Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1951, Blaðsíða 15

Breiðfirðingur - 01.04.1951, Blaðsíða 15
BREIÐFIRÐINGUR 5 Þessi tilfinning hefur um aldir verið mörgum manni fengin í svo ríkum mæli að jafngildir trúarbrögðum, þessi tregi eftir lofti og ljósi og himinblæ æskuáranna hefur verið mörgum manni nóg til að ganga aldrei á vit þess sem var ljótt og ófag- urt. Hver og einn reynir þetta gerst í sjálfum sér: Yfir heim.eða himin, livert sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðarlönd. Og alltaf fossar og fjallshlíðar bernskustöðvanna, eins og skáld- ið fann svo vel í annarri heimsálfu. Eitt lítið atvik verður mér lengi minnistætt. Ég var með frændum okkar, Norðmönnum, í miklu eftirlæti, um hásumar- daga, í þessu fagra landi sem allar þjóðir heims vilja gefa mikið fé til að sjá. Ég var í Þrændalögum.og sá hina víðu bvggð, hey á hesjum, bleika akra og hin stórhýstu bændabýli Þrænda, Þránd- heimsfjörð, Niðarós, götuna inn að Hlöðum til jarlsins, Stikla- staði. Ég ók suður frá Niðarósi á fögrum morgni, rakti fyrir mér sögustaðina; fagrar hlíðar blöstu við, skógi vaxnar, dalir og fög- ur bændabýli, glitrandi ár. Allt í einu opnaðist lítið gil, hátt uppi í hlíð, hvítt og rautt líparít og svartar hamrasyllur. Hvað er merkilegt við það? Ekkert annað en það, að þetta er alveg eins og Rauðskriðugil í Mávahlíðarfjöllum. Og samtímis er öll fegurð Noregs horfin, máð og föl, og ferðamaðurinn orðinn út- lendingur. Hvers vegna er ég hér? Hvers vegna er ég ekki vest- ur í Fossakinnum, þar sem ég sat hjá, þar sem úðinn úr gljúfr- unum gerir sólskinsloftið svalt og tært, þar sem ég átti einu sinni ærnar mínar? Það hefur þótt við brenna um héraðafélögin að hvert og eitt þættist af sínum átthögum og sínum fyrri mönnum, og fullmikið væri að þessum metingi gert. Segja mætti að vísu að það hérað þurfi ekki í mannjöfnuð sem sendi Snorra austur í Odda, Ara í Haukadal og Matthías í latínuskólann. Þetta mætti segja, en ég ætla ekki að segja það. Vera má ég minnugur þess sem sagt var fyrir nokkrum árum, þá er maður var spurður, hvernig honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.