Smárit Hvítabandsins - 01.01.1903, Blaðsíða 6

Smárit Hvítabandsins - 01.01.1903, Blaðsíða 6
6 aðrar eins auglýsingar/1 sagði eg og benti á blaðið, „það sér á vesalings sjómönnunum, sem ramba um hálffullir, eða láta aðra draga sig, að þeir hafi fengið eitthvað hollt og styrkjandi!" „Það er meira komið undir því að auglýsingar séu smellnar en að þær séu sannar," sagði Árni og glotti; „en það er satt, það er hroðalegt að sjá fá- tæka heimilisfeður drekka frá sér ráð og rænu und- ir eins og þeir koma á þurt land. Ykkur væri nær, bindindismönnunum, að pródika fyrir þeim, heldur en vera að skamma veitingamenn og kaupmenn, þótt þeir reki löglega verzlun, eða ráðast að hóf- semdarmönnum og ætla að „kúska“ þá í bindindi/' „Að ósi skal á stemma,“ svaraði eg og settist hjá þaim. „Það ætti að vera hægra að sannfæra nokkra heiðarlega borgara um að það sé ekki alveg' sama á hverju þeir græða, — því ekki gengur þeim annað til vínsölunnar *n gróðafíkn, — heldur en gera alla þrekleysingja og gáleysingja að gætnum og vönduðum mönnum. Á meðan áfengis dýkin eru til, farast einhverjir í þeim; það sýnir reynslan alstaðar. En fyrst yður blöskrar drykkjuskapur sjó- mannanna, því sitjið þér þá við drykkju í sama húsinu, sero margir þeirra sækja bölvun lífs síns í?“ „Nei, nú fer bindindisandinn með yður í gön- ur, sagði Bjarni og ræskti sig. „Vitið þór ekki að bjór og brenmvín er tvent ólikt? Það getur verið að brennivín sé óholt, en bjór er bæði holiur og pærandi drykkur. Flaskan sú arna er sannarlega

x

Smárit Hvítabandsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smárit Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/1284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.