Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 71

Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 71
63 Eyjafjarðarsýsla 7.000 tunnur S-Þingeyjarsýsla 14.000 " Á öllu landinu munu vera um 400-500 aðilar sem rækta kartöflur að hluta til sölu, en heimilisræktun stunda yfir 15.000 aðilar. Veöurfarslegar ræktunaraðstæður sem og jarð- vegsskilyrði hafa ráðið því mest, hvar kartöfluræktin hefur fest rætur sem atvinnugrein. Vegna legu landsins og stað- hátta er vaxtarskeiðið mjög stutt. Breytileiki getur þó veriö mikill á milli byggöarlaga eða innan þrengri marka. Einmitt sakir þess er afar áríðandi fyrir hvern þann sem hefur hug á ástundun kartöfluræktunar að meta vel þá þætti sem meginmáli skipta, en af umhverfisþáttunum skiptir sprettutíminn og veður- sældin mestu máli, og einkum það atriði sem lýtur að hitanum. Eins og tölurnar á bls. 2 gefa til kynna vantar mikið á að ræktunin fullnægi árlegri þörf um neyslu. Þessa ræktunar- grein þarf því að efla að því marki á skjótan hátt, með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Þáttur heimilisræktunar í fram- leiðslunni hefur ætíö verið töluverður hér á landi, og ef litið er til baka, kemur í ljós að hún virðist greinilega ár- vissari um uppskeruafrakstur en atvinnuframleiðslan. Þannig er t.d. talið, að heildaruppskera landsins á liðnu ári hafi numið um 84.000 tunnum, en þar af hafi þáttur heimilisrækt- unar verið um 21.000 tunnur eða 25%. Þessu veldur vafalaust skýlli og hentugri lega á görðum ásamt meiri natni og umhyggju við ræktunina hjá smágarðeigendum. Greinilegt er, ef litið er á framvindu atvinnuræktunar undanfarin áratug, að þá virö- ist afrakstur uppskerunnar hvað sveiflukenndastur á aðalkart- öfluræktarsvæðunum á Suðurlandi, en sökum stærðar garðlanda, segir hann tilfinnanlega til sín þegar áfalla gætir. Eru áföll fyrst og fremst með tvennu móti, annars vegar síðsumar- frost sem valda skemmdum á grösum, og hins vegar stormviðri á vorin, sem ýmist feykja burt jarðveginum frá útsæðinu, annaö . hvort áður en grös eru farin að sjást, eða skömmu eftir að þau eru komin á legg. Slíkra skemmda gætir aðallega þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.