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.