Muninn - 01.08.1904, Page 21

Muninn - 01.08.1904, Page 21
19 (Pramh. frá bls. 17.) Pilturiim (við stúlku): „Venjulega giftast faliægustu stúlkurnar heimskustu piltunum11. Hún: „Á ég að taka þetta sem bónorð hjá yður ?“ Árið 1801 eða 1805 dó gömul kerling í Pnjóskadal, sem Þórný hét. Sagði hún svo frá, að í ungdœmi sínu liefði börnum þar í sveit ekki verið kent að lesa og ekki heldur neinn barnalærdómur; en kend var þeim trúarjátningin og nokkurar bænir. „Þegar eg var fermd“, sagði hún, „var móðir mín sæla búin að kenna inér þetta, sem liún kunni sjálf og, var eg búin að læra það svo, að eg kunni það reiprennandi. Á fermingar- daginn fór hún með mig til kirkjunnar á Hálsi og leiddi mig inn í sæti sitt. Svo kcm hann séra Þor- grímur heitinn út og gekk inn í kórinn og kallaði á mig þangað ; eg fór skjálfandi á beinunum, þvi eg fann, að og var búinn að gleyma því öllu, en mcðir mín sat eftir. Svo fór prestur að spyrja mig um hitt og þetta, og man eg fæst af þvi núna, nema það, að þegar liann spurði mig, hver hefði skapað mig, endurleyst mig og helgað, að þá stóð í mér að svara því. Þá sagði móðir mín sæla fram í bekknum: „Muna máttirðu þetta, stelpa, því búin var eg að segja þér það“. „Eg veit það, blessuð mín“, sagði prestur, og gekk fram á kirkju- gólfið. Móðir mín var þá staðin upp og búin að draga stútfuilan bládröfnótta brennivín=pelann hans pápa mins sæla upp úr vasa sínum og laumaði að presti; hann tók við, kínkaði koili og brosti um ieið og hann þakkaði henni fyrir gjöfina, en eg fékk lílra sakramentið um daginn“.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/1285

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.